„Þetta er saga tímabilsins og það gengur ekki lengur“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 12. maí 2024 22:38 Rúnar Páll Sigmundsson er þjálfari Fylkis Vísir/Anton Fylkir er enn í leit að fyrsta sigri tímabilsins eftir tap í kvöld gegn Breiðablik í Bestu deildinni. Fylkismenn voru miklu betri aðilinn í fyrri hálfleik og gátu nagað sig í handabökin að vera ekki búnir að skora að minnsta kosti eitt mark. Þrátt fyrir það skoraði Breiðablik þrjú mörk í leiknum og unnu öruggan 3-0 sigur. Vísir ræddi við Rúnar Pál Sigmundsson þjálfara Fylkis eftir leik sem hafði þetta að segja um frammistöðuna: „Ég er drullu fúll. Það var ömurlegt að tapa þessum leik, hvað þá 3-0. Við erum bara algjörir klaufar að fá á okkur þetta fyrsta mark. Fyrri hálfleikur var fínn hjá okkur en fáum á okkur aulamark. Erum bara kærulausir, ég skil þetta ekki. Að við þurfum alltaf að gefa andstæðingum okkar þessi mörk. Síðan erum við bara ótrúlega lélegir fyrir framan teig andstæðingsins. Komumst oft í frábærar stöður en nýtum það illa. Því miður, þetta er ekki nógu gott.“ sagði Rúnar hundfúll með sína menn. Fylkir hefur átt fínar frammistöður hingað til á tímabilinu en niðurstaðan einungis eitt stig og botnsætið. Í fyrri hálfleik var liðið betri aðilinn en fékk á sig mark á lokaandartökum hálfleiksins. Má segja að þetta sé lýsandi fyrir tímabil Fylkis hingað til? „Það er rétt, þetta er saga tímabilsins. Þetta gengur ekkert svona lengur, þurfum að fara að safna stigum. Við erum ekkert verra lið en Breiðablik 70% af leiknum. Þetta er búið að vera saga okkar í sumar en það þýðir ekkert að tala bara um það. Við verðum að bregðast við á vellinum og gera betur. Verðum að vera með hausinn skrúfaðan á okkur í 90 mínútur plús. Getum ekki spilað svona í þessari deild.“ sagði Rúnar. Fylkir virtist missa allan þrótt við annað mark Breiðabliks og misstu menn alla trú. Eru vandamál Fylkis af andlegu meiði? „Fótbolti er andlegur og líkamlegur. Að sjálfsögðu þurfum við að hughreysta þessa drengi. Við æfum vel og spilum ágætis fótbolta. Þetta snýst bara um baráttuna og gredduna að koma í veg fyrir þessu mörk. Þetta er bara spurningum að fórna öllu sem til er í að hindra andstæðinginn í að skora mörk.“ Fylkir mætir KA í botnslag deildarinnar í næstu umferð. Rúnar sagði liðið undirbúa sig á sama hátt fyrir þann leik og aðra, þrátt fyrir mikilvægið. „Þetta er bara fótbolti, við verðum að mæta klárir. Við höfum mætt klárir og spilað okkar leiki. Þurfum bara að skilvirkir fyrir framan mark andstæðingsins og drulla þessum bolta frá markinu okkar.“ sagði Rúnar Páll að lokum. Fótbolti Fylkir Besta deild karla Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Fleiri fréttir Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Vísir ræddi við Rúnar Pál Sigmundsson þjálfara Fylkis eftir leik sem hafði þetta að segja um frammistöðuna: „Ég er drullu fúll. Það var ömurlegt að tapa þessum leik, hvað þá 3-0. Við erum bara algjörir klaufar að fá á okkur þetta fyrsta mark. Fyrri hálfleikur var fínn hjá okkur en fáum á okkur aulamark. Erum bara kærulausir, ég skil þetta ekki. Að við þurfum alltaf að gefa andstæðingum okkar þessi mörk. Síðan erum við bara ótrúlega lélegir fyrir framan teig andstæðingsins. Komumst oft í frábærar stöður en nýtum það illa. Því miður, þetta er ekki nógu gott.“ sagði Rúnar hundfúll með sína menn. Fylkir hefur átt fínar frammistöður hingað til á tímabilinu en niðurstaðan einungis eitt stig og botnsætið. Í fyrri hálfleik var liðið betri aðilinn en fékk á sig mark á lokaandartökum hálfleiksins. Má segja að þetta sé lýsandi fyrir tímabil Fylkis hingað til? „Það er rétt, þetta er saga tímabilsins. Þetta gengur ekkert svona lengur, þurfum að fara að safna stigum. Við erum ekkert verra lið en Breiðablik 70% af leiknum. Þetta er búið að vera saga okkar í sumar en það þýðir ekkert að tala bara um það. Við verðum að bregðast við á vellinum og gera betur. Verðum að vera með hausinn skrúfaðan á okkur í 90 mínútur plús. Getum ekki spilað svona í þessari deild.“ sagði Rúnar. Fylkir virtist missa allan þrótt við annað mark Breiðabliks og misstu menn alla trú. Eru vandamál Fylkis af andlegu meiði? „Fótbolti er andlegur og líkamlegur. Að sjálfsögðu þurfum við að hughreysta þessa drengi. Við æfum vel og spilum ágætis fótbolta. Þetta snýst bara um baráttuna og gredduna að koma í veg fyrir þessu mörk. Þetta er bara spurningum að fórna öllu sem til er í að hindra andstæðinginn í að skora mörk.“ Fylkir mætir KA í botnslag deildarinnar í næstu umferð. Rúnar sagði liðið undirbúa sig á sama hátt fyrir þann leik og aðra, þrátt fyrir mikilvægið. „Þetta er bara fótbolti, við verðum að mæta klárir. Við höfum mætt klárir og spilað okkar leiki. Þurfum bara að skilvirkir fyrir framan mark andstæðingsins og drulla þessum bolta frá markinu okkar.“ sagði Rúnar Páll að lokum.
Fótbolti Fylkir Besta deild karla Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Fleiri fréttir Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“