„Verður gönguferð í garðinum fyrir þá“ Smári Jökull Jónsson skrifar 12. maí 2024 22:03 Pétur Ingvarsson ræðir við sína menn í kvöld. Vísir/Hulda Margrét „Við spiluðum bara góðan leik í kvöld. Það eru 44 klukkutímar þar til næsti leikur er. Það verður erfitt að gera mannskapinn tilbúinn fyrir það,“ sagði Pétur Ingvarsson þjálfari Keflavíkur eftir sigurinn á Grindavík í kvöld.Framundan í einvígi liðanna er oddaleikur á þriðjudag. Keflavík setti tóninn í kvöld strax í byrjun. Þeir skoruðu tólf fyrstu stigin og komust í 15-1 í upphafi leiks. „Við náum þremur sóknarfráköstum í fyrstu sókninni en náðum ekki að skora samt. Það setti svolítið tóninn í þessum leik en þeir náðu áhlaupi í fjórða leikhluta og gerðu sig líklega til að stela þessu,“ sagði Pétur í samtali við Andra Má Eggertsson eftir leik. Grindavík tókst að minnka muninn í þrjú stig í fjórða leikhlutanum. Í hálfleik munaði tólf stigum á liðunum en Keflvíkingar mættu alveg jafn ákveðnir í upphafi þriðja leikhluta eins og þeir höfðu gert í þeim fyrsta. „Við töluðum bara um það eini sénsinn fyrir þá væri að hleypa leiknum eitthvað upp og ef við værum ekki tilbúnir þá myndu þeir pakka okkur saman. Þetta er hörkulið. Þegar við missum Halldór Garðar útaf þá varð þetta svolítið erfitt.“ „Hann þarf að vera skynsamari í næsta leik“ Halldór Garðar Hermannsson var rekinn af velli eftir að hafa fengið tæknivillu í seinni hálfleik. Hann mótmælti þá dómi of kröftuglega en hann hafði fengið óíþróttamannslega villu í fyrri hálfleik. Andri Már spurði Pétur hvort hann hefði átt að taka Halldór Garðar af velli eftir að hann var sýnilega orðinn pirraður rétt áður en hann fékk tæknivilluna. „Við erum með litla róteringu og það er erfitt að taka menn útaf í svona leikjum. Hann þarf bara aðeins að vera skynsamari og hann verður það pottþétt í næsta leik.“ Pétur svaraði svo á ansi áhugaverðan hátt þegar Andri Már spurði hann út í oddaleikinn sem framundan er á þriðjudag. „Í fljótu bragði þá held ég að þetta sé bara orðið gott hjá okkur og við nennum ekkert að vinna. Náttúruöflin og allt eru með þeim í liði og eðlilega verður þetta bara gönguferð í garðinum fyrir þá,“ en Pétur var væntanlega að slá á létta strengi á góðri stundu. Subway-deild karla Keflavík ÍF UMF Grindavík Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Körfubolti Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Fótbolti Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Fótbolti Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Fótbolti Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Handbolti Conor McGregor ætlar að berjast við YouTube stjörnu Sport Juventus enn taplaust og áfram í bikarnum Fótbolti Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Fótbolti Fleiri fréttir Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Norðankonur áfram fullkomnar á heimavelli Uppgjör og viðtöl: Aþena - Haukar 64-77 | Haukakonur á toppinn Tindastólsstelpur skoruðu þrjátíu stig í röð Ræddu mögulegan þjálfarakapal milli Bónusdeildanna Kláraði NBA regnbogann eins og Shaq Álftnesingar semja við leikmann sem á að baki 72 leiki í NBA Friðrik Ingi hættur með Keflavíkurkonur Blóðtaka fyrir Njarðvík „Dætur mínar eru meiri Íslendingar heldur en Makedónar“ Troðslur áberandi í tilþrifum vikunnar Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 98-88 | Dinkins sökkti Keflvíkingum Tryggvi í algjöru aðalhlutverki Lokaþáttur Kanans: Hetjan á Króknum og flugumferðarstjórinn Tengist Diddy persónulegu leyfi LeBron James? „Nenni ekki að hlusta á þetta væl“ „Góður sigur og mikilvægt að koma til baka eftir erfitt tap“ „Þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind“ „Fannst hann alltaf hitta þegar hann fékk boltann“ Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Stigahæsti maður vallarins segir hlutina bara eiga eftir að batna „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 89-78 | Þriðja tap Álftnesinga í röð Bronny með persónulegt stigamet Borche vill aftur með ÍR í úrslitaeinvígið: „Tel okkur geta valdið usla“ „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Sjá meira
