Slökkviliðið telur að búið sé að ráða niðurlögum eldsins. Það hafi gengið mjög snarlega án þess að eldurinn hafi náð að dreifa sér eða læsa sig í „einhverja byggingu þarna“ segir Stefán Kristinsson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Allt tiltækt slökkvilið sé enn á staðnum og engin slys hafi orðið á fólki.
Eldur í iðnaðarhúsnæði á Höfða

Allt tiltækt slökkvilið var kallað til þegar eldur kviknaði í iðnaðarhúsnæði að Funahöfða í Reykjavík fyrir skömmu. Mikill eldsmatur var í húsinu en vel hefur gengið að ráða niðurlögum eldsins.