Gera þrjátíu til fjörutíu kaupsamninga á hverjum degi Lovísa Arnardóttir skrifar 8. maí 2024 11:41 Grindvíkingar eru margir ósáttir við gang uppkaupanna og hafa mótmælt á Austurvelli. Myndin var tekin á síðustu mótmælum. Vísir/Vilhelm Fasteignafélagið Þórkatla hefur nú afgreitt meirihluta þeirra 766 umsóknir sem hafa borist um kaup. Allar umsóknir sem bárust í mars og þarfnast ekki nánari skoðunar hafa verið afgreiddar, eða alls 528 umsóknir. Eigendum 415 eigna í Grindavík hefur verið boðin kaupsamningur til undirritunar. Enn er unnið umsóknum sem bárust í mars sem hafa einhver frávik. Þau snúa meðal annars að breytingum á fermetra fjölda, frávikum frá lögheimili í eigninni, húsum í byggingu, altjónshúsum og dánarbúum. Þórkatla gerir á bilinu 30 til 40 kaupsamninga á dag og stefnir að því að klára kaupsamning við alla þá 528 aðila sem sóttu um í mars í næstu viku. Í tilkynningu frá Þórkötlu kemur fram að félagið muni nú hefja úrvinnslu þeirra 130 umsókna sem bárust þeim í fyrri hluta aprílmánaðar. Þar kemur einnig fram að Þórkatla hefur þegar boðið eigendum um 415 húseigna í Grindavík kaupsamning til undirritunar eða rúmum 55 prósent allra umsækjenda. „Heilt á litið er ég mjög ánægður með framgang mála hjá okkur núna. Það að hafa gert vel á fimmta hundrað kaupsamninga á síðustu vikum þýðir að sambærilegur fjöldi fjölskyldna í Grindavík hefur fengið úrlausn sinna mála. Það tók okkur nokkurn tíma að ná tökum á þessu flókna verkefni en þetta er allt á góðri leið, enda frábær hópur sem stendur á bak við þetta verkefni þvert á stjórnkerfið,“ segir Örn Viðar Skúlason framkvæmdastjóri Fasteignafélagsins Þórkötlu. Þinglýstir kaupsamningar 30 milljarða virði Fyrir liggja 380 þinglýstir kaupsamningar að kaupverði um 30 milljarðar króna og hefur félagið greitt kaupsamningsgreiðslu í 358 viðskiptum að upphæð 17,5 milljarðar króna og yfirtekið lán frá 16 lánastofnunum að upphæð um níu milljarðar króna. Í tilkynningu félagsins segir að ýmis mál hafi flækt frágang nokkurra kaupsamninga svo sem þegar um er að ræða tryggingarbréf og veð frá einkaaðilum, kvaðir á húsum sem standa á lóðum í einkaeigu, útrunnin rafræn skilríki og ýmislegt annað. Þá hafi nokkrir aðilar kosið að undirrita ekki kaupsamning sem þeim barst frá Þórkötlu. Í slíkum tilvikum standi fólki til boða að fá sendan nýjan samning þegar umsóknir sem bárust í apríl hafa verið afgreiddar. „Við höfum átt nokkuð erfitt með að sinna öllum beinum fyrirspurnum frá seljendum nógu vel að undanförnu en höfum nú fengið kröftugan liðstyrk inn í þau mál sem ég á von á að skili sér strax á næstu dögum í betra viðbragði við fyrirspurnum,“ segir Örn Viðar. Taka við fyrstu eignunum Þórkatla undirbýr nú viðtökur á fyrstu eignunum. Það verður gert með sérstökum skilafundi með seljanda og úttektaraðila félagsins. Nokkrir seljendur hafa óskað eftir seinkun á fyrirhuguðum afhendingardegi og hefur félagið tekið vel í slíkar beiðnir seljenda. Slíkt getur kallað á tilfærslu á afsalsdegi og í þeim tilfellum er þörf á skriflegum viðauka við kaupsamning. Í tilkynningu segir að haft verði samband við seljendur varðandi útfærslu á þessu. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Fasteignamarkaður Efnahagsmál Tengdar fréttir Helmingurinn af búslóðinni í ruslið Grindvíkingar hafa neyðst til að henda gríðarlegum verðmætum undanfarið vegna búferlaflutninga. Að minnsta kosti hálf búslóðin fór í ruslið hjá einum þeirra. Annar segir að enginn vilji hirða dótið og Góði hirðirinn sé sprunginn. 