Úkraínustríðið, skotvopnakaup Íslands og NATO? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar 14. maí 2024 11:30 Nýlega var viðtal við Utanríkisráðherra Íslands á Sprengisandi í tilefni 75 ára afmælis NATO. Aðstoð Íslands við Úkraínu kom til tals hvort frekar ætti að veita Úkraínu mannúðaraðstoð en kaupa skotvopn. Utanríkisráðherra var greinilega hlynntari skotvopnasendingum og spurði hvort nægjanlegt væri að Bandaríkin sendu stoðtæki og teppi til Íslands ef á okkur yrði ráðist. Þetta er einkennileg athugasemd miðað við þær aðstæður sem nú eru uppi. Í fyrsta lagi hefur Ísland ekki undirgengist neinar skuldbindingar í varnarmálum gagnvart Úkraínu á hliðstæðan hátt og Bandaríkin hafa gert gagnvart Íslandi. Þó er að sögn verið að útbúa einhverskonar tvíhliða varnarsamning milli Íslands og Úkraínu sem ég hef ekki séð og ekki heyrt neina opinbera umræðu um. Ég sá þessa væntanlega varnarsamnings fyrst getið í frétt um símtal sem fór fram milli forsætisráðherra Íslands og forseta Úkraínu nú nýverið. Þetta minnir nokkuð á Evrópuráðsfundinn þar sem um tveimur milljörðum króna af Íslensku skattfé var varið til að fjalla um tjónaskrá sem vandséð að muni gera mikið gagn enda taka Alþjóðabankinn og Evrópusambandið reglulega saman skýrslu um það tjón sem orðið hefur í landinu. Ólíkt Evrópuráðinu hafa þessar stofnannir svo einhverja getu til að koma að uppbyggingu Úkraínu að stríðinu lokni sem Evrópuráðið hefur klárlega ekki. Í öðru lagi eru Bandaríkin öflugasta stórveldi í heiminum og stærsti vopnaframleiðandinn og hefur því verið aflögufært með vopn til Úkraínu. Aftur á móti framleiðir Ísland engin vopn en er að kaupa þau í gegnum þriðja aðila með viðskiptum sem geta verið vafasöm og varasöm. Þetta þykir betri kostur en t.d. að hjálpa þeim tugum þúsund Úkraínumanna sem hafa örkumlast í stríðinu sem enn stendur yfir. Í þriðja lagi er skortur á mannafla í her Úkraínu sennilega orðið meira vandamál en skortur á vopnum. Vopnasendingar frá vesturlöndum krefjast þess að til séu hermenn á staðnum sem kunna að nota vopnin og séu þeir ekki til staðar lengur eru ný vopn ekki nóg. Með því að útvega t.d. stoðtæki er hægt að gera fólk sem er óvinnufært aftur gjaldgengt á vinnumarkaði og slíkt er mikilvægt fyrir land sem á í stríði og þarf að halda hagkerfi sínu gangandi eftir því sem hægt er. Er ráðlegt fyrir vopnlaust smáríki eins og Ísland að kaupa skotvopn til að skjót rússneska hermenn? Ísland er meðal stofnríkja NATO og er auk þess með tvíhliða varnarsamning við Bandaríkin. Íslandi var veitt aðild að NATO þó að landið væri herlaust og geti hvorki varið sig sjálft og enn síður önnur lönd. Sjálfur hef ég verið fylgjandi Þessu fyrirkomulagi. Það breytir því hinsvegar ekki að síðan 2006 er varla hægt að segja að nokkrar sýnilegar varnir hafi verið á Keflavíkurflugvelli á vegum Bandaríkjanna eða NATO. Þetta er veruleikinn þó Íslensk stjórnvöld hafi viljað hafa sýnilegar og varanlegar varir á Keflavíkurflugvelli, þar á meðal loftvarnir. Það eru fyrst og fremst Bandaríkin sem ráða því hvernig varnarsamningurinn er framkvæmdur. Nýlega