Nýir fatasöfnunargámar á leið til landsins Lovísa Arnardóttir skrifar 15. maí 2024 08:57 Gámarnir breyta um útlit þegar Sorpa tekur við verkefninu. Samsett Nýir fatagámar Sorpu eru nú framleiðslu og munu koma til landsins í byrjun júní. Sorpa tekur við fatasöfnun af Rauða krossinum í byrjun júní. Lítill hluti þess sem er safnað hérlendis selst innanlands. Greint var frá því fyrr í gær að slæm umgengni væri við gámana víða um borg. Starfsmaður Rauða krossins sagði alltaf álag á þessum árstíma vegna tiltektar og að umgengni hefði farið hríðversnandi undanfarið. Gunnar Dofri Ólafsson samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir Sorpu taka við verkefninu af nokkrum ástæðum en stærsta séu hringrásarlögin sem segi að það eigi að safna textíl á öllum grenndarstöðvum. Það sé aðeins gert á um 30 af 90 núna og Rauði krossinn hafi ekki séð fram á að hafa bolmagn í að stækka verkefnið með þeim hætti. Gámarnir munu líta nokkurn veginn svona út og vera með samræmdum merkingum um fatasöfnun. Mynd/Sorpa „Við tókum samtalið fyrir um ári síðan og niðurstaðan var að við myndum taka við verkefninu. Gámarnir eru á færibandinu og verður dreift í byrjun júní. Þá verða fatagámar á öllum grenndarstöðvum og við erum að ræða við hirðuaðila hvernig henni verður háttað,“ segir Gunnar Dofri og það sé algert lykilatriði fyrir Sorpu að það verði vel gert. Selja kílóið á 30 til 40 krónur Rauði krossinn mun áfram hafa aðgang af textíl hjá Sorpu. Söfnunarkostnaðurinn er einhver að sögn Gunnars Dofra og mun Sorpa selja textílinn í heildsölu sem þau safna á um 30 til 40 krónur líklega kílóið. „Svo sjáum við um rest. Það selst ekki nema um þrjú til fimm prósent innanlands.“ Hann segir Sorpu nú að skoða ýmsa anga þessa verkefnis. Sem dæmi skoði þau hvort þau geti grófflokkað og selt í heildsölu í Góða hirðinum til fataverslana eða til dæmis Listaháskólans. Einnig skoði þau hvort það sé hægt að selja heila gáma blindandi. „En við munum vera erfið með rekjanleika. Því við viljum ekki selja fólki gám, það selur helminginn og setur hitt svo út í skurð. Við munum vilja sjá hvað fólk gerir við textílinn,“ segir Gunnar Dofri. Deilihagkerfi Umhverfismál Loftslagsmál Félagasamtök Sorpa Sorphirða Tengdar fréttir „Þetta er gert í sátt við Sorpu“ Fataverslanir Rauða krossins verða reknar áfram með sama sniði, þrátt fyrir að Sorpa taki senn við móttöku textíls á grenndarstöðvum sínum. Fataverslanirnar eru ein mikilvægasta fjáröflun samtakanna en flokkunarstjóri segir Rauða krossinn munu fara í eigin söfnun sem verður aðskilin frá grenndar- og endurvinnslustöðvum. 2. janúar 2024 11:45 Sorpa tekur yfir fatasöfnun á öllum grenndarstöðvum Sorpa mun á næstu misserum taka við söfnun á textíl, meðal annars fatnaði, á grenndar- og endurvinnslustöðvum Sorpu. Frá þessu er greint í minnisblaði sem lagt var fram á síðasta stjórnarfundi Sorpu. 2. janúar 2024 06:32 Mest lesið Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Starfsmaður Rauða krossins sagði alltaf álag á þessum árstíma vegna tiltektar og að umgengni hefði farið hríðversnandi undanfarið. Gunnar Dofri Ólafsson samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir Sorpu taka við verkefninu af nokkrum ástæðum en stærsta séu hringrásarlögin sem segi að það eigi að safna textíl á öllum grenndarstöðvum. Það sé aðeins gert á um 30 af 90 núna og Rauði krossinn hafi ekki séð fram á að hafa bolmagn í að stækka verkefnið með þeim hætti. Gámarnir munu líta nokkurn veginn svona út og vera með samræmdum merkingum um fatasöfnun. Mynd/Sorpa „Við tókum samtalið fyrir um ári síðan og niðurstaðan var að við myndum taka við verkefninu. Gámarnir eru á færibandinu og verður dreift í byrjun júní. Þá verða fatagámar á öllum grenndarstöðvum og við erum að ræða við hirðuaðila hvernig henni verður háttað,“ segir Gunnar Dofri og það sé algert lykilatriði fyrir Sorpu að það verði vel gert. Selja kílóið á 30 til 40 krónur Rauði krossinn mun áfram hafa aðgang af textíl hjá Sorpu. Söfnunarkostnaðurinn er einhver að sögn Gunnars Dofra og mun Sorpa selja textílinn í heildsölu sem þau safna á um 30 til 40 krónur líklega kílóið. „Svo sjáum við um rest. Það selst ekki nema um þrjú til fimm prósent innanlands.“ Hann segir Sorpu nú að skoða ýmsa anga þessa verkefnis. Sem dæmi skoði þau hvort þau geti grófflokkað og selt í heildsölu í Góða hirðinum til fataverslana eða til dæmis Listaháskólans. Einnig skoði þau hvort það sé hægt að selja heila gáma blindandi. „En við munum vera erfið með rekjanleika. Því við viljum ekki selja fólki gám, það selur helminginn og setur hitt svo út í skurð. Við munum vilja sjá hvað fólk gerir við textílinn,“ segir Gunnar Dofri.
Deilihagkerfi Umhverfismál Loftslagsmál Félagasamtök Sorpa Sorphirða Tengdar fréttir „Þetta er gert í sátt við Sorpu“ Fataverslanir Rauða krossins verða reknar áfram með sama sniði, þrátt fyrir að Sorpa taki senn við móttöku textíls á grenndarstöðvum sínum. Fataverslanirnar eru ein mikilvægasta fjáröflun samtakanna en flokkunarstjóri segir Rauða krossinn munu fara í eigin söfnun sem verður aðskilin frá grenndar- og endurvinnslustöðvum. 2. janúar 2024 11:45 Sorpa tekur yfir fatasöfnun á öllum grenndarstöðvum Sorpa mun á næstu misserum taka við söfnun á textíl, meðal annars fatnaði, á grenndar- og endurvinnslustöðvum Sorpu. Frá þessu er greint í minnisblaði sem lagt var fram á síðasta stjórnarfundi Sorpu. 2. janúar 2024 06:32 Mest lesið Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
„Þetta er gert í sátt við Sorpu“ Fataverslanir Rauða krossins verða reknar áfram með sama sniði, þrátt fyrir að Sorpa taki senn við móttöku textíls á grenndarstöðvum sínum. Fataverslanirnar eru ein mikilvægasta fjáröflun samtakanna en flokkunarstjóri segir Rauða krossinn munu fara í eigin söfnun sem verður aðskilin frá grenndar- og endurvinnslustöðvum. 2. janúar 2024 11:45
Sorpa tekur yfir fatasöfnun á öllum grenndarstöðvum Sorpa mun á næstu misserum taka við söfnun á textíl, meðal annars fatnaði, á grenndar- og endurvinnslustöðvum Sorpu. Frá þessu er greint í minnisblaði sem lagt var fram á síðasta stjórnarfundi Sorpu. 2. janúar 2024 06:32