Hjartastaður – hvaðan ertu? Anna Sigríður Melsteð skrifar 14. maí 2024 13:00 Söfn þekkjum við flest sem stofnun sem safnar og sýnir athyglisverða muni. Allt frá því að fyrstu almenningssöfnin litu dagsins ljós á 17. öld hefur þeim fjölgað en hlutverk þeirra var í upphafi m.a. það að mennta alþýðuna og halda henni upplýstri. Söfn fóru að safna markvisst og svæðisbundið munum og heimildum og undirstrikuðu þannig sjálfstæði þjóða og sérstæði þjóðarhópa. Íslensk söfn koma til sögunnar talsvert seinna eða undir lok 19. aldarinnar þegar forngripasafnið, síðar Þjóðminjasafn Íslands, var stofnað. Byggðasöfn á landsbyggðinni byggðust upp á fyrri hluta 20. aldar og var þeim einkum ætlað það hlutverk að varðveita bændamenninguna og þá menningu sem var að hverfa við myndun þéttbýlis. Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla var stofnað árið 1956 en fyrsta grunnsýning þess var opnuð árið 2001 í nýuppgerðu húsi sem Árni Thorlacius reisti 1832 í Stykkishólmi. Ný grunnsýning safnsins, Hjartastaður, opnaði haustið 2023. Þegar ákveðið var að breyta um grunnsýningu safnsins lá fyrir að efnistök nýrrar sýningar yrðu um margt ólík fyrri sýningu sem sýndi heldra heimili á ofanverðri 19. öld. Mörg söfn, og þar með talið Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla, hafa í gegnum tíðina sætt gagnrýni fyrir stefnu sína í sýningahaldi m.a. fyrir nýlendustefnu, að hylla feðraveldið, að einblína á menningu yfirstétta í sýningum sínum og fyrir skort á miðlun alþýðumenningar. Þegar ákveðið var að setja upp nýja grunnsýningu á Byggðasafninu var settur á stofn stýrihópur með það að markmiði að eiga samtal við íbúa svæðisins um nýju sýninguna. Niðurstöður þeirrar vinnu var að sýningin skyldi endurspegla sögu og menningu Snæfellsness alls á 20. öld, þar sem sagan yrði sögð frá sjónarhóli ungs fólks á svæðinu. Í þessum áherslum var sleginn nýr tónn fyrir safnið, þar sem óskir um að ungt fólk á þröskuldi fullorðinsára segði sínar sögur úr heimahögunum og tengsl sín við þá, að raddir sem sjaldan fá pláss í sýningum tækju sviðið, ef svo má að orði komast. Þessar áherslur kölluðu á rannsóknir á efninu og var ráðist í þær í kjölfar vinnu stýrihópsins. Tíu djúpviðtöl við einstaklinga á ýmsum aldri voru hljóðrituð á tveggja ára tímabili og á sama tíma voru settar fram spurningakannanir á samfélagsmiðlum og svörum safnað saman til skoðunar fyrir handrit sýningarinnar. Rannsóknin dró fram efnivið í tengslum við menningararf Snæfellsness þar sem almenningi er gefin rödd og sýningarhandrit byggði að stórum hluta á. Gögnin sýna m.a. fram á djúp staðartengsl íbúa við staðinn, hjartastaðinn, sinn á Snæfellsnesi. Á það bæði við um náttúru og umhverfi staðarins ekki síður en samfélag hvers staðar fyrir sig. Þannig er það ríkt persónueinkenni meðal íbúa á Snæfellsnesi að kenna sig við staðinn sinn. Sýningin er sambland af þematengdri- og tímalínunálgun þar sem gestum hennar er boðið upp á að draga eigin ályktanir auk þess sem þeim er gefið tækifæri til að yfirfæra á aðrar aðstæður og einstaklinga sem og því að spegla þær við sjálf sig þegar hún er skoðuð. Rannsóknarvinna í aðdraganda sýningar skiptir sköpum svo vel takist til. Hún byggir upp efni þeirra og er á sama tíma nýr fróðleikur sem verður að kveikjum fyrir hugleiðingar gesta hennar. Það að leyfa nýjum röddum að heyrast, breyta um sjónarhorn og skoða hluti í nýju ljósi kallar á öflugt rannsóknarstarf og er nauðsynlegt svo söfn geti haldið áfram að breytast og þróast með samfélaginu. Höfundur er þjóðfræðingur og sýningarstjóri Hjartastaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Söfn Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Söfn þekkjum við flest sem stofnun sem safnar og sýnir athyglisverða muni. Allt frá því að fyrstu almenningssöfnin litu dagsins ljós á 17. öld hefur þeim fjölgað en hlutverk þeirra var í upphafi m.a. það að mennta alþýðuna og halda henni upplýstri. Söfn fóru að safna markvisst og svæðisbundið munum og heimildum og undirstrikuðu þannig sjálfstæði þjóða og sérstæði þjóðarhópa. Íslensk söfn koma til sögunnar talsvert seinna eða undir lok 19. aldarinnar þegar forngripasafnið, síðar Þjóðminjasafn Íslands, var stofnað. Byggðasöfn á landsbyggðinni byggðust upp á fyrri hluta 20. aldar og var þeim einkum ætlað það hlutverk að varðveita bændamenninguna og þá menningu sem var að hverfa við myndun þéttbýlis. Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla var stofnað árið 1956 en fyrsta grunnsýning þess var opnuð árið 2001 í nýuppgerðu húsi sem Árni Thorlacius reisti 1832 í Stykkishólmi. Ný grunnsýning safnsins, Hjartastaður, opnaði haustið 2023. Þegar ákveðið var að breyta um grunnsýningu safnsins lá fyrir að efnistök nýrrar sýningar yrðu um margt ólík fyrri sýningu sem sýndi heldra heimili á ofanverðri 19. öld. Mörg söfn, og þar með talið Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla, hafa í gegnum tíðina sætt gagnrýni fyrir stefnu sína í sýningahaldi m.a. fyrir nýlendustefnu, að hylla feðraveldið, að einblína á menningu yfirstétta í sýningum sínum og fyrir skort á miðlun alþýðumenningar. Þegar ákveðið var að setja upp nýja grunnsýningu á Byggðasafninu var settur á stofn stýrihópur með það að markmiði að eiga samtal við íbúa svæðisins um nýju sýninguna. Niðurstöður þeirrar vinnu var að sýningin skyldi endurspegla sögu og menningu Snæfellsness alls á 20. öld, þar sem sagan yrði sögð frá sjónarhóli ungs fólks á svæðinu. Í þessum áherslum var sleginn nýr tónn fyrir safnið, þar sem óskir um að ungt fólk á þröskuldi fullorðinsára segði sínar sögur úr heimahögunum og tengsl sín við þá, að raddir sem sjaldan fá pláss í sýningum tækju sviðið, ef svo má að orði komast. Þessar áherslur kölluðu á rannsóknir á efninu og var ráðist í þær í kjölfar vinnu stýrihópsins. Tíu djúpviðtöl við einstaklinga á ýmsum aldri voru hljóðrituð á tveggja ára tímabili og á sama tíma voru settar fram spurningakannanir á samfélagsmiðlum og svörum safnað saman til skoðunar fyrir handrit sýningarinnar. Rannsóknin dró fram efnivið í tengslum við menningararf Snæfellsness þar sem almenningi er gefin rödd og sýningarhandrit byggði að stórum hluta á. Gögnin sýna m.a. fram á djúp staðartengsl íbúa við staðinn, hjartastaðinn, sinn á Snæfellsnesi. Á það bæði við um náttúru og umhverfi staðarins ekki síður en samfélag hvers staðar fyrir sig. Þannig er það ríkt persónueinkenni meðal íbúa á Snæfellsnesi að kenna sig við staðinn sinn. Sýningin er sambland af þematengdri- og tímalínunálgun þar sem gestum hennar er boðið upp á að draga eigin ályktanir auk þess sem þeim er gefið tækifæri til að yfirfæra á aðrar aðstæður og einstaklinga sem og því að spegla þær við sjálf sig þegar hún er skoðuð. Rannsóknarvinna í aðdraganda sýningar skiptir sköpum svo vel takist til. Hún byggir upp efni þeirra og er á sama tíma nýr fróðleikur sem verður að kveikjum fyrir hugleiðingar gesta hennar. Það að leyfa nýjum röddum að heyrast, breyta um sjónarhorn og skoða hluti í nýju ljósi kallar á öflugt rannsóknarstarf og er nauðsynlegt svo söfn geti haldið áfram að breytast og þróast með samfélaginu. Höfundur er þjóðfræðingur og sýningarstjóri Hjartastaðar.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun