„Auðvitað voru einhverjir villtir draumar um að fara í úrslitin“ Siggeir Ævarsson skrifar 13. maí 2024 22:11 Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, er alltaf líflegur á hliðarlínunni. Leikurinn í kvöld var síðasti leikurinn hans að sinni sem þjálfari Vísir/Vilhelm Arnar Guðjónsson, þjálfari nýliða Stjörnunnar, getur gengið sáttur frá borði nú þegar hann lætur af störfum en nýliðarnir voru hársbreidd frá því að leggja deildarmeistara Keflavíkur í oddaleik í kvöld, lokatölur kvöldsins 81-76. „Þær gerðu vel hér í síðari hálfleik og við áttum í erfiðleikum með svæðisvörnina. Þegar við opnuðum hana þá skoppaði boltinn ekki okkar megin og það gerist stundum í þessu lífi. Svona eru bara íþróttir. Það er oft stutt á milli í þessu. Það er kannski hægt að snúa þessu við. Þegar við unnum þær í Garðabænum þá kannski rúllaði hann upp úr hjá þeim og ofan í hjá okkur.“ Arnar gat ekki annað en hrósað Keflvíkingum og því starfi sem hefur verið í gangi í Keflavík undanfarin ár. „Ég held að það sé bara ágætt að byrja á því að óska Keflvíkingum til hamingju og óska þeim góðs gengis í úrslitum. Það er mjög skemmtilegt að horfa á þetta lið. Uppaldar stelpur úr Keflavík með tvo atvinnumenn með sér. Mér finnst þær bara ógeðslega flottar. Batakveðjur á Birnu, ég vona innilega að hún verði tilbúin því ég hlakka til að horfa á þessa seríu sem er framundan.“ Það sást glöggt á viðbrögðum leikmanna Stjörnunnar í leikslok að þær voru drullusvekktar að tapa en á sama tíma geta þær verið stoltar af árangri tímabilsins. Arnar var raunsær allan tímann en viðurkenndi að tilhugsunin um að ná í úrslitin hefði kitlað. „Auðvitað voru einhverjir villtir draumar þegar þetta var komið svona að fara í úrslitin. En að sama skapi get ég ekki sagt annað en að þessar stelpur lögðu allt í sölurnar. Þær eru ótrúlega þroskaðar miðað við aldur og það ber að hrósa þeim fyrir það. Klippa: Arnar kveður Stjörnuna Hann fór síðan aðeins yfir síðustu ár og þá vinnu sem hans konur hafa lagt á sig til að ná þessum árangri og hrósaði Keflvíkingum sömuleiðis. Þetta er búið að vera ótrúlega gaman. Ég er búinn að þjálfa þær í fjögur ár. Tók við stelpum sem stór hluti var hjá Brynjari Karli á undan. Þegar ég fékk þær þá fékk ég stelpur í 8. bekk sem skildu öll hugtök, gátu dripplað með hægri og vinstri, gátu spilað körfubolta og voru ótrúlega tilbúnar að spila af mikilli ákefð.“ Hann sagði að sú mikla vinna sem hefur verið lögð í þjálfun þessa liðs vera að skila sér og lagði áherslu á að það mætti ekki gefa neinn afslátt af þjálfun kvennabolta. „Þetta er það sem þarf að gera. Alvöru þjálfun á stelpur og þá kemur svona. Ekki gefa afslátt þar og þá kemur svona. Það er ekki búið að gefa afslátt hér í Keflavík. Þess vegna eru þær bestar. Þær eru ekki bestar vegna þess að það er einhver „sugar daddy“ að dæla í þetta pening. En ég vona samt að þessar stelpur séu að fá borgað því þær eiga það skilið. Það voru þúsund manns að horfa á þær hér í kvöld og þær eru ógeðslega góðar.“ Arnar er sannfærður um að þessi tvö lið séu skipuð sterkustu íslensku leikmönnunum í deildinni. „Það hefur ekki verið afsláttur af kvennaþjálfun í Keflavík í mörg ár og þess vegna eru þær bestar. Þessar stelpur sem eru að koma upp í Stjörnunni hafa heldur ekki fengið afslátt af þjálfun og aldrei fengið annars flokks þjálfara, ekki frekar en hér og það skilar sér í því að held að þetta séu heilt yfir tvö best mönnuðu liðin af Íslendingum, allavega uppöldum.“ Þetta var síðasti leikur Arnars í bili með Stjörnuna og aðspurður hvort hann væri með einhver skilaboð til íslensku körfuboltaþjóðarinnar í lokin glotti hann bara og þakkaði fyrir sig. „Nei nei, ætli þið séuð ekki bara fegin að vera laus við mig í bili? Takk fyrir mig!“ Takk sömuleiðis Arnar! Körfubolti Subway-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Bikar á loft eftir Las Vegas jólasýningu Grikkjans Sjá meira
„Þær gerðu vel hér í síðari hálfleik og við áttum í erfiðleikum með svæðisvörnina. Þegar við opnuðum hana þá skoppaði boltinn ekki okkar megin og það gerist stundum í þessu lífi. Svona eru bara íþróttir. Það er oft stutt á milli í þessu. Það er kannski hægt að snúa þessu við. Þegar við unnum þær í Garðabænum þá kannski rúllaði hann upp úr hjá þeim og ofan í hjá okkur.“ Arnar gat ekki annað en hrósað Keflvíkingum og því starfi sem hefur verið í gangi í Keflavík undanfarin ár. „Ég held að það sé bara ágætt að byrja á því að óska Keflvíkingum til hamingju og óska þeim góðs gengis í úrslitum. Það er mjög skemmtilegt að horfa á þetta lið. Uppaldar stelpur úr Keflavík með tvo atvinnumenn með sér. Mér finnst þær bara ógeðslega flottar. Batakveðjur á Birnu, ég vona innilega að hún verði tilbúin því ég hlakka til að horfa á þessa seríu sem er framundan.“ Það sást glöggt á viðbrögðum leikmanna Stjörnunnar í leikslok að þær voru drullusvekktar að tapa en á sama tíma geta þær verið stoltar af árangri tímabilsins. Arnar var raunsær allan tímann en viðurkenndi að tilhugsunin um að ná í úrslitin hefði kitlað. „Auðvitað voru einhverjir villtir draumar þegar þetta var komið svona að fara í úrslitin. En að sama skapi get ég ekki sagt annað en að þessar stelpur lögðu allt í sölurnar. Þær eru ótrúlega þroskaðar miðað við aldur og það ber að hrósa þeim fyrir það. Klippa: Arnar kveður Stjörnuna Hann fór síðan aðeins yfir síðustu ár og þá vinnu sem hans konur hafa lagt á sig til að ná þessum árangri og hrósaði Keflvíkingum sömuleiðis. Þetta er búið að vera ótrúlega gaman. Ég er búinn að þjálfa þær í fjögur ár. Tók við stelpum sem stór hluti var hjá Brynjari Karli á undan. Þegar ég fékk þær þá fékk ég stelpur í 8. bekk sem skildu öll hugtök, gátu dripplað með hægri og vinstri, gátu spilað körfubolta og voru ótrúlega tilbúnar að spila af mikilli ákefð.“ Hann sagði að sú mikla vinna sem hefur verið lögð í þjálfun þessa liðs vera að skila sér og lagði áherslu á að það mætti ekki gefa neinn afslátt af þjálfun kvennabolta. „Þetta er það sem þarf að gera. Alvöru þjálfun á stelpur og þá kemur svona. Ekki gefa afslátt þar og þá kemur svona. Það er ekki búið að gefa afslátt hér í Keflavík. Þess vegna eru þær bestar. Þær eru ekki bestar vegna þess að það er einhver „sugar daddy“ að dæla í þetta pening. En ég vona samt að þessar stelpur séu að fá borgað því þær eiga það skilið. Það voru þúsund manns að horfa á þær hér í kvöld og þær eru ógeðslega góðar.“ Arnar er sannfærður um að þessi tvö lið séu skipuð sterkustu íslensku leikmönnunum í deildinni. „Það hefur ekki verið afsláttur af kvennaþjálfun í Keflavík í mörg ár og þess vegna eru þær bestar. Þessar stelpur sem eru að koma upp í Stjörnunni hafa heldur ekki fengið afslátt af þjálfun og aldrei fengið annars flokks þjálfara, ekki frekar en hér og það skilar sér í því að held að þetta séu heilt yfir tvö best mönnuðu liðin af Íslendingum, allavega uppöldum.“ Þetta var síðasti leikur Arnars í bili með Stjörnuna og aðspurður hvort hann væri með einhver skilaboð til íslensku körfuboltaþjóðarinnar í lokin glotti hann bara og þakkaði fyrir sig. „Nei nei, ætli þið séuð ekki bara fegin að vera laus við mig í bili? Takk fyrir mig!“ Takk sömuleiðis Arnar!
Körfubolti Subway-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Bikar á loft eftir Las Vegas jólasýningu Grikkjans Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum