Austurfrétt greinir frá. Þar segir að húsnæðið sem um ræðir sé að Miðási 18 og hafi hýs starfsemi fjarskiptafyrirtækisins Austurljóss. Í hinum enda hússins sé líkkistusmiðja, en verið er að reyna koma í veg fyrir að eldurinn berist þangað.
Slökkviliðið var fljótt á staðinn og í frétt Austurfréttar segir að eldur hafi snarlega verið kveðinn niður og reykkafarar hafi fljótlega farið inn.
Ekki náðist í lögreglu eða slökkviliðið við vinnslu fréttarinnar.