„Fyrir fyrsta leikinn gegn PSV Eindhoven [Í 16-liða úrslitum] töluðum við fyrst um hversu stutt ferðin til Lundúna gæti verið,“ sagði Terzić en úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fer að þessu sinni fram á Wembley.
„Þá voru enn mörg spurningamerki. Í fyrra töpuðum við þýska meistaratitlinum á heimavelli á lokadegi tímabilsins.“
„Ég er glaður að við gátum gefið stuðningsfólki okkar eitthvað til baka. Við höfum vaxið með hverjum leik og áttuðum okkur á endanum á því að við gætum verið liðið sem myndi koma öllum á óvart.“
„Ég er mjög hamingjusamur að vera kominn í úrslitaleikinn með liðinu mínu,“ sagði þjálfarinn að lokum.