Alltaf að stela fötum af kærastanum Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 25. maí 2024 11:31 Fyrirsætan Nadía Áróra starfar hjá tískuversluninni Húrra og er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Aðsend Fyrirsætan Nadía Áróra Jonkers elskar að klæða sig upp og gefur sér góðan tíma til að skipuleggja klæðnað fyrir þemapartý. Hún hefur engin boð eða bönn þegar að það kemur að tískunni, er með fjölbreyttan og einstakan stíl, fer sínar eigin leiðir og heldur ekki aftur af sér í fatavali. Nadía Áróra er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Nadía er með einstakan og töff stíl. Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Það sem mér finnst skemmtilegast við tískuna er hvernig hún getur lýst fólki og hvernig klæðaburður fólks endurspeglar oft hvernig manneskjur þau eru. Til dæmis ef þú vaknar í góðu skapi þá eru meiri líkur á að þú sækist í ljós eða lituð föt og öfugt ef þú vaknar í vondu skapi. Nadía elskar hvernig tískan getur verið alls konar, allt frá rusli yfir í hátískufatnað. Aðsend Mér finnst líka svo skemmtilegt hvernig tískan getur verið alls konar. Það eru engar reglur þegar að það kemur að tísku. Fólk getur verið í alls kyns flíkum, það er hægt að vera í algjörum lúxus vörum og svo er líka hægt að klæðast ruslapoka, þannig séð. Nadía er hrifin af hlébarðamynstri. Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Uppáhalds flíkin mín hlýtur að vera hlébarða pelsinn minn. Ég fer ekki úr honum. Hann passar við allt! Hlébarðapelsinn er í miklu uppáhaldi. Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Það er mjög misjafnt. Stundum stekk ég í það fyrsta sem ég sé en stundum er ég búin að ákveða outfit með viku fyrirvara. Svo fer það líka oft eftir því hvað ég er að fara gera. Nadía leikur sér mikið með tískuna og er með fjölbreyttan stíl. Aðsend Það eru ekki allir elska sem þema partý sem ég skil svo sem, það getur verið kvíðavaldandi að velja eitthvað sér eitthvað eitt sérstakt outfit en ég ELSKA þema partý. Þá tek ég vikuna í að undirbúa skemmtilegt outfit og set svona mitt „spice“ í það. Nadía elskar að klæða sig upp. Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Vá, ég get það bara hreinlega ekki. Hann er aldrei eins. En ef ég þyrfti að setja eitt ákveðið label á stílnum mínum þá er það líklegast „New York street wear“ eða götustíll New York borgar. View this post on Instagram A post shared by NADÍA ÁRÓRA :) (@nadiaarora) Ég elska víð/„baggy“ föt og hef gert það síðan ég var krakki. Ég vildi bara klæðast stráka fötum þegar ég var lítil og ég held að strákaföt hafi elt mig alla mína ævi. Enda elska ég að stela fötum af kærastanum mínum. Nadía elskar að blanda saman stílum og er dugleg að stela fötum af kærastanum. Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Já og nei. Eins og ég segi þá hef ég alltaf elskað víð föt en það mætti segja að með árunum hafi ég orðið mun meiri „gella“. Núna hef ég sjúklega gaman af glimmeri og skvísuflíkum. En litla Nadía myndi ekki láta sjá sig í einhverju sem glitrar. Nadía var ekki mikið fyrir glimmer á sínum yngri árum. Aðsend Nýturðu þess að klæða þig upp? Svo sannarlega. Það er eitt af því skemmtilegasta sem ég geri. Það að finna mér sætt outfit og förðunar lúkk er einhvern veginn eins og hugleiðsla. Tískan er hálfgerð hugleiðsla fyrir Nadíu. Aðsend Ég gæti verið í ömurlegu skapi en um leið og ég set tónlist í gang og fer að græja mig þá geng ég út úr húsi með bros á vör. Ef þú lítur vel út þá líður þér vel (e. If you look good you feel good). Nadía segist finna mun á skapinu sínu við það að klæða sig í smart dress. Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Alls staðar. Það skemmtilega við að vinna í fatabúð er að fá að sjá alls konar fólk á hverjum degi. Ég dýrka að skoða hverju annað fólk klæðist og fæ oft innblástur þaðan. Nadía starfar í tískuversluninni Húrra. Aðsend Smá spes svar en svo fæ ég einnig mikinn innblástur frá gömlu fólki, þau vita alveg hvað þau eru að gera og eru bara sjálfkrafa svo kúl. Sömuleiðis frá fólkinu í kringum mig. Ég er mjög heppin með vini og fjölskyldu og þau eru flest öll algjörir tískupésar. Nadía fær tískuinnblástur alls staðar í kringum sig. Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar að það kemur að klæðaburði? Nei. Ekki nein. Fyrir svona ári hefði ég örugglega sagt að skinny jeans væru stranglega bannaðar en núna finnst mér þær bara frekar flottar. Þannig að ég þori ekki að segja eitthvað því það eru miklar líkur á því að ég muni klæðast flíkinni mánuði seinna. Nadía er ekki fyrir boð og bönn í tískunni. Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Líklegast kjóllinn sem ég saumaði sjálf fyrir söngvakeppni sem ég var að halda í Verzló. Ég keypti helling af gallabuxum á nytjamarkaði og klippti þær í sundur, ég kunni ekkert á saumavél en einhvern vegin náði ég að finna út úr því og úr varð þessi skemmtilegi kjóll. Hann mun fylgja mér að eilífu. Eftir það hef ég oft leikið mér með saumavélina og enda stundum á að sauma einhverja flík fyrir djammið á síðustu stundu. Nadía saumaði þennan einstaka kjól fyrir Vælið. Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Leyfðu þér að prófa nýja hluti þegar það kemur að tísku. Lífið er of stutt til þess að vera að halda aftur af sér. Aldrei vera hrædd við að WOWW-a fólk, það er svo gaman. Nadía á útskriftardaginn úr Verzló. Aðsend Tískutal Tíska og hönnun Tengdar fréttir „Þegar manni líður vel í eigin skinni skín það í gegn“ Tískuskvísan Fanney Ingvarsdóttir starfar sem samfélagsmiðlasérfræðingur hjá Bioeffect og hefur gaman að tjáningarformi tískunnar. Á unglingsárunum var Stjörnugallinn einkennisbúningur Fanneyjar sem æfði handbolta og fótbolta af fullum krafti en eftirminnilegasta flíkin er líklega síðkjóll frá Ungfrú Ísland. Fanney er viðmælandi í Tískutali. 11. maí 2024 11:30 Fataherbergið seldi henni íbúðina strax Ofurskvísan Anna Björk er nýútskrifuð úr meistaranámi í mannauðsstjórnun og elskar fjölbreytileika tískunnar. Hún er viðmælandi í Tískutali. 4. maí 2024 11:31 Strangheiðarleg dreifbýlistútta og lopapeysan í uppáhaldi Lífskúnstnerinn Ingunn Ýr Angantýsdóttir hefur gaman að því hvað tískan getur verið óútreiknanleg. Hún er tveggja barna móðir búsett í Ólafsvík og lýsir sjálfri sér sem strangheiðarlegri dreifbýlistúttu á Snæfellsnesi. Ingunn Ýr er með einstakan og glæsilegan stíl en hún er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 27. apríl 2024 11:30 Mest lesið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Nadía er með einstakan og töff stíl. Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Það sem mér finnst skemmtilegast við tískuna er hvernig hún getur lýst fólki og hvernig klæðaburður fólks endurspeglar oft hvernig manneskjur þau eru. Til dæmis ef þú vaknar í góðu skapi þá eru meiri líkur á að þú sækist í ljós eða lituð föt og öfugt ef þú vaknar í vondu skapi. Nadía elskar hvernig tískan getur verið alls konar, allt frá rusli yfir í hátískufatnað. Aðsend Mér finnst líka svo skemmtilegt hvernig tískan getur verið alls konar. Það eru engar reglur þegar að það kemur að tísku. Fólk getur verið í alls kyns flíkum, það er hægt að vera í algjörum lúxus vörum og svo er líka hægt að klæðast ruslapoka, þannig séð. Nadía er hrifin af hlébarðamynstri. Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Uppáhalds flíkin mín hlýtur að vera hlébarða pelsinn minn. Ég fer ekki úr honum. Hann passar við allt! Hlébarðapelsinn er í miklu uppáhaldi. Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Það er mjög misjafnt. Stundum stekk ég í það fyrsta sem ég sé en stundum er ég búin að ákveða outfit með viku fyrirvara. Svo fer það líka oft eftir því hvað ég er að fara gera. Nadía leikur sér mikið með tískuna og er með fjölbreyttan stíl. Aðsend Það eru ekki allir elska sem þema partý sem ég skil svo sem, það getur verið kvíðavaldandi að velja eitthvað sér eitthvað eitt sérstakt outfit en ég ELSKA þema partý. Þá tek ég vikuna í að undirbúa skemmtilegt outfit og set svona mitt „spice“ í það. Nadía elskar að klæða sig upp. Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Vá, ég get það bara hreinlega ekki. Hann er aldrei eins. En ef ég þyrfti að setja eitt ákveðið label á stílnum mínum þá er það líklegast „New York street wear“ eða götustíll New York borgar. View this post on Instagram A post shared by NADÍA ÁRÓRA :) (@nadiaarora) Ég elska víð/„baggy“ föt og hef gert það síðan ég var krakki. Ég vildi bara klæðast stráka fötum þegar ég var lítil og ég held að strákaföt hafi elt mig alla mína ævi. Enda elska ég að stela fötum af kærastanum mínum. Nadía elskar að blanda saman stílum og er dugleg að stela fötum af kærastanum. Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Já og nei. Eins og ég segi þá hef ég alltaf elskað víð föt en það mætti segja að með árunum hafi ég orðið mun meiri „gella“. Núna hef ég sjúklega gaman af glimmeri og skvísuflíkum. En litla Nadía myndi ekki láta sjá sig í einhverju sem glitrar. Nadía var ekki mikið fyrir glimmer á sínum yngri árum. Aðsend Nýturðu þess að klæða þig upp? Svo sannarlega. Það er eitt af því skemmtilegasta sem ég geri. Það að finna mér sætt outfit og förðunar lúkk er einhvern veginn eins og hugleiðsla. Tískan er hálfgerð hugleiðsla fyrir Nadíu. Aðsend Ég gæti verið í ömurlegu skapi en um leið og ég set tónlist í gang og fer að græja mig þá geng ég út úr húsi með bros á vör. Ef þú lítur vel út þá líður þér vel (e. If you look good you feel good). Nadía segist finna mun á skapinu sínu við það að klæða sig í smart dress. Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Alls staðar. Það skemmtilega við að vinna í fatabúð er að fá að sjá alls konar fólk á hverjum degi. Ég dýrka að skoða hverju annað fólk klæðist og fæ oft innblástur þaðan. Nadía starfar í tískuversluninni Húrra. Aðsend Smá spes svar en svo fæ ég einnig mikinn innblástur frá gömlu fólki, þau vita alveg hvað þau eru að gera og eru bara sjálfkrafa svo kúl. Sömuleiðis frá fólkinu í kringum mig. Ég er mjög heppin með vini og fjölskyldu og þau eru flest öll algjörir tískupésar. Nadía fær tískuinnblástur alls staðar í kringum sig. Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar að það kemur að klæðaburði? Nei. Ekki nein. Fyrir svona ári hefði ég örugglega sagt að skinny jeans væru stranglega bannaðar en núna finnst mér þær bara frekar flottar. Þannig að ég þori ekki að segja eitthvað því það eru miklar líkur á því að ég muni klæðast flíkinni mánuði seinna. Nadía er ekki fyrir boð og bönn í tískunni. Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Líklegast kjóllinn sem ég saumaði sjálf fyrir söngvakeppni sem ég var að halda í Verzló. Ég keypti helling af gallabuxum á nytjamarkaði og klippti þær í sundur, ég kunni ekkert á saumavél en einhvern vegin náði ég að finna út úr því og úr varð þessi skemmtilegi kjóll. Hann mun fylgja mér að eilífu. Eftir það hef ég oft leikið mér með saumavélina og enda stundum á að sauma einhverja flík fyrir djammið á síðustu stundu. Nadía saumaði þennan einstaka kjól fyrir Vælið. Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Leyfðu þér að prófa nýja hluti þegar það kemur að tísku. Lífið er of stutt til þess að vera að halda aftur af sér. Aldrei vera hrædd við að WOWW-a fólk, það er svo gaman. Nadía á útskriftardaginn úr Verzló. Aðsend
Tískutal Tíska og hönnun Tengdar fréttir „Þegar manni líður vel í eigin skinni skín það í gegn“ Tískuskvísan Fanney Ingvarsdóttir starfar sem samfélagsmiðlasérfræðingur hjá Bioeffect og hefur gaman að tjáningarformi tískunnar. Á unglingsárunum var Stjörnugallinn einkennisbúningur Fanneyjar sem æfði handbolta og fótbolta af fullum krafti en eftirminnilegasta flíkin er líklega síðkjóll frá Ungfrú Ísland. Fanney er viðmælandi í Tískutali. 11. maí 2024 11:30 Fataherbergið seldi henni íbúðina strax Ofurskvísan Anna Björk er nýútskrifuð úr meistaranámi í mannauðsstjórnun og elskar fjölbreytileika tískunnar. Hún er viðmælandi í Tískutali. 4. maí 2024 11:31 Strangheiðarleg dreifbýlistútta og lopapeysan í uppáhaldi Lífskúnstnerinn Ingunn Ýr Angantýsdóttir hefur gaman að því hvað tískan getur verið óútreiknanleg. Hún er tveggja barna móðir búsett í Ólafsvík og lýsir sjálfri sér sem strangheiðarlegri dreifbýlistúttu á Snæfellsnesi. Ingunn Ýr er með einstakan og glæsilegan stíl en hún er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 27. apríl 2024 11:30 Mest lesið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
„Þegar manni líður vel í eigin skinni skín það í gegn“ Tískuskvísan Fanney Ingvarsdóttir starfar sem samfélagsmiðlasérfræðingur hjá Bioeffect og hefur gaman að tjáningarformi tískunnar. Á unglingsárunum var Stjörnugallinn einkennisbúningur Fanneyjar sem æfði handbolta og fótbolta af fullum krafti en eftirminnilegasta flíkin er líklega síðkjóll frá Ungfrú Ísland. Fanney er viðmælandi í Tískutali. 11. maí 2024 11:30
Fataherbergið seldi henni íbúðina strax Ofurskvísan Anna Björk er nýútskrifuð úr meistaranámi í mannauðsstjórnun og elskar fjölbreytileika tískunnar. Hún er viðmælandi í Tískutali. 4. maí 2024 11:31
Strangheiðarleg dreifbýlistútta og lopapeysan í uppáhaldi Lífskúnstnerinn Ingunn Ýr Angantýsdóttir hefur gaman að því hvað tískan getur verið óútreiknanleg. Hún er tveggja barna móðir búsett í Ólafsvík og lýsir sjálfri sér sem strangheiðarlegri dreifbýlistúttu á Snæfellsnesi. Ingunn Ýr er með einstakan og glæsilegan stíl en hún er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 27. apríl 2024 11:30