„Hann hættir bara ekki” Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 11. maí 2024 08:02 Aron kveðst uggandi yfir því að einstaklingur sem augljóslega sé veikur á geði fái að vaða uppi með þessum hætti. Samsett Aron Kristinn Lýðsson hefur í tæpt ár setið undir linnulausu áreiti af hálfu einstaklings sem siglir undir fölsku flaggi á samfélagsmiðlum. Einstaklingurinn hefur borið á hann ásakanir um þjófnað og líkamsárás sem eigi sér enga stoð í veruleikanum, og áreitt hann stöðugt með símtölum og skilaboðum. Áreitið hafi náð hámarki á dögunum þegar hann sendi Aroni sprengjuhótun. Aron hefur leitað til lögreglu vegna áreitisins en þar sem að einstaklingurinn hefur ekki lagt á hann hendur virðist takmarkað vera hægt að gera. Hófst með athugasemd á Facebook Aron segir að upphafið megi til þess að fyrir tæpum tveimur og hálfu ári ritaði hann athugasemd undir frétt á Facebook, og það gerði umræddur einstaklingur sömuleiðis. „Og í kjölfarið urðu til einhverjar samræður þarna á þræðinum okkar á milli, út frá ólíkum skoðunum.“ Hann segir samræðurnar hafa þróast út í átök þeirra á milli þar sem einstaklingurinn fór langt yfir strikið. „Á þessum tíma var kærastan mín nýlega látin, og hann notaði það til að ná til mín, greinilega til að ergja mig,” segir hann og viðurkennir að hann hafi svarað einstaklingum fullum hálsi, og ekki með fögrum orðum. „Þá afsakaði hann sig með því að segja að hann væri með ódæmigerða einhverfu og þroskahömlun. Ég endaði síðan á því að „blokka“ hann á Facebook.“ Nafn einstaklingsins á Facebook er hvergi að finna í þjóðskrá og kemur heldur ekki heim og saman við fæðingardaginn og árið sem hann gefur upp á Facebook-síðu sinni. Prófílmyndin er af bandarískum manni. Það er því augljóst að um að falskan aðgang er að ræða. Aron segist ekkert hafa heyrt eða séð neitt frá einstaklingnum fyrr en tæpu einu og hálfu ári seinna. Það var í júlí á seinasta ári. „Þá byrjaði hann allt í einu að setja færslur inn á hinar og þessar grúbbur á Facebook þar sem hann nafngreindi mig og sakaði mig um að hafa brotist inn ásamt öðrum og stolið verkfærum af aldraðri móður hans. Hann lét fylgja með myndir úr öryggismyndavél sem sýna tvo menn og það sést greinilega á þeim að það er ekki ég. Ég vissi ekki af því að hann væri að pósta þessu út um allt fyrr en vinkona mín hafði samband og spurði mig hvað væri eiginlega í gangi. Þetta gekk svo langt að yfirmaður minn endaði á því að hafa samband við mig til að spyrja mig út í þetta.“ Lítil viðbrögð af hálfu lögreglu Aron segist hafa leitað til lögreglu vegna málsins tæpum mánuði eftir að áreitið hófst í fyrra. Þar hafi honum verið ráðlagt að safna saman skjáskotum af umræddum Facebook-færslum og senda inn til lögreglunnar. „Ég gerði það og var þá sagt að þetta yrði skoðað, en síðan þá hef ég ekkert heyrt. Það virðist voðalega lítið vera hægt að gera í þessu. Aðrir lögreglumenn sem ég hef talað við hafa í raun allir sagt það sama: „Við getum ekki gert neitt, nema hann geri þér eitthvað.“ Aron kveðst hafa verið í það miklu uppnámi eftir að einstaklingurinn fór að birta færslunar að hann ákvað að opna aftur fyrir aðgang hans á Facebook, til að geta sent honum skilaboð og krafið hann útskýringa. Hann hafi síðan ekki svarað einstaklingnum en ákveðið að stilla aðgang hans á takmarkað (restricted) – í þeim tilgangi að geta skrásett allt áreiti af hans hálfu og safnað saman skjáskotum til sönnunar. „Síðan gerist það fyrir seinstu jól að hann byrjar að hringja í mig stanslaust í gegnum messenger, endalaust, bæði á daginn og á nóttunni,” segir Aron og bætir við að einstaklingurinn hafi sömuleiðis áreitt móður hans; sent henni skilaboð og birt myndir af henni á Facebook síðu sinni. Á sama tíma hafi einstaklingurinn haldið áfram að birta færslur á Facebook þar sem hann sakar Aron um þjófnað og líkamsárásir. Hann sakar Aron ýmist um að hafa rænt aldraða móður hans eða látinn föður hans. Í öðrum færslum heldur hann