lét Donald Trump, sem vel gæti orðið næsti forseti Bandaríkjanna, hafa eftir sér að hann myndi ekki virða svokallað Atricle 5 guarantee gagnvart Evrópu ríkjum NATO sem ekki eyddu ekki að minnsta kosti 2 prósentum af vergri landsframleiðslu til varnarmála heldur myndi hann hvetja Rússa til að ráðast á þessi lönd. Ísland er langt frá því að verja þessum 2 prósentum af vergri landsframleiðslu í hernaðaruppbyggingu eða til rekstur hers og mér vitanlega eru engin plön um að gera slíkt. Um væri að ræða 80 til 90 milljarða króna árlega sem myndi kalla á verulegan niðurskurð til annarra máflokka á Íslandi t.d. til heilbrigðis- og menntamála. Á sama tíma hafa Íslensk stjórnvöld lokað sendiráði sínu í Moskvu og ákveðið að fjármagna skotvopn til að drepa Rússneska hermann. Þetta gerist á sama tíma og óvissa ríkir um varnir landsins og Rússneski herinn er að styrkja stöðu sína á norðurslóðum. Mér finnst þetta sýna dómgreindar brest. Stíð er stríð og Ísland getur ekki á von á neinu góðu frá Rússlandi í framhaldinu. Ég hefði haldið að í þessari óvissu væri best fyrir vopnlausa smáþjóð að halda sér til hlés í hernaðarbrölti. Veita Úkraínu mannúðaraðstoð t.d. með stoðtækjum til að gera fólki kleyft að snúa aftur á vinnumarkaðinn í Úkraínu. Margt bendir til þess að skortur á mannafla sé orðið meira vandamál í Úkraínu en vopnaskortur. Með aðstoð að þessu tagi, sem væri mikilvæg fyrir Úkraínu, væri með engu móti hægt að segja að Ísland væri að ögra Rússlandi. Vesturlönd eiga líka sína sök Það voru Vesturlönd sem sannfærðu Úkraínu árið 1994 með svokölluðu Budapest Memorandum að láta af hendi öll sín kjarnorkuvopn til Rússlands. Þetta var gert þó miklar líkur væru á því að Rússland myndi einhvern tíma banka á dyr Úkraínu eins og síðar varð. Svo var það NATO fundurinn í Búkarest 2008 þegar ákveðið var að Úkraína færi í NATO en henni var aldrei hleypt inn. Nú 16 árum er Úkraína ekki aðili að NATO og engar líkur á að svo muni verða á næstunni. Hefði Úkraínu verið hleypt í NATO fljótlega eftir Búkarest fundinn 2008 hefði innrás Rússlands hugsanlega aldrei orðið. En Úkraína var bara skilin eftir í snörunni. Bestu varnarbandalögin eru þau sem aldrei þurfa að fara í stríð og besti herinn er sá sem aldrei þarf að berjast. Ákvörðunin um enn frekari stækkun NATO til austurs með Úkraínu innanborðs leiddi svo til þess stríðs sem nú stendur yfir með Úkraínu í vörn, búinn að tapa stórum hluta að landi sínu og við núverandi aðstæður skortir bæði vopn og hermenn. Eignatjón er gífurlegt, manntjón óbætanlegt. Því miður hafði NATO ekki nægan fælingarmátt til þess að koma í veg fyrir innrás Rússa. Þegar Úkraína varð sjálfstætt ríki árið 1991 bjuggu um 52 milljónir manna þar. Hefði fólksfjöldi Úkraínu þróast með eðlilegum hætti væri íbúar þar nú 70 til 75 milljónir. Eins og staðan er í dag búa varla meira en 30 milljónir í Úkraínu. Verg landsframleiðsla hefur hrunið. Samskipti Íslands við Bandaríkin og aðildin að NATO Samskipti Íslands og Bandaríkjanna hafa verði góð á undanförnum áratugum. Bandaríkin voru fyrsta landið til að viðurkenna sjálfstæði