Staðfestir flokkun AfD sem öfgasamtaka Kjartan Kjartansson skrifar 13. maí 2024 08:53 Hakakross nasista og skammstöfun hægriöfgaflokksins AfD sem spellvirkjar krotuðu á kosningaauglýsingu Jafnaðarmannaflokks Olafs Scholz kanslara í Cottbus í Austur-Þýskalandi. Vísir/EPA Þýskur dómstóll staðfesti flokkun hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) sem mögulegra hættulegra öfgasamtaka. Niðurstaðan þýðir að lögregla hefur rétt til þess að fylgjast með flokknum með hlerunum og uppljóstrurum. Dómarar við stjórnsýsludómstól í Münster töldu nægar sannanir fyrir því að pólitísk markmið AfD stangist á við mannlega reisn ákveðinna þjóðfélagshópa og lýðræðið. Flokkun hans sem mögulega hættulegra öfgasamtaka væri því hæfileg og samræmdist bæði innlendum og evrópskum lögum. „Það er tilefni til þess að gruna að minnsta kosti hluti flokksins vilji skipa þýskum borgurum af erlendum bakgrunni í annan flokk,“ skrifuðu dómararnir þegar þeir staðfestu niðurstöðu lægra dómstigs frá 2022, að sögn Reuters-fréttastofunnar. AfD hefur vaxið ásmegin á undanförnum árum og gæti jafnvel unnið sigra í nokkrum sambandslandskosningum í austanverðu Þýskalandi á þessu ári. Flokksmenn hafa ítrekað látið rasísk ummæli falla en undanfarið hefur flokkurinn einnig verið sakaður um að vera skálkaskjól fyrir njósnara Rússlands og Kína. Þannig var starfsmaður Evrópuþingsmanns AfD handtekinn, grunaður um njósna um störf þingsins og kínverska andófsmenn í Þýskalandi fyrir kínverska kommúnistaflokkinn. Aukin harka hefur færst í þýsk stjórnmál upp á síðkastið. Ítrekað hefur verið veist að stjórnmálamönnum og starfsmönnum flokka á allra síðustu dögum og vikum. Alvarlegasta árásin var á Evrópuþingmann Jafnaðarmannaflokks (SDP) Olafs Scholz kanslara í Dresen í byrjun mánaðar. Hann þurfti að gangast undir skurðaðgerð eftir að hann var barinn úti á götu þegar hann var að hengja upp kosningaveggspjöld. Þýskaland Tengdar fréttir Hrina árása á þýska stjórnmálamenn veldur áhyggjum Ráðist var á hátt settan félaga í stjórnarflokki Olafs Scholz, kanslara Þýskalands, í Berlín í gær. Aðeins nokkrir dagar eru frá því að annar flokksmaður þurfti að gangast undir aðgerð eftir að menn réðust á hann með spörkum og barsmíðum. Hrina árása á stjórnmálamenn hefur verið tengd við uppgang öfgahægrihyggju. 8. maí 2024 10:09 Segir ekki af sér þrátt fyrir njósnir aðstoðarmannsins Leiðtogi þýska hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) ætlar ekki að segja af sér þrátt fyrir að aðstoðarmaður hans sé sakaður um að njósna fyrir Kina. Hann hafi sjálfur ekkert gert af sér. 24. apríl 2024 13:56 Starfsmaður hægrijaðarflokks handtekinn fyrir njósnir fyrir Kína Þýska lögreglan handtók aðstoðarmann Evrópuþingmanns hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) sem er grunaður um að njósna fyrir kínversk stjórnvöld. Málið er sagt sérstaklega alvarlegt. 