„Skulda mér mikinn pening þarna hjá Lyngby“ Aron Guðmundsson skrifar 12. maí 2024 12:23 Andri Lucas Guðjohnsen virðist á förum frá danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby. Það kemur Frey Alexanderssyni, fyrrverandi þjálfari Lyngby, ekki á óvart hversu vel Andri hefur staðið sig upp á síðkastið Vísir/Samsett mynd „Þeir skulda mér mikinn pening þarna hjá Lyngby,“ sagði Freyr Alexandersson, fyrrverandi þjálfari Lyngby í kímni og hló svo dátt í kjölfarið að sögn blaðamanns Tipsbladet sem náði í skottið á honum áðan til að spyrja út í möguleg félagsskipti Andra Lucasar Guðjohnsen frá Lyngby til belgíska úrvalsdeildarfélagsins Gent sem virðist nálægt því að kaupa íslenska landsliðsframherjann. Kaup Gent á Andra Lucasi virðast vera mjög nálægt því að ganga í gegn. Belgíski miðilinn HLN greindi frá því í morgun að Andri Lucas væri mættur til Belgíu með föður sínum, Eiði Smára Guðjohnsen, í viðræður við forráðamenn Gent. Heimildir Tipsbladet herma að Gent hafi gert tilboð í Andra Lucas. Tilboð sem forráðamönnum Lyngby leist vel á og gáfu í kjölfarið íslenska landsliðsframherjanum leyfi til að ferðast til Belgíu og hefja viðræður við Gent. Ekki er langt síðan að Andri Lucas, sem kom fyrst á láni til Lyngby frá Norrköping, var keyptur til danska félagsins á slikk. Í raun gerðist það bara í síðasta mánuði og skrifaði Andri Lucas undir þriggja ára samning við Lyngby. Frammistaða Íslendingsins á yfirstandandi tímabili hefur verið frábær. Andri Lucas er markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir og því var það í raun aðeins tímaspursmál hvenær hann fengi tækifæri til að taka næsta skref á sínum ferli. Nú horfir Lyngby fram á það að græða vel á sölu Andra Lucasar. Það kemur Frey Alexanderssyni, fyrrverandi þjálfara Lyngby sem var keyptur til KV Kortrijk í Belgíu fyrr á árinu, ekki á óvart að Andri Lucas sé að vekja svona mikla athygli. Nú horfir hann mögulega fram á það að mæta honum í belgísku úrvalsdeildinni, gangi allt eftir óskum bæði hjá Andra sjálfum og svo hjá Kortrijk sem er á leiðinni í umspil um sæti í deildinni. „Ég er ánægður fyrir hönd allra í þessu máli. Í þessu græða allir og þetta er frábær saga. Við gerðum vel í að fá Andra Lucas til Lyngby á sínum tíma. Þar nýttum við okkur góð sambönd, grunnurinn var til staðar og áætlun okkar um tveggja manna sóknarlínu féll vel í kramið. Andri var þá í erfiðri stöðu hjá Norrköping, sem spilaði aðeins með einn sóknarmann. Glen Riddersholm, þjálfari Norrköping, átti erfitt með að finna pláss fyrir Andra. Það sem Andri Lucas þarf er traust og spilatíma. Hann treysti mér þegar að hann skipti yfir til Lyngby og við sýndum honum fram á umhverfi sem hann gat þrífst í. Þá er það rós í hnappagat Lyngby að hafa tekið svona vel á móti honum því það var enginn vafi á því í mínum huga að hann myndi standa sig í stykkinu og fara langt.“ Danski boltinn Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Sjá meira
Kaup Gent á Andra Lucasi virðast vera mjög nálægt því að ganga í gegn. Belgíski miðilinn HLN greindi frá því í morgun að Andri Lucas væri mættur til Belgíu með föður sínum, Eiði Smára Guðjohnsen, í viðræður við forráðamenn Gent. Heimildir Tipsbladet herma að Gent hafi gert tilboð í Andra Lucas. Tilboð sem forráðamönnum Lyngby leist vel á og gáfu í kjölfarið íslenska landsliðsframherjanum leyfi til að ferðast til Belgíu og hefja viðræður við Gent. Ekki er langt síðan að Andri Lucas, sem kom fyrst á láni til Lyngby frá Norrköping, var keyptur til danska félagsins á slikk. Í raun gerðist það bara í síðasta mánuði og skrifaði Andri Lucas undir þriggja ára samning við Lyngby. Frammistaða Íslendingsins á yfirstandandi tímabili hefur verið frábær. Andri Lucas er markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir og því var það í raun aðeins tímaspursmál hvenær hann fengi tækifæri til að taka næsta skref á sínum ferli. Nú horfir Lyngby fram á það að græða vel á sölu Andra Lucasar. Það kemur Frey Alexanderssyni, fyrrverandi þjálfara Lyngby sem var keyptur til KV Kortrijk í Belgíu fyrr á árinu, ekki á óvart að Andri Lucas sé að vekja svona mikla athygli. Nú horfir hann mögulega fram á það að mæta honum í belgísku úrvalsdeildinni, gangi allt eftir óskum bæði hjá Andra sjálfum og svo hjá Kortrijk sem er á leiðinni í umspil um sæti í deildinni. „Ég er ánægður fyrir hönd allra í þessu máli. Í þessu græða allir og þetta er frábær saga. Við gerðum vel í að fá Andra Lucas til Lyngby á sínum tíma. Þar nýttum við okkur góð sambönd, grunnurinn var til staðar og áætlun okkar um tveggja manna sóknarlínu féll vel í kramið. Andri var þá í erfiðri stöðu hjá Norrköping, sem spilaði aðeins með einn sóknarmann. Glen Riddersholm, þjálfari Norrköping, átti erfitt með að finna pláss fyrir Andra. Það sem Andri Lucas þarf er traust og spilatíma. Hann treysti mér þegar að hann skipti yfir til Lyngby og við sýndum honum fram á umhverfi sem hann gat þrífst í. Þá er það rós í hnappagat Lyngby að hafa tekið svona vel á móti honum því það var enginn vafi á því í mínum huga að hann myndi standa sig í stykkinu og fara langt.“
Danski boltinn Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Sjá meira