Hætta skerðingum til stórnotenda Atli Ísleifsson skrifar 7. maí 2024 14:26 Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. Vísir/Vilhelm Skerðingar Landsvirkjunar á afhendingu raforku til stórnotenda hafa nú verið afnumdar. Frá þessu segir í tilkynningu frá Landsvirkjun þar sem tekið er fram að það sé um þremur til fimm vikum fyrr en reiknað var með um miðjan síðasta mánuð. Staða í miðlunarlónum Landsvirkjunar batni nú nokkuð ört og mikill snjór á hálendinu geri fyrirheit um gott innstreymi í lónin á næstu vikum. „Undanfarið hafa hlýindi skilað auknu innrennsli, t.d. á vatnasvæði Tungnaár á Suðurlandi. Niðurdrætti í Þórisvatni virðist lokið þetta vorið. Langtíma veðurspá fyrir Suðurland lofar hlýindum og þá tekur Þjórsá vonandi fljótt við sér. Við Blöndulón hafa verið miklar leysingar að undanförnu og það rís hratt. Hálslón við Kárahnjúka er önnur saga, þar hafa litlar breytingar orðið upp á síðkastið. Hins vegar er snjór mikill á Austurlandi og varfærnar spár okkar gera ráð fyrir auknu innrennsli þar á næstunni. Gert er ráð fyrir að lofthiti á landinu verði um eða yfir meðallag næstu þrjár vikurnar. Gangi það eftir má búast við því að staða lónanna batni hratt. Miklar skerðingar í vetur Undir lok sl. árs var gripið til skerðinga á afhendingu víkjandi orku til fiskimjölsverksmiðja og fiskþurrkana, auk gagnavera sem stunda rafmyntagröft. Þessar skerðingar munu standa áfram, enda engin umframorka tiltæk þótt staðan fari batnandi. Því næst var afhending skert til fjarvarmaveitna og stórnotenda, þ.e. Elkem, Norðuráls og Rio Tinto. Í febrúar var svo tilkynnt um skerðingar á norður- og austurhluta landsins en þær náðu til álvers Alcoa Fjarðaráls, kísilvers PCC Bakka, TDK aflþynnuverksmiðjunnar og atNorth gagnaversins. Þessum skerðingum er núna lokið,“ segir í tilkynningunni. Landsvirkjun Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Stóriðja Tengdar fréttir Skerðingar á raforku lagast vonandi hratt þegar „vorleysingar hefjast fyrir alvöru“ Landsvirkjunar, sem hefur orðið að grípa til skerðinga á afhendingu á raforku í vetur, er farin að sjá merki þess að farið sé að vora. Staða skerðinga mun vonandi breytast hratt „þegar hlýna tekur og vorleysingar hefjast fyrir alvöru.“ Undanfarið hafa hlýindi skilað auknu innrennsli, til dæmis á vatnasvæði Tungnár þar sem það hefur nær þrefaldast á skömmum tíma, en Hálslón sé hins vegar önnur saga. 29. apríl 2024 12:17 Áfram skerðingar vegna „fádæma lélegs vatnsárs“ Landsvirkjun mun skerða afhendingu raforku til viðskiptavina sinna, sem flokkast sem stórnotendur, lengur fram á vorið en vonast hafði verið til. Ástæðan er fádæma lélegt vatnsár þar sem gengið hefur hratt á uppistöðulón. 11. apríl 2024 10:10 Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá Landsvirkjun þar sem tekið er fram að það sé um þremur til fimm vikum fyrr en reiknað var með um miðjan síðasta mánuð. Staða í miðlunarlónum Landsvirkjunar batni nú nokkuð ört og mikill snjór á hálendinu geri fyrirheit um gott innstreymi í lónin á næstu vikum. „Undanfarið hafa hlýindi skilað auknu innrennsli, t.d. á vatnasvæði Tungnaár á Suðurlandi. Niðurdrætti í Þórisvatni virðist lokið þetta vorið. Langtíma veðurspá fyrir Suðurland lofar hlýindum og þá tekur Þjórsá vonandi fljótt við sér. Við Blöndulón hafa verið miklar leysingar að undanförnu og það rís hratt. Hálslón við Kárahnjúka er önnur saga, þar hafa litlar breytingar orðið upp á síðkastið. Hins vegar er snjór mikill á Austurlandi og varfærnar spár okkar gera ráð fyrir auknu innrennsli þar á næstunni. Gert er ráð fyrir að lofthiti á landinu verði um eða yfir meðallag næstu þrjár vikurnar. Gangi það eftir má búast við því að staða lónanna batni hratt. Miklar skerðingar í vetur Undir lok sl. árs var gripið til skerðinga á afhendingu víkjandi orku til fiskimjölsverksmiðja og fiskþurrkana, auk gagnavera sem stunda rafmyntagröft. Þessar skerðingar munu standa áfram, enda engin umframorka tiltæk þótt staðan fari batnandi. Því næst var afhending skert til fjarvarmaveitna og stórnotenda, þ.e. Elkem, Norðuráls og Rio Tinto. Í febrúar var svo tilkynnt um skerðingar á norður- og austurhluta landsins en þær náðu til álvers Alcoa Fjarðaráls, kísilvers PCC Bakka, TDK aflþynnuverksmiðjunnar og atNorth gagnaversins. Þessum skerðingum er núna lokið,“ segir í tilkynningunni.
Landsvirkjun Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Stóriðja Tengdar fréttir Skerðingar á raforku lagast vonandi hratt þegar „vorleysingar hefjast fyrir alvöru“ Landsvirkjunar, sem hefur orðið að grípa til skerðinga á afhendingu á raforku í vetur, er farin að sjá merki þess að farið sé að vora. Staða skerðinga mun vonandi breytast hratt „þegar hlýna tekur og vorleysingar hefjast fyrir alvöru.“ Undanfarið hafa hlýindi skilað auknu innrennsli, til dæmis á vatnasvæði Tungnár þar sem það hefur nær þrefaldast á skömmum tíma, en Hálslón sé hins vegar önnur saga. 29. apríl 2024 12:17 Áfram skerðingar vegna „fádæma lélegs vatnsárs“ Landsvirkjun mun skerða afhendingu raforku til viðskiptavina sinna, sem flokkast sem stórnotendur, lengur fram á vorið en vonast hafði verið til. Ástæðan er fádæma lélegt vatnsár þar sem gengið hefur hratt á uppistöðulón. 11. apríl 2024 10:10 Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Skerðingar á raforku lagast vonandi hratt þegar „vorleysingar hefjast fyrir alvöru“ Landsvirkjunar, sem hefur orðið að grípa til skerðinga á afhendingu á raforku í vetur, er farin að sjá merki þess að farið sé að vora. Staða skerðinga mun vonandi breytast hratt „þegar hlýna tekur og vorleysingar hefjast fyrir alvöru.“ Undanfarið hafa hlýindi skilað auknu innrennsli, til dæmis á vatnasvæði Tungnár þar sem það hefur nær þrefaldast á skömmum tíma, en Hálslón sé hins vegar önnur saga. 29. apríl 2024 12:17
Áfram skerðingar vegna „fádæma lélegs vatnsárs“ Landsvirkjun mun skerða afhendingu raforku til viðskiptavina sinna, sem flokkast sem stórnotendur, lengur fram á vorið en vonast hafði verið til. Ástæðan er fádæma lélegt vatnsár þar sem gengið hefur hratt á uppistöðulón. 11. apríl 2024 10:10