Keflavík setti tóninn í kvöld strax í byrjun. Þeir skoruðu tólf fyrstu stigin og komust í 15-1 í upphafi leiks. „Við náum þremur sóknarfráköstum í fyrstu sókninni en náðum ekki að skora samt. Það setti svolítið tóninn í þessum leik en þeir náðu áhlaupi í fjórða leikhluta og gerðu sig líklega til að stela þessu,“ sagði Pétur í samtali við Andra Má Eggertsson eftir leik. Grindavík tókst að minnka muninn í þrjú stig í fjórða leikhlutanum. Í hálfleik munaði tólf stigum á liðunum en Keflvíkingar mættu alveg jafn ákveðnir í upphafi þriðja leikhluta eins og þeir höfðu gert í þeim fyrsta. „Við töluðum bara um það eini sénsinn fyrir þá væri að hleypa leiknum eitthvað upp og ef við værum ekki tilbúnir þá myndu þeir pakka okkur saman. Þetta er hörkulið. Þegar við missum Halldór Garðar útaf þá varð þetta svolítið erfitt.“ „Hann þarf að vera skynsamari í næsta leik“ Halldór Garðar Hermannsson var rekinn af velli eftir að hafa fengið tæknivillu í seinni hálfleik. Hann mótmælti þá dómi of kröftuglega en hann hafði fengið óíþróttamannslega villu í fyrri hálfleik. Andri Már spurði Pétur hvort hann hefði átt að taka Halldór Garðar af velli eftir að hann var sýnilega orðinn pirraður rétt áður en hann fékk tæknivilluna. „Við erum með litla róteringu og það er erfitt að taka menn útaf í svona leikjum. Hann þarf bara aðeins að vera skynsamari og hann verður það pottþétt í næsta leik.“ Pétur svaraði svo á ansi áhugaverðan hátt þegar Andri Már spurði hann út í oddaleikinn sem framundan er á þriðjudag. „Í fljótu bragði þá held ég að þetta sé bara orðið gott hjá okkur og við nennum ekkert að vinna. Náttúruöflin og allt eru með þeim í liði og eðlilega verður þetta bara gönguferð í garðinum fyrir þá,“ en Pétur var væntanlega að slá á létta strengi á góðri stundu.
Subway-deild karla Keflavík ÍF UMF Grindavík Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Körfubolti Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Fótbolti Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Fótbolti Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Fótbolti Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Handbolti Conor McGregor ætlar að berjast við YouTube stjörnu Sport Juventus enn taplaust og áfram í bikarnum Fótbolti Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Fótbolti Fleiri fréttir Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Norðankonur áfram fullkomnar á heimavelli Uppgjör og viðtöl: Aþena - Haukar 64-77 | Haukakonur á toppinn Tindastólsstelpur skoruðu þrjátíu stig í röð Ræddu mögulegan þjálfarakapal milli Bónusdeildanna Kláraði NBA regnbogann eins og Shaq Álftnesingar semja við leikmann sem á að baki 72 leiki í NBA Friðrik Ingi hættur með Keflavíkurkonur Blóðtaka fyrir Njarðvík „Dætur mínar eru meiri Íslendingar heldur en Makedónar“ Troðslur áberandi í tilþrifum vikunnar Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 98-88 | Dinkins sökkti Keflvíkingum Tryggvi í algjöru aðalhlutverki Lokaþáttur Kanans: Hetjan á Króknum og flugumferðarstjórinn Tengist Diddy persónulegu leyfi LeBron James? „Nenni ekki að hlusta á þetta væl“ „Góður sigur og mikilvægt að koma til baka eftir erfitt tap“ „Þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind“ „Fannst hann alltaf hitta þegar hann fékk boltann“ Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Stigahæsti maður vallarins segir hlutina bara eiga eftir að batna „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 89-78 | Þriðja tap Álftnesinga í röð Bronny með persónulegt stigamet Borche vill aftur með ÍR í úrslitaeinvígið: „Tel okkur geta valdið usla“ „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Sjá meira