Freyr ráðinn til Eflingar Árni Sæberg skrifar 13. maí 2024 13:56 Freyr Rögnvaldsson er ný upplýsingafulltrúi Eflingar. Efling Freyr Rögnvaldsson hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi Eflingar stéttarfélags. Hann er stjórnmálafræðingur með mikla reynslu af fjölmiðlun. Í fréttatilkynningu um ráðninguna segir að Freyr sé stjórnmálafræðingur að mennt, frá Háskóla Íslands og Háskólanum í Lundi. Hann hafi síðustu sautján ár unnið sem blaðamaður á ýmsum fjölmiðlum, meðal annars Heimildinni, Stundinni, DV, Eyjunni, Bændablaðinu og á 24 stundum. Freyr hafi hlotið blaðamannaverðlaun Blaðamannafélags Íslands árið 2018 fyrir rannsóknarblaðamennsku þegar hann rannsakaði og greindi eignarhald auðmanna á íslenskum bújörðum. Þá hafi hann einnig í tvígang verið tilnefndur til verðlaunanna. Sömuleiðis hafi Freyr sinnt kynningarstörfum og upplýsingagjöf á sínum starfsferli, meðal annars þegar hann starfaði hjá kynningardeild Bændasamtakanna. Þá hafi hann verið upplýsingafulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir Alþingiskosningarnar árið 2017. Spenntur fyrir starfinu Í tilkynningu segir að Freyr sé fullur tilhlökkunar yfir því að taka til starfa fyrir félagsfólk Eflingar og verkafólk á Íslandi. „Ég hlakka til að leggja mitt af mörkum í baráttu Eflingarfélaga fyrir bættum kjörum og aðbúnaði, sem og að koma því á framfæri hversu gríðarlega mikilvægt hlutverk félagsfólks Eflingar er í íslensku samfélagi,“ er haft eftir honum. „Ráðning Freys er liður í eflingu samskipta og miðlunar upplýsinga af félagslegu og faglegu starfi Eflingar stéttarfélags. Freyr mun með reynslu sinni reynast félaginu og starfsfólki mikilvægur liðsfélagi í því ferli,“ er haft eftir Perlu Ösp Ásgeirsdóttur, framkvæmdastjóra Eflingar. Haft er eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, að með ráðningu Freys verði enn frekar skerpt á upplýsingagjöf félagsins „Efling er annað stærsta stéttarfélag landsins og langstærsta félag verkafólks. Öflug upplýsingagjöf um grundvallarmikilvægi okkar er lykilatriði í baráttu félagsins fyrir efnahagslegu réttlæti.“ Freyr er giftur Snærós Sindradóttur, listfræðingi og fjölmiðlakonu, og þau eiga fjögur börn. Fjölskyldan er um þessar mundir búsett í Búdapest í Ungverjalandi. Freyr segist munu fyrst um sinn sinna starfinu í fjarvinnu, með tölvuna og símann að vopni. Vistaskipti Stéttarfélög Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Í fréttatilkynningu um ráðninguna segir að Freyr sé stjórnmálafræðingur að mennt, frá Háskóla Íslands og Háskólanum í Lundi. Hann hafi síðustu sautján ár unnið sem blaðamaður á ýmsum fjölmiðlum, meðal annars Heimildinni, Stundinni, DV, Eyjunni, Bændablaðinu og á 24 stundum. Freyr hafi hlotið blaðamannaverðlaun Blaðamannafélags Íslands árið 2018 fyrir rannsóknarblaðamennsku þegar hann rannsakaði og greindi eignarhald auðmanna á íslenskum bújörðum. Þá hafi hann einnig í tvígang verið tilnefndur til verðlaunanna. Sömuleiðis hafi Freyr sinnt kynningarstörfum og upplýsingagjöf á sínum starfsferli, meðal annars þegar hann starfaði hjá kynningardeild Bændasamtakanna. Þá hafi hann verið upplýsingafulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir Alþingiskosningarnar árið 2017. Spenntur fyrir starfinu Í tilkynningu segir að Freyr sé fullur tilhlökkunar yfir því að taka til starfa fyrir félagsfólk Eflingar og verkafólk á Íslandi. „Ég hlakka til að leggja mitt af mörkum í baráttu Eflingarfélaga fyrir bættum kjörum og aðbúnaði, sem og að koma því á framfæri hversu gríðarlega mikilvægt hlutverk félagsfólks Eflingar er í íslensku samfélagi,“ er haft eftir honum. „Ráðning Freys er liður í eflingu samskipta og miðlunar upplýsinga af félagslegu og faglegu starfi Eflingar stéttarfélags. Freyr mun með reynslu sinni reynast félaginu og starfsfólki mikilvægur liðsfélagi í því ferli,“ er haft eftir Perlu Ösp Ásgeirsdóttur, framkvæmdastjóra Eflingar. Haft er eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, að með ráðningu Freys verði enn frekar skerpt á upplýsingagjöf félagsins „Efling er annað stærsta stéttarfélag landsins og langstærsta félag verkafólks. Öflug upplýsingagjöf um grundvallarmikilvægi okkar er lykilatriði í baráttu félagsins fyrir efnahagslegu réttlæti.“ Freyr er giftur Snærós Sindradóttur, listfræðingi og fjölmiðlakonu, og þau eiga fjögur börn. Fjölskyldan er um þessar mundir búsett í Búdapest í Ungverjalandi. Freyr segist munu fyrst um sinn sinna starfinu í fjarvinnu, með tölvuna og símann að vopni.
Vistaskipti Stéttarfélög Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira