Innlent

Stóra Svört bar fimm svörtum lömbum

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Harpa með lömbin fimm ásamt Stóru Svört. Hún dró þau öll úr henni. Fyrsta lambið lá þvert fyrir, tvö voru afturábak og tvö sneru rétt.
Harpa með lömbin fimm ásamt Stóru Svört. Hún dró þau öll úr henni. Fyrsta lambið lá þvert fyrir, tvö voru afturábak og tvö sneru rétt. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Ærin Stóra Svört á bænum Bjarnanesi í Hornafirði gerði sér lítið fyrir og bar fimm hraustlegum lömbum í gær, sem öll eru svört eins og foreldrar sínir. Ærin er sex vetra en hún var geld þegar hún var gemlingur en hefur fjórum sinnum verið fjórlemd og svo fimmlemd núna.

„Faðir lambanna er svartur, heimaalinn og heitir Krúser og hann er sonur Ramma af sæðingarstöðinni. Lömbin eru einn hrútur og fjórar gimbrar. Við fáum yfirleitt eina fimmlembu á ári og höfum gaman af því,“ segir Harpa Baldursdóttir sauðfjárbóndi en á bænum eru um þúsund fjár. „Sauðburðurinn gengur vel, lömbin eru stór og hraust og er um það bil að verða hálfnaður,“ bætir Harpa við.

Harpa segir að Stóra Svört sé með þokugen, sem er frjósemisgen, sem kom fyrst upp á Smyrlabjörgum í Suðursveit fyrir mörgum árum.Aðsend



Fleiri fréttir

Sjá meira


×