McIlroy sótti um skilnaðinn í Flórída á mánudaginn, daginn eftir að hann vann Wells Fargo Championship mótið.
Á morgun hefst PGA-meistaramótið í Louisville í Kentucky. McIlroy þykir sigurstranglegur fyrir þetta annað risamót árisns.
McIlroy og Erica kynntust 2012 og gengu í hjónaband fimm árum seinna. Þau eiga eitt barn saman, dótturina Poppy Kennedy sem fæddist 2020.
McIlroy hefur ekki unnið risamót síðan hann hrósaði sigri á PGA-meistaramótinu 2014 en freistar þess að breyta því um helgina.