Ætlar að gera Grillhúsið að heitasta staðnum í Borgarnesi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. maí 2024 14:45 Örvar er spenntur fyrir framtíðinni á Grillhúsinu þar sem gestir eiga ekki bara von á borgara heldur gætu verið blústónleikar, pílukeppni eða pöbbkvis í gangi. Örvar Bessason er reynslumikill matreiðslumaður til sjós og lands. Hann lærði sjókokkinn fyrir um 30 árum og starfaði sem kokkur á frystitogurum árum saman. Þess á milli vann hann á veitingastöðum í landi. Hans næsta verkefni er að gera Grillhúsið í Borgarnesi að heitasta veitinga- og samverustaðnum í Borgarnesi. Örvar segist hafa rekið augun í auglýsingu um sölu á Grillhúsinu í Borgarnesi um áramótin en þá hafði hann starfað sem rekstrarstjóri staðarins í nokkra mánuði. „Ég sá bara tækifæri til að stimpla mig inn í bæinn,“ segir Örvar. Hann hafi búið í Borgarnesi sem krakki. „Það er leiðinlegt hvernig þróunin hefur verið. Borgnesingar hafa sótt alla afþreyingu út úr bænum. En ég ætla að reyna að snúa þessu við,“ segir Örvar. Pílusalur opnaður Spenna er fyrir nýjum pílusal sem Örvar hyggst opna í öðru rými í húsinu. Opnunin er handan við hornið. Þá stendur hann fyrir alls konar viðburðum og hefur raunar gert undanfarna mánuði. Þar ber hæst pöbbkviss, trúbadorar og síðast en ekki síst blúshátíð þar sem fjórar hljómsveitir tróðu upp. Andrea Gylfadóttir blúsdrottning á meðal flytjenda. Blúsað við þjóðveg 1. Grillhúsið stendur við Þjóðveg 1 þegar ekið er í gegnum Borgarnesi. „Það hefur verið fín mæting á alla þessa viðburði, hvort sem það er pöbbkvis, trúbador eða blús. Það þarf greinilega bara að vera eitthvað til staðar fyrir fólkið og þá mætir það.“ Grillhúsið í Borgarnesi var auglýst til sölu ásamt tveimur veitingastöðum Grillhússins í Reykjavík um áramótin. Eigendur TGI Fridays keyptu reksturinn í Reykjavík en Örvar fer fyrir hópnum sem keypti útibúið í Borgarnesi. Opið í annan endann „Þetta er alveg dýrt. Miklu meira en ein fjölskylda ræður við. Ég þurfti að finna mannskap með mér og fann þá. Mjög góða og reynslumikla menn.“ Staðurinn opnar dyr sínar á hverjum degi klukkan ellefu og Örvar ætlar að hafa opið þangað til fólk er hætt að mæta. „Það fyrsta sem ég gerði var að ég tók út að það loki klukkan níu eða tíu. Það er algjör óþarfi að vera með sex starfsmenn í húsi og ekkert að gerast. En svo ef það er eitthvað að gerast þá vil ég hafa opið,“ segir Örvar. Þó ekki lengur en til eitt eins og tilskilin leyfi segja til um. En það er eitt alveg ljóst í huga Örvars: „Borgarnes verður staðurinn í sumar.“ Veitingastaðir Borgarbyggð Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Örvar segist hafa rekið augun í auglýsingu um sölu á Grillhúsinu í Borgarnesi um áramótin en þá hafði hann starfað sem rekstrarstjóri staðarins í nokkra mánuði. „Ég sá bara tækifæri til að stimpla mig inn í bæinn,“ segir Örvar. Hann hafi búið í Borgarnesi sem krakki. „Það er leiðinlegt hvernig þróunin hefur verið. Borgnesingar hafa sótt alla afþreyingu út úr bænum. En ég ætla að reyna að snúa þessu við,“ segir Örvar. Pílusalur opnaður Spenna er fyrir nýjum pílusal sem Örvar hyggst opna í öðru rými í húsinu. Opnunin er handan við hornið. Þá stendur hann fyrir alls konar viðburðum og hefur raunar gert undanfarna mánuði. Þar ber hæst pöbbkviss, trúbadorar og síðast en ekki síst blúshátíð þar sem fjórar hljómsveitir tróðu upp. Andrea Gylfadóttir blúsdrottning á meðal flytjenda. Blúsað við þjóðveg 1. Grillhúsið stendur við Þjóðveg 1 þegar ekið er í gegnum Borgarnesi. „Það hefur verið fín mæting á alla þessa viðburði, hvort sem það er pöbbkvis, trúbador eða blús. Það þarf greinilega bara að vera eitthvað til staðar fyrir fólkið og þá mætir það.“ Grillhúsið í Borgarnesi var auglýst til sölu ásamt tveimur veitingastöðum Grillhússins í Reykjavík um áramótin. Eigendur TGI Fridays keyptu reksturinn í Reykjavík en Örvar fer fyrir hópnum sem keypti útibúið í Borgarnesi. Opið í annan endann „Þetta er alveg dýrt. Miklu meira en ein fjölskylda ræður við. Ég þurfti að finna mannskap með mér og fann þá. Mjög góða og reynslumikla menn.“ Staðurinn opnar dyr sínar á hverjum degi klukkan ellefu og Örvar ætlar að hafa opið þangað til fólk er hætt að mæta. „Það fyrsta sem ég gerði var að ég tók út að það loki klukkan níu eða tíu. Það er algjör óþarfi að vera með sex starfsmenn í húsi og ekkert að gerast. En svo ef það er eitthvað að gerast þá vil ég hafa opið,“ segir Örvar. Þó ekki lengur en til eitt eins og tilskilin leyfi segja til um. En það er eitt alveg ljóst í huga Örvars: „Borgarnes verður staðurinn í sumar.“
Veitingastaðir Borgarbyggð Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira