„Rosalega mikilvægt fyrir okkur og samfélagið í Grindavík“ Siggeir Ævarsson skrifar 14. maí 2024 22:53 Jóhann gat leyft sér að glotta við tönn og hlæja við fót í kvöld Vísir/Hulda Margrét Grindvíkingar troðfylltu Smárann í Kópavogi í kvöld og sáu sína menn valta yfir granna sína úr Keflavík, 112-63. Grindvíkingar því komnir í úrslit Subway-deildar karla sem Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari liðsins, sagði gríðarlega mikilvægt fyrir samfélagið í Grindavík. Grindvíkingar byrjuðu leikinn ekkert sérstaklega vel, skoruðu aðeins tíu stig á tíu mínútum, en í seinni hálfleik varð fjandinn laus og héldu Grindvíkingum engin bönd. „Fyrri hálfleikurinn einkenndist af hálfgerðu óðagoti. Það var alltof hátt spennustig og menn voru bara pínu vanstillir. Erum samt alveg inni í leiknum. Ég veit svo sem ekkert hvað gerist hérna í seinni hálfleiknum. Við náttúrulega bara hittum eins og brjálæðingar.“ „Höldum þeim út úr teignum þarna í byrjun þriðja og þá bara brotna þeir hægt og rólega. Dedrick setur náttúrulega einhver fáránleg skot og allt það en bara ótrúlega ánægður með að hafa komist í gegn og markmiðið lifir.“ Endurkoma Grindvíkinga byrjaði þó strax í 2. leikhluta og Kristófer Breki Gylfason lokaði honum með þristi sem kom Grindvíkingum yfir í fyrsta sinn síðan í upphafi leiksins. Var sú karfa einhver vendipunktur fyrir sveifluna í leiknum? „Svona já og nei. Við bara ræddum málin í hálfleik. Við vorum með einhverja ellefu tapaða bolta og klikkuðum úr vítum. Vendipunktur og ekki, ég bara veit það ekki. Ég er bara rosalega ánægður með þetta og þetta er bara rosalega mikilvægt fyrir okkur og fyrir fólkið og samfélagið í Grindavík. Að við fáum að halda samverustundum í Smáranum áfram. Annars hefðum við þurft að hittast í messu á sunnudaginn eða eitthvað sem hefði verið alveg hræðilegt.“ Séra Elínborg verður eflaust ekki glöð að lesa þetta en Jóhann vill að sjálfsögðu frekar spila í úrslitakeppninni á sunnudögum heldur en að mæta í messu. „Þetta er rosalega mikilvægt í stóra samhenginu og maður fann það alveg í byrjun hvað þeir voru of spenntir og alltof hátt uppi. Við ræddum það alveg fyrir leik, hvað væri undir fyrir okkur og fyrir fólkið okkar. Þetta gefur samfélaginu okkar alveg rosalega mikið og var bara „must win“. Stemmingin í Smáranum var rosaleg í kvöld og fullt út úr dyrum. „Grindavík er alltaf Grindavík í Smáranum“ hafa gárungarnir grínast með á samfélagsmiðlum eftir úrslit kvöldsins og Jóhann sendi Blikum góðar kveðjur fyrir þeirra hlut í þessari vegferð. „Smárinn, aftur bara, hvílíkt hús til að halda svona viðburð og bara endalaust þakklæti til Blika fyrir að hýsa okkur.“ Grindvíkingar troðfylltu Smárann í kvöld, eins og reyndar alla þessa úrslitakeppniVísir/Hulda Margrét Körfubolti UMF Grindavík Subway-deild karla Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Sport Fleiri fréttir Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Sjá meira
Grindvíkingar byrjuðu leikinn ekkert sérstaklega vel, skoruðu aðeins tíu stig á tíu mínútum, en í seinni hálfleik varð fjandinn laus og héldu Grindvíkingum engin bönd. „Fyrri hálfleikurinn einkenndist af hálfgerðu óðagoti. Það var alltof hátt spennustig og menn voru bara pínu vanstillir. Erum samt alveg inni í leiknum. Ég veit svo sem ekkert hvað gerist hérna í seinni hálfleiknum. Við náttúrulega bara hittum eins og brjálæðingar.“ „Höldum þeim út úr teignum þarna í byrjun þriðja og þá bara brotna þeir hægt og rólega. Dedrick setur náttúrulega einhver fáránleg skot og allt það en bara ótrúlega ánægður með að hafa komist í gegn og markmiðið lifir.“ Endurkoma Grindvíkinga byrjaði þó strax í 2. leikhluta og Kristófer Breki Gylfason lokaði honum með þristi sem kom Grindvíkingum yfir í fyrsta sinn síðan í upphafi leiksins. Var sú karfa einhver vendipunktur fyrir sveifluna í leiknum? „Svona já og nei. Við bara ræddum málin í hálfleik. Við vorum með einhverja ellefu tapaða bolta og klikkuðum úr vítum. Vendipunktur og ekki, ég bara veit það ekki. Ég er bara rosalega ánægður með þetta og þetta er bara rosalega mikilvægt fyrir okkur og fyrir fólkið og samfélagið í Grindavík. Að við fáum að halda samverustundum í Smáranum áfram. Annars hefðum við þurft að hittast í messu á sunnudaginn eða eitthvað sem hefði verið alveg hræðilegt.“ Séra Elínborg verður eflaust ekki glöð að lesa þetta en Jóhann vill að sjálfsögðu frekar spila í úrslitakeppninni á sunnudögum heldur en að mæta í messu. „Þetta er rosalega mikilvægt í stóra samhenginu og maður fann það alveg í byrjun hvað þeir voru of spenntir og alltof hátt uppi. Við ræddum það alveg fyrir leik, hvað væri undir fyrir okkur og fyrir fólkið okkar. Þetta gefur samfélaginu okkar alveg rosalega mikið og var bara „must win“. Stemmingin í Smáranum var rosaleg í kvöld og fullt út úr dyrum. „Grindavík er alltaf Grindavík í Smáranum“ hafa gárungarnir grínast með á samfélagsmiðlum eftir úrslit kvöldsins og Jóhann sendi Blikum góðar kveðjur fyrir þeirra hlut í þessari vegferð. „Smárinn, aftur bara, hvílíkt hús til að halda svona viðburð og bara endalaust þakklæti til Blika fyrir að hýsa okkur.“ Grindvíkingar troðfylltu Smárann í kvöld, eins og reyndar alla þessa úrslitakeppniVísir/Hulda Margrét
Körfubolti UMF Grindavík Subway-deild karla Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Sport Fleiri fréttir Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Sjá meira