Haltrandi Luka Doncic leiddi Dallas til sigurs og Boston tapaði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2024 06:31 Luka Doncic fagnar körfu í sigri Dallas Mavericks í Oklahoma City í nótt. Getty/Joshua Gateley Það er allt jafnt í tveimur undanúrslitaeinvígum í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta eftir að Dallas Mavericks og Cleveland Cavaliers unnu bæði útisigra í nótt. Luka Doncic skoraði 29 stig, tók 10 fráköst og gaf 7 stoðsendingar þegar Dallas Mavericks vann 119-100 sigur á Oklahoma City Thunder. Staðan er því 1-1 í einvíginu en þetta var fyrsti tapleikurinn hjá Thunder í allri úrslitakeppninni. Doncic haltraði um völlinn, tognaður á öðru hnénu og blóðugur á hinu. „Ég held að þetta hafi verið einn erfiðasti leikurinn sem ég þurft að spila. Ég er að berjast þarna úti á gólfinu til að reyna að hjálpa mínu liði að vinna,“ sagði Doncic eftir leikinn. Dallas fékk líka óvænta frammistöðu frá P.J. Washington sem var með 29 stig, 11 fráköst og hitti úr 7 af 11 þriggja stiga skotum sínum. Kyrie Irving var aðeins með 9 stig en gaf 11 stoðsendingar. Shai Gilgeous-Alexander var með 33 stig, 12 fráköst og 8 stoðsendingar fyrir Thunder og Jalen Williams bætti við 20 stigum. Luka Doncic comes up big and P.J. Washington drops playoff career-highs across the board to lift the @dallasmavs to the Game 2 victory, tying the series 1-1!Luka: 29 PTS | 10 REB | 7 AST | 5 3PMP.J.: 29 PTS | 11 REB | 4 AST | 7 3PM#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/oiIy95lzOB— NBA (@NBA) May 10, 2024 Donovan Mitchell var með 29 stig, 8 stoðsendingar og 71 prósent þriggja stiga nýtingu (5 af 7) fyrir Cleveland Cavaliers sem jafnaði einvígið á móti Boston Celtics með 118-94 sigri í Boston. Celtics vann fyrsta leikinn með 25 stigum en það er ljóst á þessum úrslitum að Cleveland er sýnd veiði en ekki gefin í þessu einvígi. Þetta var fyrsti útisigur Cavaliers í þessari úrslitakeppni eftir að hafa unnið einvígið við Orlando Magic í fyrstu umferðinni í oddaleik. Mitchell fékk líka meiri hjálp en í fyrsta leiknum en í þriðja leikhluta skoraði hann sextán stig og Cleveland vann hann með tólf stigum, 36-24. Eftir það var liðið með gott tak á leiknum og vann að lokum öruggan sigur. Evan Mobley var með 21 stig og 10 fráköst fyrir Cavs og Caris LeVert kom með 21 stig inn af bekknum. Jayson Tatum skoraði 25 stig fyrir Boston og Jaylen Brown var með 19 stig. Derrick White skoraði 25 stig í leik eitt en var bara með 10 stig og klikkaði á sjö af átta þriggja stiga skotum sínum. Donovan Mitchell, Evan Mobley and Caris LeVert come up HUGE in Game 2, combining for 71 PTS as the @cavs tie the series 1-1!Mitchell: 29 PTS | 7 REB | 8 AST | 5 3PMMobley: 21 PTS | 10 REB | 5 AST | 2 BLKLeVert: 21 PTS | 6 REB | 3 AST#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/yQLaTKqvjF— NBA (@NBA) May 10, 2024 NBA Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Handbolti Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Fótbolti „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Handbolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Enski boltinn Fleiri fréttir Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Sjá meira
Luka Doncic skoraði 29 stig, tók 10 fráköst og gaf 7 stoðsendingar þegar Dallas Mavericks vann 119-100 sigur á Oklahoma City Thunder. Staðan er því 1-1 í einvíginu en þetta var fyrsti tapleikurinn hjá Thunder í allri úrslitakeppninni. Doncic haltraði um völlinn, tognaður á öðru hnénu og blóðugur á hinu. „Ég held að þetta hafi verið einn erfiðasti leikurinn sem ég þurft að spila. Ég er að berjast þarna úti á gólfinu til að reyna að hjálpa mínu liði að vinna,“ sagði Doncic eftir leikinn. Dallas fékk líka óvænta frammistöðu frá P.J. Washington sem var með 29 stig, 11 fráköst og hitti úr 7 af 11 þriggja stiga skotum sínum. Kyrie Irving var aðeins með 9 stig en gaf 11 stoðsendingar. Shai Gilgeous-Alexander var með 33 stig, 12 fráköst og 8 stoðsendingar fyrir Thunder og Jalen Williams bætti við 20 stigum. Luka Doncic comes up big and P.J. Washington drops playoff career-highs across the board to lift the @dallasmavs to the Game 2 victory, tying the series 1-1!Luka: 29 PTS | 10 REB | 7 AST | 5 3PMP.J.: 29 PTS | 11 REB | 4 AST | 7 3PM#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/oiIy95lzOB— NBA (@NBA) May 10, 2024 Donovan Mitchell var með 29 stig, 8 stoðsendingar og 71 prósent þriggja stiga nýtingu (5 af 7) fyrir Cleveland Cavaliers sem jafnaði einvígið á móti Boston Celtics með 118-94 sigri í Boston. Celtics vann fyrsta leikinn með 25 stigum en það er ljóst á þessum úrslitum að Cleveland er sýnd veiði en ekki gefin í þessu einvígi. Þetta var fyrsti útisigur Cavaliers í þessari úrslitakeppni eftir að hafa unnið einvígið við Orlando Magic í fyrstu umferðinni í oddaleik. Mitchell fékk líka meiri hjálp en í fyrsta leiknum en í þriðja leikhluta skoraði hann sextán stig og Cleveland vann hann með tólf stigum, 36-24. Eftir það var liðið með gott tak á leiknum og vann að lokum öruggan sigur. Evan Mobley var með 21 stig og 10 fráköst fyrir Cavs og Caris LeVert kom með 21 stig inn af bekknum. Jayson Tatum skoraði 25 stig fyrir Boston og Jaylen Brown var með 19 stig. Derrick White skoraði 25 stig í leik eitt en var bara með 10 stig og klikkaði á sjö af átta þriggja stiga skotum sínum. Donovan Mitchell, Evan Mobley and Caris LeVert come up HUGE in Game 2, combining for 71 PTS as the @cavs tie the series 1-1!Mitchell: 29 PTS | 7 REB | 8 AST | 5 3PMMobley: 21 PTS | 10 REB | 5 AST | 2 BLKLeVert: 21 PTS | 6 REB | 3 AST#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/yQLaTKqvjF— NBA (@NBA) May 10, 2024
NBA Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Handbolti Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Fótbolti „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Handbolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Enski boltinn Fleiri fréttir Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Sjá meira