23. apríl 2024 08:46 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Dómarar við stjórnsýsludómstól í Münster töldu nægar sannanir fyrir því að pólitísk markmið AfD stangist á við mannlega reisn ákveðinna þjóðfélagshópa og lýðræðið. Flokkun hans sem mögulega hættulegra öfgasamtaka væri því hæfileg og samræmdist bæði innlendum og evrópskum lögum. „Það er tilefni til þess að gruna að minnsta kosti hluti flokksins vilji skipa þýskum borgurum af erlendum bakgrunni í annan flokk,“ skrifuðu dómararnir þegar þeir staðfestu niðurstöðu lægra dómstigs frá 2022, að sögn Reuters-fréttastofunnar. AfD hefur vaxið ásmegin á undanförnum árum og gæti jafnvel unnið sigra í nokkrum sambandslandskosningum í austanverðu Þýskalandi á þessu ári. Flokksmenn hafa ítrekað látið rasísk ummæli falla en undanfarið hefur flokkurinn einnig verið sakaður um að vera skálkaskjól fyrir njósnara Rússlands og Kína. Þannig var starfsmaður Evrópuþingsmanns AfD handtekinn, grunaður um njósna um störf þingsins og kínverska andófsmenn í Þýskalandi fyrir kínverska kommúnistaflokkinn. Aukin harka hefur færst í þýsk stjórnmál upp á síðkastið. Ítrekað hefur verið veist að stjórnmálamönnum og starfsmönnum flokka á allra síðustu dögum og vikum. Alvarlegasta árásin var á Evrópuþingmann Jafnaðarmannaflokks (SDP) Olafs Scholz kanslara í Dresen í byrjun mánaðar. Hann þurfti að gangast undir skurðaðgerð eftir að hann var barinn úti á götu þegar hann var að hengja upp kosningaveggspjöld.
Þýskaland Tengdar fréttir Hrina árása á þýska stjórnmálamenn veldur áhyggjum Ráðist var á hátt settan félaga í stjórnarflokki Olafs Scholz, kanslara Þýskalands, í Berlín í gær. Aðeins nokkrir dagar eru frá því að annar flokksmaður þurfti að gangast undir aðgerð eftir að menn réðust á hann með spörkum og barsmíðum. Hrina árása á stjórnmálamenn hefur verið tengd við uppgang öfgahægrihyggju. 8. maí 2024 10:09 Segir ekki af sér þrátt fyrir njósnir aðstoðarmannsins Leiðtogi þýska hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) ætlar ekki að segja af sér þrátt fyrir að aðstoðarmaður hans sé sakaður um að njósna fyrir Kina. Hann hafi sjálfur ekkert gert af sér. 24. apríl 2024 13:56 Starfsmaður hægrijaðarflokks handtekinn fyrir njósnir fyrir Kína Þýska lögreglan handtók aðstoðarmann Evrópuþingmanns hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) sem er grunaður um að njósna fyrir kínversk stjórnvöld. Málið er sagt sérstaklega alvarlegt. 23. apríl 2024 08:46 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Hrina árása á þýska stjórnmálamenn veldur áhyggjum Ráðist var á hátt settan félaga í stjórnarflokki Olafs Scholz, kanslara Þýskalands, í Berlín í gær. Aðeins nokkrir dagar eru frá því að annar flokksmaður þurfti að gangast undir aðgerð eftir að menn réðust á hann með spörkum og barsmíðum. Hrina árása á stjórnmálamenn hefur verið tengd við uppgang öfgahægrihyggju. 8. maí 2024 10:09
Segir ekki af sér þrátt fyrir njósnir aðstoðarmannsins Leiðtogi þýska hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) ætlar ekki að segja af sér þrátt fyrir að aðstoðarmaður hans sé sakaður um að njósna fyrir Kina. Hann hafi sjálfur ekkert gert af sér. 24. apríl 2024 13:56
Starfsmaður hægrijaðarflokks handtekinn fyrir njósnir fyrir Kína Þýska lögreglan handtók aðstoðarmann Evrópuþingmanns hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) sem er grunaður um að njósna fyrir kínversk stjórnvöld. Málið er sagt sérstaklega alvarlegt. 23. apríl 2024 08:46