29. apríl 2024 13:01 Bæjarstjórn fundaði með Þórkötlu Bæjarstjórn Grindavíkur fundaði nú á föstudaginn með forsvarsfólki fasteignafélagsins Þórkötlu sem stofnað var 27. febrúar 2024 sérstaklega til að annast kaup, umsýslu og ráðstöfun húsnæðis í Grindavík. Farið var yfir verkferla og hvernig unnið væri með málefni þeirra sem óskað hafa eftir uppkaupum. 22. apríl 2024 18:40 Fasteignamarkaðurinn hitnar en framkvæmdum fækkar Fasteignamarkaðurinn hitnaði verulega í febrúar og líklega í mars líka. Sömu áhrifa er á gæta á leigumarkaði þar sem verð hefur hækkað. Áhrifanna er að mestu að gæta á höfuðborgarsvæðinu og í sveitarfélögunum í kring. Staða íbúa í Grindavík hefur þarna mikil áhrif. Á sama tíma hefur byggingaframkvæmdum fækkað og er yfirvofandi samdráttur í byggingariðnaði. 18. apríl 2024 07:55 Grindvíkingar boða til mótmæla gegn Þórkötlu Boðað hefur verið til mótmæla á Austuvelli klukkan 17 á morgun, þar sem vinnubrögðum Fasteignafélagsins Þórkötlu verður mótmælt. Borið hefur á mikilli óánægju meðal Grindvíkinga, sem vilja fá eignir sínar keyptar upp sem fyrst. 17. apríl 2024 19:39 Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Enn er unnið umsóknum sem bárust í mars sem hafa einhver frávik. Þau snúa meðal annars að breytingum á fermetra fjölda, frávikum frá lögheimili í eigninni, húsum í byggingu, altjónshúsum og dánarbúum. Þórkatla gerir á bilinu 30 til 40 kaupsamninga á dag og stefnir að því að klára kaupsamning við alla þá 528 aðila sem sóttu um í mars í næstu viku. Í tilkynningu frá Þórkötlu kemur fram að félagið muni nú hefja úrvinnslu þeirra 130 umsókna sem bárust þeim í fyrri hluta aprílmánaðar. Þar kemur einnig fram að Þórkatla hefur þegar boðið eigendum um 415 húseigna í Grindavík kaupsamning til undirritunar eða rúmum 55 prósent allra umsækjenda. „Heilt á litið er ég mjög ánægður með framgang mála hjá okkur núna. Það að hafa gert vel á fimmta hundrað kaupsamninga á síðustu vikum þýðir að sambærilegur fjöldi fjölskyldna í Grindavík hefur fengið úrlausn sinna mála. Það tók okkur nokkurn tíma að ná tökum á þessu flókna verkefni en þetta er allt á góðri leið, enda frábær hópur sem stendur á bak við þetta verkefni þvert á stjórnkerfið,“ segir Örn Viðar Skúlason framkvæmdastjóri Fasteignafélagsins Þórkötlu. Þinglýstir kaupsamningar 30 milljarða virði Fyrir liggja 380 þinglýstir kaupsamningar að kaupverði um 30 milljarðar króna og hefur félagið greitt kaupsamningsgreiðslu í 358 viðskiptum að upphæð 17,5 milljarðar króna og yfirtekið lán frá 16 lánastofnunum að upphæð um níu milljarðar króna. Í tilkynningu félagsins segir að ýmis mál hafi flækt frágang nokkurra kaupsamninga svo sem þegar um er að ræða tryggingarbréf og veð frá einkaaðilum, kvaðir á húsum sem standa á lóðum í einkaeigu, útrunnin rafræn skilríki og ýmislegt annað. Þá hafi nokkrir aðilar kosið að undirrita ekki kaupsamning sem þeim barst frá Þórkötlu. Í slíkum tilvikum standi fólki til boða að fá sendan nýjan samning þegar umsóknir sem bárust í apríl hafa verið afgreiddar. „Við höfum átt nokkuð erfitt með að sinna öllum beinum fyrirspurnum frá seljendum nógu vel að undanförnu en höfum nú fengið kröftugan liðstyrk inn í þau mál sem ég á von á að skili sér strax á næstu dögum í betra viðbragði við fyrirspurnum,“ segir Örn Viðar. Taka við fyrstu eignunum Þórkatla undirbýr nú viðtökur á fyrstu eignunum. Það verður gert með sérstökum skilafundi með seljanda og úttektaraðila félagsins. Nokkrir seljendur hafa óskað eftir seinkun á fyrirhuguðum afhendingardegi og hefur félagið tekið vel í slíkar beiðnir seljenda. Slíkt getur kallað á tilfærslu á afsalsdegi og í þeim tilfellum er þörf á skriflegum viðauka við kaupsamning. Í tilkynningu segir að haft verði samband við seljendur varðandi útfærslu á þessu.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Fasteignamarkaður Efnahagsmál Tengdar fréttir Helmingurinn af búslóðinni í ruslið Grindvíkingar hafa neyðst til að henda gríðarlegum verðmætum undanfarið vegna búferlaflutninga. Að minnsta kosti hálf búslóðin fór í ruslið hjá einum þeirra. Annar segir að enginn vilji hirða dótið og Góði hirðirinn sé sprunginn. 29. apríl 2024 13:01 Bæjarstjórn fundaði með Þórkötlu Bæjarstjórn Grindavíkur fundaði nú á föstudaginn með forsvarsfólki fasteignafélagsins Þórkötlu sem stofnað var 27. febrúar 2024 sérstaklega til að annast kaup, umsýslu og ráðstöfun húsnæðis í Grindavík. Farið var yfir verkferla og hvernig unnið væri með málefni þeirra sem óskað hafa eftir uppkaupum. 22. apríl 2024 18:40 Fasteignamarkaðurinn hitnar en framkvæmdum fækkar Fasteignamarkaðurinn hitnaði verulega í febrúar og líklega í mars líka. Sömu áhrifa er á gæta á leigumarkaði þar sem verð hefur hækkað. Áhrifanna er að mestu að gæta á höfuðborgarsvæðinu og í sveitarfélögunum í kring. Staða íbúa í Grindavík hefur þarna mikil áhrif. Á sama tíma hefur byggingaframkvæmdum fækkað og er yfirvofandi samdráttur í byggingariðnaði. 18. apríl 2024 07:55 Grindvíkingar boða til mótmæla gegn Þórkötlu Boðað hefur verið til mótmæla á Austuvelli klukkan 17 á morgun, þar sem vinnubrögðum Fasteignafélagsins Þórkötlu verður mótmælt. Borið hefur á mikilli óánægju meðal Grindvíkinga, sem vilja fá eignir sínar keyptar upp sem fyrst. 17. apríl 2024 19:39 Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Helmingurinn af búslóðinni í ruslið Grindvíkingar hafa neyðst til að henda gríðarlegum verðmætum undanfarið vegna búferlaflutninga. Að minnsta kosti hálf búslóðin fór í ruslið hjá einum þeirra. Annar segir að enginn vilji hirða dótið og Góði hirðirinn sé sprunginn. 29. apríl 2024 13:01
Bæjarstjórn fundaði með Þórkötlu Bæjarstjórn Grindavíkur fundaði nú á föstudaginn með forsvarsfólki fasteignafélagsins Þórkötlu sem stofnað var 27. febrúar 2024 sérstaklega til að annast kaup, umsýslu og ráðstöfun húsnæðis í Grindavík. Farið var yfir verkferla og hvernig unnið væri með málefni þeirra sem óskað hafa eftir uppkaupum. 22. apríl 2024 18:40
Fasteignamarkaðurinn hitnar en framkvæmdum fækkar Fasteignamarkaðurinn hitnaði verulega í febrúar og líklega í mars líka. Sömu áhrifa er á gæta á leigumarkaði þar sem verð hefur hækkað. Áhrifanna er að mestu að gæta á höfuðborgarsvæðinu og í sveitarfélögunum í kring. Staða íbúa í Grindavík hefur þarna mikil áhrif. Á sama tíma hefur byggingaframkvæmdum fækkað og er yfirvofandi samdráttur í byggingariðnaði. 18. apríl 2024 07:55
Grindvíkingar boða til mótmæla gegn Þórkötlu Boðað hefur verið til mótmæla á Austuvelli klukkan 17 á morgun, þar sem vinnubrögðum Fasteignafélagsins Þórkötlu verður mótmælt. Borið hefur á mikilli óánægju meðal Grindvíkinga, sem vilja fá eignir sínar keyptar upp sem fyrst. 17. apríl 2024 19:39