Rekin út af fyrir litla töf, Nadía reddaði Fanneyju og Blikar sjóðheitir Sindri Sverrisson skrifar 9. maí 2024 12:31 Breiðablik hefur farið á kostum í upphafi tímabils í Bestu deildinni. vísir/Anton Það var nóg um að vera í Bestu deild kvenna í fótbolta í gær þegar þrír leikir fóru fram. Rauða spjaldið fór tvisvar á loft í Kaplakrika, hjá FH og Þrótti, en Breiðablik og Valur héldu áfram á sigurbraut. FH-ingar unnu dísætan sigur gegn Þrótti, 1-0, þar sem Breukelen Woodard skoraði sigurmarkið á sjöttu mínútu uppbótartíma. Skömmu áður hafði liðsfélagi hennar, Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir, fengið sitt annað gula spjald og þar með rautt. Það virtist vera fyrir afar litlar sakir en hún sparkaði boltanum frá sér rétt eftir að flautuð hafði verið rangstaða. Þróttur hafði áður mist Leu Björt Kristjánsdóttur af velli með beint rautt spjald á 66. mínútu, þegar hún braut af sér sem aftasti varnarmaður. Klippa: Mörkin og rauðu spjöldin hjá FH og Þrótti Í Kópavogi voru Blikar í miklu stuði og skoruðu fimm mörk gegn Stjörnunni í fyrri hálfleik, í 5-1 sigri. Agla María Albertsdóttir skoraði tvö þeirra og var það seinna afar glæsilegt, en Andrea Rut Bjarnadóttir, Vigdís Lilja Kristjánsdóttir og Birta Georgsdóttir voru einnig á skotskónum. Gyða Kristín Gunnarsdóttir minnkaði muninn í 2-1 fyrir Stjörnuna, þegar aðeins fimm mínútur voru búnar af leiknum. Klippa: Mörk Breiðabliks og Stjörnunnar Blikar eru með fullt hús stiga eins og Valur sem slapp með skrekkinn í Keflavík og vann 2-1 sigur. Keflvíkingar komust yfir þegar landsliðsmarkvörðurinn Fanney Inga Birkisdóttir gerði sjaldséð mistök og missti fyrirgjöf Elvu Karenar Magnúsdóttur í markið. Það kom þó ekki að sök því Fanndís Friðriksdóttir jafnaði metin á 55. mínútu, með föstu skoti sem fór af varnarmanni, og Nadía Atladóttir skoraði svo sigurmarkið eftir góðan samleik við Katie Cousins. Klippa: Mörk Keflavíkur og Vals Fjórðu umferð deildarinnar lýkur í dag þegar Víkingur tekur á móti Þór/KA og Tindastóll mætir Fylki á Akureyri. Leikirnir hefjast klukkan 16, í beinni útsendingu, og verða svo gerðir upp í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport 5 klukkan 18. Besta deild kvenna Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sjá meira
FH-ingar unnu dísætan sigur gegn Þrótti, 1-0, þar sem Breukelen Woodard skoraði sigurmarkið á sjöttu mínútu uppbótartíma. Skömmu áður hafði liðsfélagi hennar, Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir, fengið sitt annað gula spjald og þar með rautt. Það virtist vera fyrir afar litlar sakir en hún sparkaði boltanum frá sér rétt eftir að flautuð hafði verið rangstaða. Þróttur hafði áður mist Leu Björt Kristjánsdóttur af velli með beint rautt spjald á 66. mínútu, þegar hún braut af sér sem aftasti varnarmaður. Klippa: Mörkin og rauðu spjöldin hjá FH og Þrótti Í Kópavogi voru Blikar í miklu stuði og skoruðu fimm mörk gegn Stjörnunni í fyrri hálfleik, í 5-1 sigri. Agla María Albertsdóttir skoraði tvö þeirra og var það seinna afar glæsilegt, en Andrea Rut Bjarnadóttir, Vigdís Lilja Kristjánsdóttir og Birta Georgsdóttir voru einnig á skotskónum. Gyða Kristín Gunnarsdóttir minnkaði muninn í 2-1 fyrir Stjörnuna, þegar aðeins fimm mínútur voru búnar af leiknum. Klippa: Mörk Breiðabliks og Stjörnunnar Blikar eru með fullt hús stiga eins og Valur sem slapp með skrekkinn í Keflavík og vann 2-1 sigur. Keflvíkingar komust yfir þegar landsliðsmarkvörðurinn Fanney Inga Birkisdóttir gerði sjaldséð mistök og missti fyrirgjöf Elvu Karenar Magnúsdóttur í markið. Það kom þó ekki að sök því Fanndís Friðriksdóttir jafnaði metin á 55. mínútu, með föstu skoti sem fór af varnarmanni, og Nadía Atladóttir skoraði svo sigurmarkið eftir góðan samleik við Katie Cousins. Klippa: Mörk Keflavíkur og Vals Fjórðu umferð deildarinnar lýkur í dag þegar Víkingur tekur á móti Þór/KA og Tindastóll mætir Fylki á Akureyri. Leikirnir hefjast klukkan 16, í beinni útsendingu, og verða svo gerðir upp í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport 5 klukkan 18.
Besta deild kvenna Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sjá meira