Tekur til varna eftir stuðningsyfirlýsingu við Katrínu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. maí 2024 12:46 Vilhjálmur Birgisson mætir í heimsókn í forsætisráðuneytið þegar Katrín var forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, tekur til varna á Facebook-síðu sinni eftir að hafa upplýst að atkvæði hans í komandi forsetakosningum færi til Katrínar Jakobsdóttur. Yfirlýsingin vakti mikla athygli og var meðal annars spurt hvort einhver óprúttinn hefði komist í tölvu verkalýðsforkólfsins. Innan við þrjár vikur eru til kosninga og hiti að færast í umræðuna. Ekki síst á Facebook þar sem umræða um Katrínu Jakobsdóttur hefur verið mikil. Yfirlýstur stuðningur Víðis Reynissonar, Kára Stefánssonar og Þórólfs Guðnasonar fór öfugt ofan í margan og hið sama má segja þegar Vilhjálmur uppfærði prófílmynd sína með borðanum: Kjósum Katrínu. „Ég get ekki orða bundist yfir sumum athugasemdum sem birtust undir mynd þar sem fram kom að ég ætli persónulega að styðja Katrínu Jakobsdóttur í komandi kosningum til embættis forseta Íslands. Það er sorglegt og dapurlegt að verða vitni að því að sumt fólk skuli ekki virða sjálfstæðan rétt hjá hverjum þeim sem hefur kosningarrétt til að ákveða hvaða aðila það treystir best til að gegna þessu mikilvæga embætti sem forsetaembættið er,“ segir Vilhjálmur. Halla Hrund Logadóttir og Katrín Jakobsdóttir þykja líklegastar sem stendur til að ná kjöri sem forseti Íslands. Halla Hrund þar aðeins líklegri en Katrín. Baldur Þórhallsson keppir við þær stöllur í kapphlaupinu að Bessastöðum.Vísir/Vilhelm „Aldrei myndi ég skipta mér af því hvaða aðila fólk ætlar að styðja opinberlega til embættis forseta Íslands, enda kemur mér það ekkert við. Munum að virða sjálfstæðan rétt hjá hverjum og einum að ákveða hvern frambjóðenda það mun styðja.“ Hann segist aldrei munu taka þá í því að ata skoðun annarra eða aðra frambjóðendur auri. „Ég mun aldrei taka þátt í slíku enda virði ég ætíð sjálfstæðan rétt hvers og eins til að hafa sína skoðun. Hins vegar er ekkert að því að skiptast málefnalega á skoðunum um frambjóðendur en ég geri þá lágmarkskröfu að það byggist á málefnalegum forsendum og án skítkasts. Ég vil taka það skýrt fram að ég deili ekki sömu pólitísku skoðunum og Katrín í mörgum málum þrátt fyrir það tel ég hana góðan kost fyrir íslensku þjóðina sem forseta Íslands.“ Vilhjálmur lýsir samskiptum sínum við Katrínu undanfarin ár og fer yfir kosti hennar. „Það sem ég tel best í hennar fari er að hún er alþýðuleg, laus við hroka, yfirlæti og snobb sem því miður einkennir sumt fólk sem hefur mikil völd og því til viðbótar virðist Katrín eiga afar gott með að leiða saman og vinna með fólki með ólíkar skoðanir.“ Eins og gengur er viðbrögðin við færslu Vilhjálms misjöfn eftir því hvort fólki líst vel á framboð Katrínar eða ekki. Hún hefur iðullega mælst með næstmest fylgi frambjóðenda í könnunum undanfarið en þá hefur komið fram að mörgum líst alls ekki á Katrínu í embættið. Forsetakosningar 2024 Stéttarfélög Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fleiri fréttir Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Sjá meira
Innan við þrjár vikur eru til kosninga og hiti að færast í umræðuna. Ekki síst á Facebook þar sem umræða um Katrínu Jakobsdóttur hefur verið mikil. Yfirlýstur stuðningur Víðis Reynissonar, Kára Stefánssonar og Þórólfs Guðnasonar fór öfugt ofan í margan og hið sama má segja þegar Vilhjálmur uppfærði prófílmynd sína með borðanum: Kjósum Katrínu. „Ég get ekki orða bundist yfir sumum athugasemdum sem birtust undir mynd þar sem fram kom að ég ætli persónulega að styðja Katrínu Jakobsdóttur í komandi kosningum til embættis forseta Íslands. Það er sorglegt og dapurlegt að verða vitni að því að sumt fólk skuli ekki virða sjálfstæðan rétt hjá hverjum þeim sem hefur kosningarrétt til að ákveða hvaða aðila það treystir best til að gegna þessu mikilvæga embætti sem forsetaembættið er,“ segir Vilhjálmur. Halla Hrund Logadóttir og Katrín Jakobsdóttir þykja líklegastar sem stendur til að ná kjöri sem forseti Íslands. Halla Hrund þar aðeins líklegri en Katrín. Baldur Þórhallsson keppir við þær stöllur í kapphlaupinu að Bessastöðum.Vísir/Vilhelm „Aldrei myndi ég skipta mér af því hvaða aðila fólk ætlar að styðja opinberlega til embættis forseta Íslands, enda kemur mér það ekkert við. Munum að virða sjálfstæðan rétt hjá hverjum og einum að ákveða hvern frambjóðenda það mun styðja.“ Hann segist aldrei munu taka þá í því að ata skoðun annarra eða aðra frambjóðendur auri. „Ég mun aldrei taka þátt í slíku enda virði ég ætíð sjálfstæðan rétt hvers og eins til að hafa sína skoðun. Hins vegar er ekkert að því að skiptast málefnalega á skoðunum um frambjóðendur en ég geri þá lágmarkskröfu að það byggist á málefnalegum forsendum og án skítkasts. Ég vil taka það skýrt fram að ég deili ekki sömu pólitísku skoðunum og Katrín í mörgum málum þrátt fyrir það tel ég hana góðan kost fyrir íslensku þjóðina sem forseta Íslands.“ Vilhjálmur lýsir samskiptum sínum við Katrínu undanfarin ár og fer yfir kosti hennar. „Það sem ég tel best í hennar fari er að hún er alþýðuleg, laus við hroka, yfirlæti og snobb sem því miður einkennir sumt fólk sem hefur mikil völd og því til viðbótar virðist Katrín eiga afar gott með að leiða saman og vinna með fólki með ólíkar skoðanir.“ Eins og gengur er viðbrögðin við færslu Vilhjálms misjöfn eftir því hvort fólki líst vel á framboð Katrínar eða ekki. Hún hefur iðullega mælst með næstmest fylgi frambjóðenda í könnunum undanfarið en þá hefur komið fram að mörgum líst alls ekki á Katrínu í embættið.
Forsetakosningar 2024 Stéttarfélög Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fleiri fréttir Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Sjá meira