Innlent

Sækja veikan sjó­mann

Jón Þór Stefánsson skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar
Þyrla Landhelgisgæslunnar Vísir/Vilhelm

Þyrla Landhelgisgæslunnar tók á loft fyrir skömmu til þess að sækja veikan sjómann. Sjómaðurinn er á fiskiskipi suðvestur af Malarrifi á Snæfellsnesi.

Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við fréttastofu. Hann getur ekki sagt til um hversu alvarlegt ástand mannsins sé.

Um er að ræða annað sjúkraflug Landhelgisgæslunnar í dag. Annar sjómaður var sóttur með þyrlu í morgun. Sá hafði slasast á hendir við borð á skipi sem var að veiða út af Vestfjörðum. Það var klukkan 8:30.

Greint var frá því útkalli á Facebook-síðu gæslunnar, sem og fleiri verkefnum.

„Á ellefta tímanum barst Landhelgisgæslunni neyðarkall frá strandveiðibát sem tók inn á sig sjó vestur af Barðanum. Sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Vestfjörðum voru kallaðar út ásamt þyrlusveit Landhelgisgæslunnar. Vel gekk að dæla sjó úr bátnum sem fór í fylgd björgunarskips til Þingeyrar,“ segir í færslunni.

Þá voru björgunarsveitir einnig kallaðar út vegna strandveiðibáts sem sigldi á rekald og fékk í skrúfuna. Áhöfnin á björgunarskipinu Kobba Láka var kölluð út og tók bátinn í tog.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×