Að lokinni keppni var stigagjöf íslenskra áhorfenda kynnt og skiptust stigin á eftirfarandi hátt:
- 12 stig: Króatía
- 10 stig: Frakkland
- 8 stig: Ísrael
- 7 stig: Svíþjóð
- 6 stig: Sviss
- 5 stig: Úkraína
- 4 stig: Litháen
- 3 stig: Írland
- 2 stig: Þýskaland
- 1 stig: Finnland
Íslenska dómnefndin gaf einnig stig sem Friðrik Ómar kynnti í kvöld með Borgarnes í bakgrunni. „Borgarnes city“ eins og Friðrik orðaði það. Stig dómnefndar skiptust á eftirfarandi hátt:
- 12 stig: Frakkland
- 10 stig: Króatía
- 8 stig: Bretland
- 7 stig: Írland
- 6 stig: Sviss
- 5 stig: Armenía
- 4 stig: Portúgal
- 3 stig: Úkraína
- 2 stig: Þýskaland
- 1 stig: Svíþjóð