því ýmist fram að Aron hafi ráðist á móður hans eða ömmu hans. „Í einni færslunni, sem birtist inni á Brask og Brall hópnum óskaði hann eftir handrukkurum sem hann ætlaði að senda á mig, og bauð greiðslu upp á 350 þúsund krónur. Sem betur fer voru stjórnendur hópsins fljótir að taka færsluna út. ” Einstaklingurinn hefur deilt færslunni inni á ótal hópum á facebook.Skjáskot Facebook gerir ekkert Aron hefur undir höndum rúmlega 200 skjáskot af skilaboðum og hringingum frá einstaklingnum. Í einum af skilaboðunum hótar einstaklingurinn að sprengja upp vinnustaðinn hans. „Ég hef aldrei tekið fram neins staðar hvar ég vinn og ég hef ekki hugmynd um hvernig hann komst að því,” segir hann. Skjáskot „Ég hef ekki tölu á því hversu oft ég hef „reportað” aðganginn hans til Facebook, og það hafa margir vinir mínir gert sömuleiðis. En það hefur ekki skilað neinu. Það eru greinilega einhverjar gloppur í kerfinu hjá Facebook. Og það er alveg sama hversu margir eru búnir að kommenta undir færslurnar hans og segja honum að hætta þessu, af því að sjá allir að þetta er algjört kjaftæði. Hann hættir bara ekki.” Aron segjast vita með vissu að hann sé ekki eina fórnarlamb þessa netníðings. „Það eru nokkrir búnir að hafa samband við mig og segjast hafa lent í honum, og fólk úti á götu sem ég þekki ekkert er að spyrja mig út í þetta.“ Hann bætir við að þetta hafi meira að segja gengið svo langt að einstaklingur sem er þekktur í undirheimunum hér á landi hafi haft samband og boðist til að „sjá um gæjann.“ Aron segist skiljanlega ekki hafa tekið slíkt í mál. Aron tekur fram að hann óski þess ekki að fólk reyni að hafa samband við þennan einstakling eða leita hann uppi. „Það eina sem ég myndi vilja biðja fólk um, ef það sér færslur frá honum. er að taka skjáskot og „reporta“ færsluna.“ Hann kveðst uggandi yfir því að einstaklingur sem augljóslega sé veikur á geði fái að vaða uppi með þessum hætti. „Þetta er fyrst og fremst bara virkilega óþægilegt, og pirrandi. Ég hugga mig svona við það að ef hann myndi gera mér eitthvað þá er ég hvort sem er meira og minna alltaf í vinnunni og þar eru öryggismyndavélar út um allt.“ Netglæpir Netöryggi Facebook Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Sjá meira
Áreitið hafi náð hámarki á dögunum þegar hann sendi Aroni sprengjuhótun. Aron hefur leitað til lögreglu vegna áreitisins en þar sem að einstaklingurinn hefur ekki lagt á hann hendur virðist takmarkað vera hægt að gera. Hófst með athugasemd á Facebook Aron segir að upphafið megi til þess að fyrir tæpum tveimur og hálfu ári ritaði hann athugasemd undir frétt á Facebook, og það gerði umræddur einstaklingur sömuleiðis. „Og í kjölfarið urðu til einhverjar samræður þarna á þræðinum okkar á milli, út frá ólíkum skoðunum.“ Hann segir samræðurnar hafa þróast út í átök þeirra á milli þar sem einstaklingurinn fór langt yfir strikið. „Á þessum tíma var kærastan mín nýlega látin, og hann notaði það til að ná til mín, greinilega til að ergja mig,” segir hann og viðurkennir að hann hafi svarað einstaklingum fullum hálsi, og ekki með fögrum orðum. „Þá afsakaði hann sig með því að segja að hann væri með ódæmigerða einhverfu og þroskahömlun. Ég endaði síðan á því að „blokka“ hann á Facebook.“ Nafn einstaklingsins á Facebook er hvergi að finna í þjóðskrá og kemur heldur ekki heim og saman við fæðingardaginn og árið sem hann gefur upp á Facebook-síðu sinni. Prófílmyndin er af bandarískum manni. Það er því augljóst að um að falskan aðgang er að ræða. Aron segist ekkert hafa heyrt eða séð neitt frá einstaklingnum fyrr en tæpu einu og hálfu ári seinna. Það var í júlí á seinasta ári. „Þá byrjaði hann allt í einu að setja færslur inn á hinar og þessar grúbbur á Facebook þar sem hann nafngreindi mig og sakaði mig um að hafa brotist inn ásamt öðrum og stolið verkfærum af aldraðri móður hans. Hann lét fylgja með myndir úr öryggismyndavél sem sýna tvo menn og það sést greinilega á þeim að það er ekki ég. Ég vissi ekki af því að hann væri að pósta þessu út um allt fyrr en vinkona mín hafði samband og spurði mig hvað væri eiginlega í gangi. Þetta gekk svo langt að yfirmaður minn endaði á því að hafa samband við mig til að spyrja mig út í þetta.“ Lítil viðbrögð af hálfu lögreglu Aron segist hafa leitað til lögreglu vegna málsins tæpum mánuði eftir að áreitið hófst í fyrra. Þar hafi honum verið ráðlagt að safna saman skjáskotum af umræddum Facebook-færslum og senda inn til lögreglunnar. „Ég gerði það og var þá sagt að þetta yrði skoðað, en síðan þá hef ég ekkert heyrt. Það virðist voðalega lítið vera hægt að gera í þessu. Aðrir lögreglumenn sem ég hef talað við hafa í raun allir sagt það sama: „Við getum ekki gert neitt, nema hann geri þér eitthvað.“ Aron kveðst hafa verið í það miklu uppnámi eftir að einstaklingurinn fór að birta færslunar að hann ákvað að opna aftur fyrir aðgang hans á Facebook, til að geta sent honum skilaboð og krafið hann útskýringa. Hann hafi síðan ekki svarað einstaklingnum en ákveðið að stilla aðgang hans á takmarkað (restricted) – í þeim tilgangi að geta skrásett allt áreiti af hans hálfu og safnað saman skjáskotum til sönnunar. „Síðan gerist það fyrir seinstu jól að hann byrjar að hringja í mig stanslaust í gegnum messenger, endalaust, bæði á daginn og á nóttunni,” segir Aron og bætir við að einstaklingurinn hafi sömuleiðis áreitt móður hans; sent henni skilaboð og birt myndir af henni á Facebook síðu sinni. Á sama tíma hafi einstaklingurinn haldið áfram að birta færslur á Facebook þar sem hann sakar Aron um þjófnað og líkamsárásir. Hann sakar Aron ýmist um að hafa rænt aldraða móður hans eða látinn föður hans. Í öðrum færslum heldur hann því ýmist fram að Aron hafi ráðist á móður hans eða ömmu hans. „Í einni færslunni, sem birtist inni á Brask og Brall hópnum óskaði hann eftir handrukkurum sem hann ætlaði að senda á mig, og bauð greiðslu upp á 350 þúsund krónur. Sem betur fer voru stjórnendur hópsins fljótir að taka færsluna út. ” Einstaklingurinn hefur deilt færslunni inni á ótal hópum á facebook.Skjáskot Facebook gerir ekkert Aron hefur undir höndum rúmlega 200 skjáskot af skilaboðum og hringingum frá einstaklingnum. Í einum af skilaboðunum hótar einstaklingurinn að sprengja upp vinnustaðinn hans. „Ég hef aldrei tekið fram neins staðar hvar ég vinn og ég hef ekki hugmynd um hvernig hann komst að því,” segir hann. Skjáskot „Ég hef ekki tölu á því hversu oft ég hef „reportað” aðganginn hans til Facebook, og það hafa margir vinir mínir gert sömuleiðis. En það hefur ekki skilað neinu. Það eru greinilega einhverjar gloppur í kerfinu hjá Facebook. Og það er alveg sama hversu margir eru búnir að kommenta undir færslurnar hans og segja honum að hætta þessu, af því að sjá allir að þetta er algjört kjaftæði. Hann hættir bara ekki.” Aron segjast vita með vissu að hann sé ekki eina fórnarlamb þessa netníðings. „Það eru nokkrir búnir að hafa samband við mig og segjast hafa lent í honum, og fólk úti á götu sem ég þekki ekkert er að spyrja mig út í þetta.“ Hann bætir við að þetta hafi meira að segja gengið svo langt að einstaklingur sem er þekktur í undirheimunum hér á landi hafi haft samband og boðist til að „sjá um gæjann.“ Aron segist skiljanlega ekki hafa tekið slíkt í mál. Aron tekur fram að hann óski þess ekki að fólk reyni að hafa samband við þennan einstakling eða leita hann uppi. „Það eina sem ég myndi vilja biðja fólk um, ef það sér færslur frá honum. er að taka skjáskot og „reporta“ færsluna.“ Hann kveðst uggandi yfir því að einstaklingur sem augljóslega sé veikur á geði fái að vaða uppi með þessum hætti. „Þetta er fyrst og fremst bara virkilega óþægilegt, og pirrandi. Ég hugga mig svona við það að ef hann myndi gera mér eitthvað þá er ég hvort sem er meira og minna alltaf í vinnunni og þar eru öryggismyndavélar út um allt.“
Netglæpir Netöryggi Facebook Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Sjá meira