150 þolendum sinnt vegna ofbeldis í nánu sambandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. maí 2024 13:31 Jóhanna Erla (t.h.) og Agnes Björg Tryggvadóttir, sálfræðingur og teymisstjóri áfallateymis Landsspítalans fluttu erindið saman á ráðstefnunni á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Landsspítalinn hefur sinnt um 150 þolendum ofbeldis í nánu sambandi frá því að nýtt verkefni spítalans, sem kallast „Hof“ hófst í nóvember 2022 þar sem sérstakt áfallateymi er við störf á bráðamóttöku spítalans. Heilbrigðisstofnun Suðurlands stóð fyrir ráðstefnu í vikunni á Hótel Selfossi, sem bara yfirskriftina „Tölum saman um heimilisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum“. Nokkur erindi voru haldin og fyrirspurnum svarað. Ráðstefnan tókst einstaklega vel en nú er verið að innleiða á landsvísu innan heilbrigðisþjónustunnar samhæfing á verklagi við móttöku þolenda heimilisofbeldis en verkefnið kallast „Hof“. Jóhanna Erla Guðjónsdóttir, félagsráðgjafi á bráðamóttöku Landsspítalans í Fossvogi veit allt um nýja verkefnið. „Og það sem við erum líka að gera er einmitt að koma í veg fyrir að áverkar stigmagnist og við erum að reyna að koma í veg fyrir endurteknar komur á bráðamóttökuna og við erum fyrst og fremst að reyna að stíga inn í ferlið, sem fyrst. Nýja verkefnið hefur reynst mjög vel en það átti þetta að vera tilraunaverkefni til tveggja ára en eftir eitt ár kom í ljós að þetta var mjög þarft og var að sýna góða svörun þannig að það var gert að föstu verkefni og nú er þetta fast í fjárframlögum,“ segir Jóhanna Erla. Mikil ánægja er með nýja verkefni, sem kallast „Hof“.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og nú þegar hafa komið upp 150 ofbeldismál frá því að verkefnið hófst á Landsspítalanum. „Ég held að þetta sé bara toppurinn á ísjakanum þessi 150 mál,“ segir Jóhanna Erla og bætir við. „Þetta snýst um að þú verðir fyrir ofbeldi af hálfu einstaklings, sem er þér nátengdur eða náinn hvort sem það er núverandi maki, fyrrverandi maki, barnið þitt, foreldrið þitt, hvernig sem er, það er skilgreint, sem heimilisofbeldi.“ Erum við að tala um gróft ofbeldi eða? „Við erum að tala um allt ofbeldi, allar tegundir ofbeldis. Við erum að tala um andlegt, líkamlegt, kynferðislegt, fjárhagslegt, þú getur alltaf leitað til okkar. Það er töff að vinna í þessu umhverfi en mjög gefandi“, segir Jóhanna Erla. Ráðstefnan var fjölsótt og tókst einstaklega vel að mata ráðstefnugesta.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ein af glærum ráðstefnunnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Heilbrigðisstofnun Suðurlands Landspítalinn Heimilisofbeldi Mest lesið „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Fleiri fréttir Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Sjá meira
Heilbrigðisstofnun Suðurlands stóð fyrir ráðstefnu í vikunni á Hótel Selfossi, sem bara yfirskriftina „Tölum saman um heimilisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum“. Nokkur erindi voru haldin og fyrirspurnum svarað. Ráðstefnan tókst einstaklega vel en nú er verið að innleiða á landsvísu innan heilbrigðisþjónustunnar samhæfing á verklagi við móttöku þolenda heimilisofbeldis en verkefnið kallast „Hof“. Jóhanna Erla Guðjónsdóttir, félagsráðgjafi á bráðamóttöku Landsspítalans í Fossvogi veit allt um nýja verkefnið. „Og það sem við erum líka að gera er einmitt að koma í veg fyrir að áverkar stigmagnist og við erum að reyna að koma í veg fyrir endurteknar komur á bráðamóttökuna og við erum fyrst og fremst að reyna að stíga inn í ferlið, sem fyrst. Nýja verkefnið hefur reynst mjög vel en það átti þetta að vera tilraunaverkefni til tveggja ára en eftir eitt ár kom í ljós að þetta var mjög þarft og var að sýna góða svörun þannig að það var gert að föstu verkefni og nú er þetta fast í fjárframlögum,“ segir Jóhanna Erla. Mikil ánægja er með nýja verkefni, sem kallast „Hof“.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og nú þegar hafa komið upp 150 ofbeldismál frá því að verkefnið hófst á Landsspítalanum. „Ég held að þetta sé bara toppurinn á ísjakanum þessi 150 mál,“ segir Jóhanna Erla og bætir við. „Þetta snýst um að þú verðir fyrir ofbeldi af hálfu einstaklings, sem er þér nátengdur eða náinn hvort sem það er núverandi maki, fyrrverandi maki, barnið þitt, foreldrið þitt, hvernig sem er, það er skilgreint, sem heimilisofbeldi.“ Erum við að tala um gróft ofbeldi eða? „Við erum að tala um allt ofbeldi, allar tegundir ofbeldis. Við erum að tala um andlegt, líkamlegt, kynferðislegt, fjárhagslegt, þú getur alltaf leitað til okkar. Það er töff að vinna í þessu umhverfi en mjög gefandi“, segir Jóhanna Erla. Ráðstefnan var fjölsótt og tókst einstaklega vel að mata ráðstefnugesta.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ein af glærum ráðstefnunnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Heilbrigðisstofnun Suðurlands Landspítalinn Heimilisofbeldi Mest lesið „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Fleiri fréttir Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Sjá meira