Innlent

Tvö inn­brot á heimili og líkams­á­rás með kylfu og pipar­úða

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Alls voru 63 mál skráð í LÖKE í gærkvöldi og nótt.
Alls voru 63 mál skráð í LÖKE í gærkvöldi og nótt. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um líkamsárás þar sem árásarmaður var sagður hafa beitt kylfu og piparúða. Tveir þolendur voru fluttir á slysadeild og er málið í rannsókn.

Ekki kemur fram í yfirliti lögreglu hvort árásarmaðurinn er þekktur né hvort hann hafi verið handtekinn.

Lögregla var einnig kölluð til vegna tveggja innbrota í heimahús.

Í öðru tilvikinu fannst meintur innbrotsþjófur skammt frá vettvangi með peninga og önnur verðmæti sem hann gat ekki gert grein fyrir. Var hann í mjög annarlegu ástandi og vistaður í fangageymslu.

Í hinu tilvikinu fór þjófavarnakerfi í gang og einn handtekinn á vettvangi. Var hann með meint þýfi á sér og vistaður í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins.

Lögreglu barst einnig tilkynning um innbrot í kjörbúð í miðborginni. Sá sem tilkynnti gat gefið greinargóða lýsingu á þeim sem reyndu að brjótast inn og voru tveir aðilar handteknir skammt frá, grunaðir um innbrotið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×