Innlent

For­seta­efni tókust á um forsetavaldið

Árni Sæberg skrifar
Málþingið er haldið í Háskólanum í Reykjavík.
Málþingið er haldið í Háskólanum í Reykjavík. Vísir/Vilhelm

Lögrétta, félag laganema við Háskólann í Reykjavík, stóð fyrir hádegismálþingi með frambjóðendum til embættis forseta Íslands. Rætt var um beitingu valds forseta auk þess sem tekið var við spurningum úr sal.

Málþingið fór fram í dag, 8. maí, kl. 12 og var haldið í stofu M101 í Háskólanum í Reykjavík. Málþinginu var streymt og sjá má upptöku af því í spilaranum hér að neðan:

Klippa: Forsetaframbjóðendur takast á við um beitingu forsetavalds

Dr. Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, annaðist fundarstjórn. Þeir forsetaframbjóðendur sem tóku þátt voru:

  • Arnar Þór Jónsson
  • Ástþór Magnússon
  • Baldur Þórhallsson
  • Eiríkur Ingi Jóhannsson
  • Halla Hrund Logadóttir
  • Halla Tómasdóttir
  • Helga Þórisdóttir
  • Katrín Jakobsdóttir
  • Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
  • Viktor Traustason

Í fréttatilkynningu Lögréttu er tekið fram að Jóni Gnarr og Ásdísi Rán Gunnarsdóttur hafi verið boðið. Þau hafi ekki komist vegna anna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×