Hver á að setja málið á dagskrá? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 12. maí 2024 19:00 Fróðleg grein birtist á Vísir.is fyrir helgi eftir Jón Steindór Valdimarsson, formann Evrópuhreyfingarinnar og fyrrverandi þingmann Viðreisnar, í tilefni af degi Evrópusambandsins 9. maí. Á þeim degi árið 1950 var svonefnd Schuman-yfirlýsing flutt af þáverandi utanríkisráðherra Frakklands, Robert Schuman, sem markaði upphaf þess sem við þekkjum sem Evrópusambandið í dag. Þar kom meðal annars fram að fyrst skrefið í þeim efnum væri að koma kola- og stálframleiðslu undir eina stjórn en lokaskrefið væri evrópskt sambandsríki. Talsmenn þess að Ísland gangi í Evrópusambandið minnast árlega dags sambandsins og þá um leið gjarnan Schuman-yfirlýsingarinnar en hafa hins vegar aldrei orð á lokamarkmiði samrunans innan þess. Á sama tíma eru skoðanasystkin þeirra á meginlandinu mun ófeimnari í þeim efnum. Til að mynda er þannig lögð áherzla á áframhaldandi þróun Evrópusambandsins í átt að sambandsríki í stjórnarsáttmála sitjandi ríkisstjórnar Þýzkalands en hana mynda meðal annars þýzkir systurflokkar Viðreisnar og Samfylkingarinnar. Formaðurinn segir meðal annars í greininni að setja eigi inngöngu í Evrópusambandið „á dagskrá af fullri alvöru í umræðu almennings og ekki síður á vettvangi stjórnmálanna.“ Óneitanlega athyglisverð orð. Á sama tíma gerir hann að því skóna í greininni að meirihluti landsmanna vilji ganga í sambandið. Hvers vegna er málið þá ekki á dagskrá „af fullri alvöru“ í umræðu almennings svo notuð séu hans eigin orð? Hvað kemur í veg fyrir það? Mögulega er ástæða sú að í raun er í bezta falli fyrir að fara afar takmörkuðum áhuga á málinu. Hvað stjórnmálin varðar er það vitanlega á ábyrgð Viðreisnar að setja inngöngu í Evrópusambandið á dagskrá á þeim vettvangi sem eina stjórnmálaflokksins sem leggur áherzlu á málið. Það er til dæmis ekki hlutverk stjórnarflokkanna sem allir eru andvígir inngöngu í sambandið og voru ekki sízt kosnir út á þá stefnu. Samfylkingin hefur að vísu ekki breytt um stefnu en lagt málið til hliðar. Meðal annars í kjölfar þess stórjókst fylgi flokksins sem og andstaða við inngöngu í Evrópusambandið á meðal stuðningsmanna hans. Fylgi Viðreisnar, flokks Jóns Steindórs, mældist hins vegar á sama tíma einungis 7,5% í síðustu skoðanakönnun Gallups og á því róli hefur það verið undanfarin ár. Mun minna en í síðustu kosningum, í stjórnarandstöðu og við kjöraðstæður fyrir áróður flokksins fyrir inngöngu í Evrópusambandið, þó hann haldi að vísu engu vatni, auk þess sem hann situr einn að áherzlu á málið, stefnumál sem Jón Steindór virðist telja ávísun á mikinn fjölda atkvæða á meðal almennings. Hvað er þá eiginlega að Viðreisn? Væntanlega eitthvað verulega mikið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Utanríkismál Mest lesið Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Fróðleg grein birtist á Vísir.is fyrir helgi eftir Jón Steindór Valdimarsson, formann Evrópuhreyfingarinnar og fyrrverandi þingmann Viðreisnar, í tilefni af degi Evrópusambandsins 9. maí. Á þeim degi árið 1950 var svonefnd Schuman-yfirlýsing flutt af þáverandi utanríkisráðherra Frakklands, Robert Schuman, sem markaði upphaf þess sem við þekkjum sem Evrópusambandið í dag. Þar kom meðal annars fram að fyrst skrefið í þeim efnum væri að koma kola- og stálframleiðslu undir eina stjórn en lokaskrefið væri evrópskt sambandsríki. Talsmenn þess að Ísland gangi í Evrópusambandið minnast árlega dags sambandsins og þá um leið gjarnan Schuman-yfirlýsingarinnar en hafa hins vegar aldrei orð á lokamarkmiði samrunans innan þess. Á sama tíma eru skoðanasystkin þeirra á meginlandinu mun ófeimnari í þeim efnum. Til að mynda er þannig lögð áherzla á áframhaldandi þróun Evrópusambandsins í átt að sambandsríki í stjórnarsáttmála sitjandi ríkisstjórnar Þýzkalands en hana mynda meðal annars þýzkir systurflokkar Viðreisnar og Samfylkingarinnar. Formaðurinn segir meðal annars í greininni að setja eigi inngöngu í Evrópusambandið „á dagskrá af fullri alvöru í umræðu almennings og ekki síður á vettvangi stjórnmálanna.“ Óneitanlega athyglisverð orð. Á sama tíma gerir hann að því skóna í greininni að meirihluti landsmanna vilji ganga í sambandið. Hvers vegna er málið þá ekki á dagskrá „af fullri alvöru“ í umræðu almennings svo notuð séu hans eigin orð? Hvað kemur í veg fyrir það? Mögulega er ástæða sú að í raun er í bezta falli fyrir að fara afar takmörkuðum áhuga á málinu. Hvað stjórnmálin varðar er það vitanlega á ábyrgð Viðreisnar að setja inngöngu í Evrópusambandið á dagskrá á þeim vettvangi sem eina stjórnmálaflokksins sem leggur áherzlu á málið. Það er til dæmis ekki hlutverk stjórnarflokkanna sem allir eru andvígir inngöngu í sambandið og voru ekki sízt kosnir út á þá stefnu. Samfylkingin hefur að vísu ekki breytt um stefnu en lagt málið til hliðar. Meðal annars í kjölfar þess stórjókst fylgi flokksins sem og andstaða við inngöngu í Evrópusambandið á meðal stuðningsmanna hans. Fylgi Viðreisnar, flokks Jóns Steindórs, mældist hins vegar á sama tíma einungis 7,5% í síðustu skoðanakönnun Gallups og á því róli hefur það verið undanfarin ár. Mun minna en í síðustu kosningum, í stjórnarandstöðu og við kjöraðstæður fyrir áróður flokksins fyrir inngöngu í Evrópusambandið, þó hann haldi að vísu engu vatni, auk þess sem hann situr einn að áherzlu á málið, stefnumál sem Jón Steindór virðist telja ávísun á mikinn fjölda atkvæða á meðal almennings. Hvað er þá eiginlega að Viðreisn? Væntanlega eitthvað verulega mikið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun