Það sem býr í Höllu Hrund Viðar Hreinsson skrifar 14. maí 2024 09:01 Mér leist ekki alveg á blikuna þegar til tals kom að Halla Hrund Logadóttir byði sig fram til embættis forseta Íslands. Ég hafð tekið eftir framgöngu hennar í embætti orkumálastjóra, þar sem hún hélt fram almannahagsmunum af hógværri einurð sem var byggð á þekkingu og yfirsýn. Hún var rétta manneskjan í því embætti. Þegar kvisaðist að bændur og gangnamenn austan af Síðu hefðu sent henni áskorun um að bjóða sig fram fór maður að sperra eyrun. Hún hefur greinilega unnið hugi þeirra og hjörtu. Í ljós kom að hún hafði verið þar í sveit, hjá afa sínum og ömmu, og haft þaðan staðgott veganesti. Það er ekki sjálfgefið að ung manneskja dragi slíka lærdóma af sveitadvöl sinni, læri að meta samvinnu og samhjálp á jarðtengdu sviði búskapar og taki þá hugsun með sér á vegferð út í heim, til náms og starfa á alþjóðlegum vettvangi. Einmitt þessi samþætting heimsmenningar og hins heimafengna hefur léð Höllu Hrund víða sýn sem er dýrmætt veganesti í embætti forseta – samfara heillandi viðmóti og hlýlegri framkomu sem hefur einkennt kosningabaráttu hennar. Þessir eiginleikar skila sér örugglega betur þegar hún hittir fólk í návígi en í kappræðum þar sem hugmyndir eru ummyndaðar í snöggsoðnar söluræður stjórnmála og viðskipta. Fólk getur greint á um stjórnarfarslegt hlutverk forseta eða valdsvið embættisins en það liggur þó nokkuð ljóst fyrir. Á þeim þrönga dægurpólitíska vettvangi ríður mest á að forsetinn hafi til að bera dómgreind, heiðarleika og einurð til að sinna þeim störfum, og kjark til að beita þeim lýðræðislega öryggisventli sem neituarvaldið er. Á öðru sviði er oft talað um forseta sem sameiningartákn þjóðar. Ég veit ekki hvort sú hugmynd er raunhæf, táknmyndir eru þröngar og og hugmyndir um þjóðir eru að verða skrýtnar og afbakaðar á tímum fjölmenningar og fólksflutninga. Því held ég að forseti þurfi að vera mildur leiðtogi frekar en tákn, geta talað til allra, hvatt til dáða eða sagt til synda eftir aðstæðum, stuðlað að því að leysa úr úlfakreppum sundrungar sem hafa verið áberandi og mörgum sársaukafullar undanfarna áratugi. Það er ástæðulaust að fá alla til að hugsa eins. Hins vegar má stuðla að gagnkvæmum skilningi milli fólks, sá fyrir mannúð, lýðræði, réttsýni og virðingu í samskiptum, með því glaðlega og bjarta viðmóti sem einkennir Höllu Hrund. Tímarnir eru viðsjárverðir, með óhugnanlegum yfirgangi hervelda sem afmennska allt kvikt sem fyrir verður, stórfyrirtækja sem taka sér æ meira vald yfir lífi okkar og ekki síst vistkreppu sem kallar á umbyltingu lífshátta eigi jörðin að vera mannfólki sæmilega byggileg áfram. Stríðin yfirskyggja en fólk er varla farið að horfast í augu við vistkreppuna. Forsetinn hefur afmarkað dægurpólitískt vald en aftur á móti dagskrárvald gagnvart meðbyr jafnt sem ógnum. Með yfirsýn og þekkingu samfara viðmóti sem þegar hefur heillað landsmenn getur Halla Hrund orðið rödd sem á þarf að halda, inn á við gagnvart landsmönnum og út á við gagnvart heimsbyggðinni, rödd mannúðar, lýðræðis, virðingar fyrir lífi og náttúru, rödd sem er mótuð af samhjálp sveitasamfélagsins, alþjóðlegri þekkingu og þeirri einurð sem hún hefur sýnt í embætti orkumálastjóra. Og hún getur hrint hugsjónum í framkvæmd. Í Höllu Hrund Logadóttur býr atgervi sem getur orðið okkur öllum til heilla. Ég get varla hugsað mér nokkurn annan forseta næstu árin. Höfundur er bókmenntafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðar Hreinsson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mér leist ekki alveg á blikuna þegar til tals kom að Halla Hrund Logadóttir byði sig fram til embættis forseta Íslands. Ég hafð tekið eftir framgöngu hennar í embætti orkumálastjóra, þar sem hún hélt fram almannahagsmunum af hógværri einurð sem var byggð á þekkingu og yfirsýn. Hún var rétta manneskjan í því embætti. Þegar kvisaðist að bændur og gangnamenn austan af Síðu hefðu sent henni áskorun um að bjóða sig fram fór maður að sperra eyrun. Hún hefur greinilega unnið hugi þeirra og hjörtu. Í ljós kom að hún hafði verið þar í sveit, hjá afa sínum og ömmu, og haft þaðan staðgott veganesti. Það er ekki sjálfgefið að ung manneskja dragi slíka lærdóma af sveitadvöl sinni, læri að meta samvinnu og samhjálp á jarðtengdu sviði búskapar og taki þá hugsun með sér á vegferð út í heim, til náms og starfa á alþjóðlegum vettvangi. Einmitt þessi samþætting heimsmenningar og hins heimafengna hefur léð Höllu Hrund víða sýn sem er dýrmætt veganesti í embætti forseta – samfara heillandi viðmóti og hlýlegri framkomu sem hefur einkennt kosningabaráttu hennar. Þessir eiginleikar skila sér örugglega betur þegar hún hittir fólk í návígi en í kappræðum þar sem hugmyndir eru ummyndaðar í snöggsoðnar söluræður stjórnmála og viðskipta. Fólk getur greint á um stjórnarfarslegt hlutverk forseta eða valdsvið embættisins en það liggur þó nokkuð ljóst fyrir. Á þeim þrönga dægurpólitíska vettvangi ríður mest á að forsetinn hafi til að bera dómgreind, heiðarleika og einurð til að sinna þeim störfum, og kjark til að beita þeim lýðræðislega öryggisventli sem neituarvaldið er. Á öðru sviði er oft talað um forseta sem sameiningartákn þjóðar. Ég veit ekki hvort sú hugmynd er raunhæf, táknmyndir eru þröngar og og hugmyndir um þjóðir eru að verða skrýtnar og afbakaðar á tímum fjölmenningar og fólksflutninga. Því held ég að forseti þurfi að vera mildur leiðtogi frekar en tákn, geta talað til allra, hvatt til dáða eða sagt til synda eftir aðstæðum, stuðlað að því að leysa úr úlfakreppum sundrungar sem hafa verið áberandi og mörgum sársaukafullar undanfarna áratugi. Það er ástæðulaust að fá alla til að hugsa eins. Hins vegar má stuðla að gagnkvæmum skilningi milli fólks, sá fyrir mannúð, lýðræði, réttsýni og virðingu í samskiptum, með því glaðlega og bjarta viðmóti sem einkennir Höllu Hrund. Tímarnir eru viðsjárverðir, með óhugnanlegum yfirgangi hervelda sem afmennska allt kvikt sem fyrir verður, stórfyrirtækja sem taka sér æ meira vald yfir lífi okkar og ekki síst vistkreppu sem kallar á umbyltingu lífshátta eigi jörðin að vera mannfólki sæmilega byggileg áfram. Stríðin yfirskyggja en fólk er varla farið að horfast í augu við vistkreppuna. Forsetinn hefur afmarkað dægurpólitískt vald en aftur á móti dagskrárvald gagnvart meðbyr jafnt sem ógnum. Með yfirsýn og þekkingu samfara viðmóti sem þegar hefur heillað landsmenn getur Halla Hrund orðið rödd sem á þarf að halda, inn á við gagnvart landsmönnum og út á við gagnvart heimsbyggðinni, rödd mannúðar, lýðræðis, virðingar fyrir lífi og náttúru, rödd sem er mótuð af samhjálp sveitasamfélagsins, alþjóðlegri þekkingu og þeirri einurð sem hún hefur sýnt í embætti orkumálastjóra. Og hún getur hrint hugsjónum í framkvæmd. Í Höllu Hrund Logadóttur býr atgervi sem getur orðið okkur öllum til heilla. Ég get varla hugsað mér nokkurn annan forseta næstu árin. Höfundur er bókmenntafræðingur.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun