Dortmund í úrslit eftir sigur í París Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. maí 2024 20:55 Mbappé tókst ekki að þenja netmöskvana í kvöld. Matthias Hangst/Getty Images Borussia Dortmund gerði sér lítið fyrir og sló París Saint-Germain út í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Dortmund, sem situr í 5. sæti heima fyrir, vann báða leikina gegn verðandi Frakklandsmeisturum PSG 1-0 og einvígið þar með 2-0. Dortmund var með 1-0 forystu fyrir leik kvöldsins var því eilítið varnarsinnað frá upphafi leiks í kvöld. Það virtist ætla að koma í bakið á þeim strax í upphafi þegar Kylian Mbappé átti þrumuskot sem Gregor Kobel varði vel í marki gestanna. Þar fyrir utan fengu heimamenn hins vegar ekki nein almennileg marktækifæri í fyrri hálfleik. This Mats Hummels tackle to deny Kylian Mbappé 🛑 pic.twitter.com/NK8dR81tVg— B/R Football (@brfootball) May 7, 2024 Dortmund fékk að sama skapi eitt gott færi en þar vann Gianluigi Donnarumma fyrir kaupi sínu í marki heimaliðsins og staðan markalaus í hálfleik. Þar lifnaði yfir leiknum en eftir aðeins tveggja mínútna leik átti Warren Zaire-Emery skot sem endaði í stönginni. Örskömmu síðar gerðist svo það sem París mátti ekki við. Gestirnir fengu hornspyrnu en segja má að föst leikatriði hafi oftar en ekki verið banabiti Parísarliðsins í Meistaradeild Evrópu. Julian Brandt sendi boltann inn á teig og á einhvern óskiljanlegan hátt var gamla brýnið Mats Hummels einn á auðum sjó. Hann skallaði boltann af öllu afli á markið og Donnarumma kom engum vörnum við, staðan orðin 0-1 og gestirnir með tveggja marka forystu í einvíginu. Þá varð Hummels um leið þriðji elsti leikmaður sögunnar til að skora í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Oldest players to score in a Champions League semi-final:◎ Ryan Giggs in 2011 (37y 148d)◎ Edin Dzeko (37y 54d)◉ Mats Hummels (35y 143d)Lukasz Piszczek (35y 188d) is the only player older than the Centre-Back to score in the #UCL for Dortmund. ⚽️ pic.twitter.com/qstzQBgdkM— Squawka (@Squawka) May 7, 2024 Gonçalo Ramos fékk fínt færi í liði heimamanna ekki löngu seinna en inn vildi boltinn ekki. Sömu sögu var að segja af langskoti Nuno Mendes sem endaði í marksúlunni hægra megin. Þá varði Kobel aftur vel frá Mbappé þegar tíu mínútur lifðu leiks en aðeins þremur mínútum áður hafði Hummels skorað sitt annað mark - aftur eftir fast leikatriði - en að þessu sinni var hann vel fyrir innan og rangstaða dæmd. Mbappé setti boltann í slánna þegar skammt var til leiksloka eftir að Kobel lenti í vandræðum með að handsama boltann. Sama hvað heimamenn reyndu þá tókst þeim einfaldlega ekki að finna glufur á gula veggnum. Mbappé setti boltann í slánna þegar skammt var til leiksloka. DORTMUND HAVE DONE IT! 🖤💛#UCLfinal pic.twitter.com/vy9XTFuAKO— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) May 7, 2024 Lokatölur í París 0-1 og Dortmund er því á leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir að sigra París Saint-Germain 2-0 samanlegt. WE'RE GOING TO THE CHAMPIONS LEAGUE FINAL asejfghkasjelfaselfhgaselhfjgwelFHU;wefugh;weIFUH;wefh;weUFG;weifug;weHFlwieughf;whuegig— Borussia Dortmund (@BlackYellow) May 7, 2024 Í úrslitum mætir Dortmund annað hvort löndum sínum í Bayern München eða þá Real Madríd. Staðan í því einvígi er 2-2 en þau mætast annað kvöld á Santiago Bernabéu-vellinum í Madríd. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti
Borussia Dortmund gerði sér lítið fyrir og sló París Saint-Germain út í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Dortmund, sem situr í 5. sæti heima fyrir, vann báða leikina gegn verðandi Frakklandsmeisturum PSG 1-0 og einvígið þar með 2-0. Dortmund var með 1-0 forystu fyrir leik kvöldsins var því eilítið varnarsinnað frá upphafi leiks í kvöld. Það virtist ætla að koma í bakið á þeim strax í upphafi þegar Kylian Mbappé átti þrumuskot sem Gregor Kobel varði vel í marki gestanna. Þar fyrir utan fengu heimamenn hins vegar ekki nein almennileg marktækifæri í fyrri hálfleik. This Mats Hummels tackle to deny Kylian Mbappé 🛑 pic.twitter.com/NK8dR81tVg— B/R Football (@brfootball) May 7, 2024 Dortmund fékk að sama skapi eitt gott færi en þar vann Gianluigi Donnarumma fyrir kaupi sínu í marki heimaliðsins og staðan markalaus í hálfleik. Þar lifnaði yfir leiknum en eftir aðeins tveggja mínútna leik átti Warren Zaire-Emery skot sem endaði í stönginni. Örskömmu síðar gerðist svo það sem París mátti ekki við. Gestirnir fengu hornspyrnu en segja má að föst leikatriði hafi oftar en ekki verið banabiti Parísarliðsins í Meistaradeild Evrópu. Julian Brandt sendi boltann inn á teig og á einhvern óskiljanlegan hátt var gamla brýnið Mats Hummels einn á auðum sjó. Hann skallaði boltann af öllu afli á markið og Donnarumma kom engum vörnum við, staðan orðin 0-1 og gestirnir með tveggja marka forystu í einvíginu. Þá varð Hummels um leið þriðji elsti leikmaður sögunnar til að skora í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Oldest players to score in a Champions League semi-final:◎ Ryan Giggs in 2011 (37y 148d)◎ Edin Dzeko (37y 54d)◉ Mats Hummels (35y 143d)Lukasz Piszczek (35y 188d) is the only player older than the Centre-Back to score in the #UCL for Dortmund. ⚽️ pic.twitter.com/qstzQBgdkM— Squawka (@Squawka) May 7, 2024 Gonçalo Ramos fékk fínt færi í liði heimamanna ekki löngu seinna en inn vildi boltinn ekki. Sömu sögu var að segja af langskoti Nuno Mendes sem endaði í marksúlunni hægra megin. Þá varði Kobel aftur vel frá Mbappé þegar tíu mínútur lifðu leiks en aðeins þremur mínútum áður hafði Hummels skorað sitt annað mark - aftur eftir fast leikatriði - en að þessu sinni var hann vel fyrir innan og rangstaða dæmd. Mbappé setti boltann í slánna þegar skammt var til leiksloka eftir að Kobel lenti í vandræðum með að handsama boltann. Sama hvað heimamenn reyndu þá tókst þeim einfaldlega ekki að finna glufur á gula veggnum. Mbappé setti boltann í slánna þegar skammt var til leiksloka. DORTMUND HAVE DONE IT! 🖤💛#UCLfinal pic.twitter.com/vy9XTFuAKO— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) May 7, 2024 Lokatölur í París 0-1 og Dortmund er því á leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir að sigra París Saint-Germain 2-0 samanlegt. WE'RE GOING TO THE CHAMPIONS LEAGUE FINAL asejfghkasjelfaselfhgaselhfjgwelFHU;wefugh;weIFUH;wefh;weUFG;weifug;weHFlwieughf;whuegig— Borussia Dortmund (@BlackYellow) May 7, 2024 Í úrslitum mætir Dortmund annað hvort löndum sínum í Bayern München eða þá Real Madríd. Staðan í því einvígi er 2-2 en þau mætast annað kvöld á Santiago Bernabéu-vellinum í Madríd. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti