Erlent

Aðskilnaðarsinnar að missa þing­meiri­hluta í Kata­lóníu

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Salvador Illa leiðtogi sósíalista fagnar.
Salvador Illa leiðtogi sósíalista fagnar. getty

Aðskilnaðarsinnar sem hafa myndað meirihluta á þingi í Katalóníuhéraði á Spáni virðast ætla að missa þingmeirihluta sinn í kosningum sem fóru fram í dag. Nær öll atkvæði hafa verið talin og útlit er fyrir sigur sambandssinnaðra sósíalista.

Þeir fjórir flokkar sem hingað til höfðu myndað meirihluta aðskilnaðarsinna fá 61 þingsæti samkvæmt nýjustu tölum. 68 þingsæti þarf til að mynda meirihluta. 

Sósíalistaflokkurinn fær 42 sæti samkvæmt nýjustu tölum og bætir við sig 9 sætum frá kosningum 2021, þegar litlu mátti muna að sósíalistar gætu myndað meirihluta. Nú þurfa þeir að leita stuðingings annarra flokka en samkvæmt fjölmiðlum ytra eru bæði líkur á stjórnarkreppu, líkt og raunin varð fyrir tveimur árum, og annarri kosningu. 

Sigur sósíalista, með Salvador Illa í fararbroddi, gefur forsætisráðherra Spánar Pedro Sanchez góð fyrirheit fyrir kosningar til Evrópuþingsins í næsta mánuði. 

Sósíalistar fagna eftir að útgönguspár oru kynntar. getty

Tengdar fréttir

Stjórnarkreppa í Katalóníu

Allt bendir til þess að á næstunni fjari hratt og örugglega undan sjálfstæðisbaráttu aðskilnaðarsinna í Katalóníu á Spáni. Flokkar aðskilnaðarsinna slitu stjórnarsamstarfi sínu í vikunni, og andstaða almennings við sjálfstæði hefur ekki verið meiri í tæpan áratug.

Hillir undir nýja ríkisstjórn á Spáni

Flokkur katalónskra sjálfstæðissinna hefur samþykkt að verja minnihlutastjórn vinstriflokkanna falli. Atkvæði verða greidd um traust á slíkri stjórn á spænska þinginu á næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×