Nýtt sanngirnisbótafrumvarp gæti komið fram Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. maí 2024 20:01 Bjarni Benediktsson segir að mögulega þurfi að vinna nýja löggjöf um sanngirnisbætur næsta haust. Vísir/Einar Forsætisráðherra segir að mögulega þurfi að gera aðra atlögu að lögum um sanngirnisbætur næsta haust. Það sé flókið að gera heildarlöggjöf um málaflokkinn eins og núverandi frumvarp miðar að. Hann telur mikilvægt að fjárhæð bóta verði ekki aðalatriðið í umræðunni. Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur þáverandi forsætisráðherra um sanngirnisbætur hefur verið umdeilt síðan það kom fram fyrir nokkrum misserum. Talsmaður Réttlætis kallaði það blekkingu í fréttum Stöðvar 2. Þá hefur það farið marga hringi í allsherjar- og menntamálanefnd. Flókið að gera heildstæða löggjöf um málið Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að um sé að ræða tilraun til að gera heildstæða löggjöf um málið. „Það kemur svo í ljós að það er gríðarlega flókið viðfangsefni að setja þetta í eina löggjöf með samræmdum hætti þannig að við getum náð utan um ólík tilvik . Ég held að þetta frumvarp sé mjög virðingarverð tilraun. Ef við þurfum að taka dýpri umræðu og hlusta eftir fleiri sjónarmiðum og taka tillit til þeirra og mögulega gera aðra atlögu að því í haust verður svo að vera,“ segir Bjarni. Bjarni segir að málið sé nú í höndum allsherjar og menntamálanefndar. „Ég studdi það að málið kæmi fram og við tækjum umræðuna. Sitt sýnist hverjum. Nefndin þarf bara að ljúka sínum störfum. Ef hún telur að ríkisstjórnin þurfi að vinna málið frekar þá gerum við það en þetta á eftir að koma betur í ljós,“ segir Bjarni. Bótaupphæðin megi ekki verða aðalatriðið Gagnrýnt hefur verið að hámarksupphæð sanngirnisbóta samkvæmt frumvarpinu sé fimm milljónir króna sem sé helmingi lægri upphæð en sanngirnisbætur fortíðarinnar. Bjarni segir að líta þurfi til margra þátta. „Fjárhæðirnar geta verið viðkvæmur þáttur að úrlausn svona mála en við þurfum kannski að gæta okkur á að þær verði ekki aðalatriðið. Fordæmi hafa verið sett í fortíðinni en það er mjög erfitt að bera eitt mál saman við það næsta og segja að þetta eigi allt saman að spegla,“ segir Bjarni. Vistheimili Vistheimilin Ofbeldi gegn börnum Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti Sjá meira
Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur þáverandi forsætisráðherra um sanngirnisbætur hefur verið umdeilt síðan það kom fram fyrir nokkrum misserum. Talsmaður Réttlætis kallaði það blekkingu í fréttum Stöðvar 2. Þá hefur það farið marga hringi í allsherjar- og menntamálanefnd. Flókið að gera heildstæða löggjöf um málið Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að um sé að ræða tilraun til að gera heildstæða löggjöf um málið. „Það kemur svo í ljós að það er gríðarlega flókið viðfangsefni að setja þetta í eina löggjöf með samræmdum hætti þannig að við getum náð utan um ólík tilvik . Ég held að þetta frumvarp sé mjög virðingarverð tilraun. Ef við þurfum að taka dýpri umræðu og hlusta eftir fleiri sjónarmiðum og taka tillit til þeirra og mögulega gera aðra atlögu að því í haust verður svo að vera,“ segir Bjarni. Bjarni segir að málið sé nú í höndum allsherjar og menntamálanefndar. „Ég studdi það að málið kæmi fram og við tækjum umræðuna. Sitt sýnist hverjum. Nefndin þarf bara að ljúka sínum störfum. Ef hún telur að ríkisstjórnin þurfi að vinna málið frekar þá gerum við það en þetta á eftir að koma betur í ljós,“ segir Bjarni. Bótaupphæðin megi ekki verða aðalatriðið Gagnrýnt hefur verið að hámarksupphæð sanngirnisbóta samkvæmt frumvarpinu sé fimm milljónir króna sem sé helmingi lægri upphæð en sanngirnisbætur fortíðarinnar. Bjarni segir að líta þurfi til margra þátta. „Fjárhæðirnar geta verið viðkvæmur þáttur að úrlausn svona mála en við þurfum kannski að gæta okkur á að þær verði ekki aðalatriðið. Fordæmi hafa verið sett í fortíðinni en það er mjög erfitt að bera eitt mál saman við það næsta og segja að þetta eigi allt saman að spegla,“ segir Bjarni.
Vistheimili Vistheimilin Ofbeldi gegn börnum Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti Sjá meira