Íslands 17. júní 1944. Bandarísk yfirvöld buðu Íslandi á Bretton Woods fundinn 1. júlí 1944 tæplega tveimur vikum áður en Ísland var sjálfstætt ríki. Á þeim fundi var lagður grunnur að stofnun Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þegar seinni heimstyrjöldinni var enn ólokið. Íslandi var líka boðið á stofnfund NATO 4. apríl 1949 og síðan var undirritaður tvíhliða varnarsamningur milli Íslands og Bandaríkjanna 5. maí 1951. Sjálfur kynntist ég varnarsamstarfi Bandaríkjanna og Íslands þegar ég var aðstoðarmaður utanríkisráðherra á árunum 1995 til 1999 og var þá meðal annars formaður kostnaðarlækkunarnefndar varnarliðsins og í samninganefnd um framkvæmd varnarsamningsins, auk þess að sækja NATO fundi með þáverandi utanríkisráðherra. Það er að mínu mati engin ástæða til annars en að halda áfram nánu samstarfi við Bandarísk yfirvöld og önnur NATO ríki. Það breytir því ekki að heimurinn hefur breyst. Bandaríska hagkerfið var 40 til 45 prósent að heimshagkerfinu þegar Bretton Woods fundurinn fór fram og þegar NATO var stofnað, en er nú um 20 prósent. Í heiminum eins og hann er í dag er komin upp stórveldasamkeppni milli Bandaríkjanna og Kína í Asíu auk þess sem samvinna Rússlands og Kína er orðin mjög náin, meðal annars vegna Úkraínu stríðsins. Á sama tíma hefur NATO stækkað um úr 12 aðildarríkjum í 32, sjá Töflu 1. Það er mun dýrara verkefni fyrir Bandaríkin að fjármagna þá öryggisregnhlíf sem NATO átti að vera með 32 aðildarríki nú innanborðs í stað 12 ríkja eins og var árið 1949. Vegna samkeppninnar við Kína er líklegt að Bandaríkin verði á næstu árum stöðugt uppteknari í Asíu frekar Evrópu. Ástandið í Mið-Austurlöndum er líka eldfimt sem leitt getur til orkukreppu og lokunar mikilværa siglingaleiða. Krafan um aukin framlög aðildarríkja NATO mun vaxa á næstu árum. Þar er ekki augljóst að Ísland verði undanskilið. Við þessar aðstæður er óskynsamlegt fyrir vopnlausa smáþjóð að tala á ögrandi hátt til annarra stórvelda, kaupa vopn þeim til höfuðs þó í litlu magni sé, eða taka skyndiákvarðanir um lokun sendiráðs. Það nægir Íslenskum stjórnvöldum að tala skýrt til Rússlands að innrásin í Úkraínu hafi verið ólögleg og að Ísland fordæmi hana og reyna síðan að aðstoða Úkraínu eftir megni og leggja svo það litla lóð sem Ísland hefur á vogaskálar friðar. Ef Ísland þarf svo að verja sem nemur 2 prósentum að vergri landsframleiðslu til hermála eða 80 til 90 milljörðum króna á ári til að geta haldið áfram að aðild sinni að NATO kallar það á umræðu í þjóðfélaginu enda þyrfti þá að breyta forgangsröðun í ríkisfjármálum landsins á róttækan hátt. Við þurfum líka þá að taka afstöðu til þess hvort við séum tilbúin að senda Íslensk ungmenni til þátttöku í hernaðaraðgerðum erlendis í samræmi við stofnsáttmála NATO um að árás á eitt aðildarríki sé árás á öll ríkin. Það er líka ákvörðun sem kallar á lýðræðislega umræðu í þjóðfélaginu á breiðum grundvelli. Höfundur er prófessor við Háskólann á Akureyri og starfaði um 12 ára skeið hjá Alþjóðabankanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hilmar Þór Hilmarsson Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Utanríkismál NATO Öryggis- og varnarmál Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Nýlega var viðtal við Utanríkisráðherra Íslands á Sprengisandi í tilefni 75 ára afmælis NATO. Aðstoð Íslands við Úkraínu kom til tals hvort frekar ætti að veita Úkraínu mannúðaraðstoð en kaupa skotvopn. Utanríkisráðherra var greinilega hlynntari skotvopnasendingum og spurði hvort nægjanlegt væri að Bandaríkin sendu stoðtæki og teppi til Íslands ef á okkur yrði ráðist. Þetta er einkennileg athugasemd miðað við þær aðstæður sem nú eru uppi. Í fyrsta lagi hefur Ísland ekki undirgengist neinar skuldbindingar í varnarmálum gagnvart Úkraínu á hliðstæðan hátt og Bandaríkin hafa gert gagnvart Íslandi. Þó er að sögn verið að útbúa einhverskonar tvíhliða varnarsamning milli Íslands og Úkraínu sem ég hef ekki séð og ekki heyrt neina opinbera umræðu um. Ég sá þessa væntanlega varnarsamnings fyrst getið í frétt um símtal sem fór fram milli forsætisráðherra Íslands og forseta Úkraínu nú nýverið. Þetta minnir nokkuð á Evrópuráðsfundinn þar sem um tveimur milljörðum króna af Íslensku skattfé var varið til að fjalla um tjónaskrá sem vandséð að muni gera mikið gagn enda taka Alþjóðabankinn og Evrópusambandið reglulega saman skýrslu um það tjón sem orðið hefur í landinu. Ólíkt Evrópuráðinu hafa þessar stofnannir svo einhverja getu til að koma að uppbyggingu Úkraínu að stríðinu lokni sem Evrópuráðið hefur klárlega ekki. Í öðru lagi eru Bandaríkin öflugasta stórveldi í heiminum og stærsti vopnaframleiðandinn og hefur því verið aflögufært með vopn til Úkraínu. Aftur á móti framleiðir Ísland engin vopn en er að kaupa þau í gegnum þriðja aðila með viðskiptum sem geta verið vafasöm og varasöm. Þetta þykir betri kostur en t.d. að hjálpa þeim tugum þúsund Úkraínumanna sem hafa örkumlast í stríðinu sem enn stendur yfir. Í þriðja lagi er skortur á mannafla í her Úkraínu sennilega orðið meira vandamál en skortur á vopnum. Vopnasendingar frá vesturlöndum krefjast þess að til séu hermenn á staðnum sem kunna að nota vopnin og séu þeir ekki til staðar lengur eru ný vopn ekki nóg. Með því að útvega t.d. stoðtæki er hægt að gera fólk sem er óvinnufært aftur gjaldgengt á vinnumarkaði og slíkt er mikilvægt fyrir land sem á í stríði og þarf að halda hagkerfi sínu gangandi eftir því sem hægt er. Er ráðlegt fyrir vopnlaust smáríki eins og Ísland að kaupa skotvopn til að skjót rússneska hermenn? Ísland er meðal stofnríkja NATO og er auk þess með tvíhliða varnarsamning við Bandaríkin. Íslandi var veitt aðild að NATO þó að landið væri herlaust og geti hvorki varið sig sjálft og enn síður önnur lönd. Sjálfur hef ég verið fylgjandi Þessu fyrirkomulagi. Það breytir því hinsvegar ekki að síðan 2006 er varla hægt að segja að nokkrar sýnilegar varnir hafi verið á Keflavíkurflugvelli á vegum Bandaríkjanna eða NATO. Þetta er veruleikinn þó Íslensk stjórnvöld hafi viljað hafa sýnilegar og varanlegar varir á Keflavíkurflugvelli, þar á meðal loftvarnir. Það eru fyrst og fremst Bandaríkin sem ráða því hvernig varnarsamningurinn er framkvæmdur. Nýlega lét Donald Trump, sem vel gæti orðið næsti forseti Bandaríkjanna, hafa eftir sér að hann myndi ekki virða svokallað Atricle 5 guarantee gagnvart Evrópu ríkjum NATO sem ekki eyddu ekki að minnsta kosti 2 prósentum af vergri landsframleiðslu til varnarmála heldur myndi hann hvetja Rússa til að ráðast á þessi lönd. Ísland er langt frá því að verja þessum 2 prósentum af vergri landsframleiðslu í hernaðaruppbyggingu eða til rekstur hers og mér vitanlega eru engin plön um að gera slíkt. Um væri að ræða 80 til 90 milljarða króna árlega sem myndi kalla á verulegan niðurskurð til annarra máflokka á Íslandi t.d. til heilbrigðis- og menntamála. Á sama tíma hafa Íslensk stjórnvöld lokað sendiráði sínu í Moskvu og ákveðið að fjármagna skotvopn til að drepa Rússneska hermann. Þetta gerist á sama tíma og óvissa ríkir um varnir landsins og Rússneski herinn er að styrkja stöðu sína á norðurslóðum. Mér finnst þetta sýna dómgreindar brest. Stíð er stríð og Ísland getur ekki á von á neinu góðu frá Rússlandi í framhaldinu. Ég hefði haldið að í þessari óvissu væri best fyrir vopnlausa smáþjóð að halda sér til hlés í hernaðarbrölti. Veita Úkraínu mannúðaraðstoð t.d. með stoðtækjum til að gera fólki kleyft að snúa aftur á vinnumarkaðinn í Úkraínu. Margt bendir til þess að skortur á mannafla sé orðið meira vandamál í Úkraínu en vopnaskortur. Með aðstoð að þessu tagi, sem væri mikilvæg fyrir Úkraínu, væri með engu móti hægt að segja að Ísland væri að ögra Rússlandi. Vesturlönd eiga líka sína sök Það voru Vesturlönd sem sannfærðu Úkraínu árið 1994 með svokölluðu Budapest Memorandum að láta af hendi öll sín kjarnorkuvopn til Rússlands. Þetta var gert þó miklar líkur væru á því að Rússland myndi einhvern tíma banka á dyr Úkraínu eins og síðar varð. Svo var það NATO fundurinn í Búkarest 2008 þegar ákveðið var að Úkraína færi í NATO en henni var aldrei hleypt inn. Nú 16 árum er Úkraína ekki aðili að NATO og engar líkur á að svo muni verða á næstunni. Hefði Úkraínu verið hleypt í NATO fljótlega eftir Búkarest fundinn 2008 hefði innrás Rússlands hugsanlega aldrei orðið. En Úkraína var bara skilin eftir í snörunni. Bestu varnarbandalögin eru þau sem aldrei þurfa að fara í stríð og besti herinn er sá sem aldrei þarf að berjast. Ákvörðunin um enn frekari stækkun NATO til austurs með Úkraínu innanborðs leiddi svo til þess stríðs sem nú stendur yfir með Úkraínu í vörn, búinn að tapa stórum hluta að landi sínu og við núverandi aðstæður skortir bæði vopn og hermenn. Eignatjón er gífurlegt, manntjón óbætanlegt. Því miður hafði NATO ekki nægan fælingarmátt til þess að koma í veg fyrir innrás Rússa. Þegar Úkraína varð sjálfstætt ríki árið 1991 bjuggu um 52 milljónir manna þar. Hefði fólksfjöldi Úkraínu þróast með eðlilegum hætti væri íbúar þar nú 70 til 75 milljónir. Eins og staðan er í dag búa varla meira en 30 milljónir í Úkraínu. Verg landsframleiðsla hefur hrunið. Samskipti Íslands við Bandaríkin og aðildin að NATO Samskipti Íslands og Bandaríkjanna hafa verði góð á undanförnum áratugum. Bandaríkin voru fyrsta landið til að viðurkenna sjálfstæði Íslands 17. júní 1944. Bandarísk yfirvöld buðu Íslandi á Bretton Woods fundinn 1. júlí 1944 tæplega tveimur vikum áður en Ísland var sjálfstætt ríki. Á þeim fundi var lagður grunnur að stofnun Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þegar seinni heimstyrjöldinni var enn ólokið. Íslandi var líka boðið á stofnfund NATO 4. apríl 1949 og síðan var undirritaður tvíhliða varnarsamningur milli Íslands og Bandaríkjanna 5. maí 1951. Sjálfur kynntist ég varnarsamstarfi Bandaríkjanna og Íslands þegar ég var aðstoðarmaður utanríkisráðherra á árunum 1995 til 1999 og var þá meðal annars formaður kostnaðarlækkunarnefndar varnarliðsins og í samninganefnd um framkvæmd varnarsamningsins, auk þess að sækja NATO fundi með þáverandi utanríkisráðherra. Það er að mínu mati engin ástæða til annars en að halda áfram nánu samstarfi við Bandarísk yfirvöld og önnur NATO ríki. Það breytir því ekki að heimurinn hefur breyst. Bandaríska hagkerfið var 40 til 45 prósent að heimshagkerfinu þegar Bretton Woods fundurinn fór fram og þegar NATO var stofnað, en er nú um 20 prósent. Í heiminum eins og hann er í dag er komin upp stórveldasamkeppni milli Bandaríkjanna og Kína í Asíu auk þess sem samvinna Rússlands og Kína er orðin mjög náin, meðal annars vegna Úkraínu stríðsins. Á sama tíma hefur NATO stækkað um úr 12 aðildarríkjum í 32, sjá Töflu 1. Það er mun dýrara verkefni fyrir Bandaríkin að fjármagna þá öryggisregnhlíf sem NATO átti að vera með 32 aðildarríki nú innanborðs í stað 12 ríkja eins og var árið 1949. Vegna samkeppninnar við Kína er líklegt að Bandaríkin verði á næstu árum stöðugt uppteknari í Asíu frekar Evrópu. Ástandið í Mið-Austurlöndum er líka eldfimt sem leitt getur til orkukreppu og lokunar mikilværa siglingaleiða. Krafan um aukin framlög aðildarríkja NATO mun vaxa á næstu árum. Þar er ekki augljóst að Ísland verði undanskilið. Við þessar aðstæður er óskynsamlegt fyrir vopnlausa smáþjóð að tala á ögrandi hátt til annarra stórvelda, kaupa vopn þeim til höfuðs þó í litlu magni sé, eða taka skyndiákvarðanir um lokun sendiráðs. Það nægir Íslenskum stjórnvöldum að tala skýrt til Rússlands að innrásin í Úkraínu hafi verið ólögleg og að Ísland fordæmi hana og reyna síðan að aðstoða Úkraínu eftir megni og leggja svo það litla lóð sem Ísland hefur á vogaskálar friðar. Ef Ísland þarf svo að verja sem nemur 2 prósentum að vergri landsframleiðslu til hermála eða 80 til 90 milljörðum króna á ári til að geta haldið áfram að aðild sinni að NATO kallar það á umræðu í þjóðfélaginu enda þyrfti þá að breyta forgangsröðun í ríkisfjármálum landsins á róttækan hátt. Við þurfum líka þá að taka afstöðu til þess hvort við séum tilbúin að senda Íslensk ungmenni til þátttöku í hernaðaraðgerðum erlendis í samræmi við stofnsáttmála NATO um að árás á eitt aðildarríki sé árás á öll ríkin. Það er líka ákvörðun sem kallar á lýðræðislega umræðu í þjóðfélaginu á breiðum grundvelli. Höfundur er prófessor við Háskólann á Akureyri og starfaði um 12 ára skeið hjá Alþjóðabankanum.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun