Stefni í endurtekningu á síðasta vori Sunna Sæmundsdóttir skrifar 15. maí 2024 09:41 Logi Einarsson, þingflokksformaður Samfylkingar, telur stefna í að ríkisstjórnin semji umdeild mál út af borðinu. vísir/Einar Um áttatíu stjórnarmál bíða afgreiðslu nú þegar senn líður að þinglokum og meðal þeirra eru mörg stór og umdeild. Þingflokksformaður Samfylkingar segir margt benda til þess að ríkisstjórnin muni ekki geta komið sér saman um þau. Samkvæmt starfsáætlun þingsins eru nú ellefu þingfundir eftir. Í næstu viku eru nefndardagar og í vikunni á eftir fer þingið í leyfi í aðdraganda forsetakosninga. Á sama tíma bíður fjöldi mála enn fyrstu umræðu og um eitt hundrað og þrjátíu frumvörp eru í nefnd. Flest eru þingmannamál og daga líklega uppi en um áttatíu stjórnarmál eru enn óafgreidd. Af þeim mörgu málum sem sitja eftir eru nokkur stór og umdeild. Þar má til dæmis nefna útlendingafrumvarpið, sem Vinstri græn hafa meðal annars sett fyrirvara við, lagareldisfrumvarpið, sala á eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka og lögreglulögin sem fela í sér forvirkar rannsóknarheimildir. Þá á eftir að afgreiða fjármálaáætlun, samgönguáætlun, breytingar á örorkulífeyriskerfinu, sanngirnisbætur, breytingar á ábyrgðamannakerfi námslána, breytingar á raforkulögum sem fela í sér forgang heimila komi til orkuskorts, frumvarp um innlenda greiðslumiðlun og lengi mætti telja. „Ég held að mikið af þessu sé bara fast inni hjá þeim. Ágreiningur á milli flokkana um einstök mál. Það getur líka vel verið að einhverju af þessu vilji þau ekki sleppa inn fyrir kosningar,“ segir Logi Einarsson, þingflokksformaður Samfylkingar og vísar til þess að mögulega vilji þau ekki draga athygli frá frambjóðendum sem eru á fullu í kosningabaráttu. Það brá mörgum í brún síðasta vor þegar mörgum málum var skyndilega sópað út af borðinu og þingi var slitið á settum tíma án þess að þau væru afgreidd. Logi telur líklegt að sagan endurtaki sig. „Núverandi forsætisráðherra sagði það í vetur að það hafi í rauninni verið algjörlega óboðlegt hvernig að þessu var staðið síðasta vor og að það mætti ekki endurtaka sig. En það er margt sem bendir til þess að það sé að gerast. Við í stjórnarandstöðunni erum búin að lista upp þessi mál og erum tilbúin til þess að mæta stjórnarliðum og ræða við þau um þinglok á málefnalegum grunni en við þurfum að fá eitthvað útspil frá þeim.“ Er eitthvað mál sem þið viljið alls ekki hleypa í gegn? „Við erum ekki komin á þann stað. Við viljum bara heyra hvernig þau hafa hugsað sér að spila þetta næstu daga og ætlum bara að vera málefnaleg.“ Þið eruð með einhver þingmannamál, er eitthvað sem þið ætlið að leggja sérstaka áherslu á? „Ef þau semja þetta allt sjálf út af borðinu höfum við ekkert að semja um. Við erum auðvitað með ágætis mál, allir þingflokkar stjórnarandstöðunnar, sem við myndum vilja sjá klárast.“ Alþingi Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent Fleiri fréttir Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Þörf á ítarlegri rannsóknum vegna Vestmannaeyjaganga Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Þessi eru í forystusætunum Fella nokkur rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi úr gildi Jakob Frímann til liðs við Miðflokkinn Fréttamannafundur utanríkisráðherra Norðurlandaráðs Kennaraverkföll og göng til Eyja Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Ofsaakstur um Höfðana endaði með umferðaróhappi Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Úkraínski fáninn verði við ráðhúsið þar til fullnaðarsigur hefur unnist Rithöfundar sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli og nú Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Vinnuvél valt í Gilinu á Akureyri „Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur „Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Bein útsending: Kynna skýrslu um fýsileika jarðgangna til Vestmannaeyja Koma saman til að minnast Geirs Þrír á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Sæbraut Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Norðurlandaráðsþing, Selenskí og kennarar leggja niður störf Sjá meira
Samkvæmt starfsáætlun þingsins eru nú ellefu þingfundir eftir. Í næstu viku eru nefndardagar og í vikunni á eftir fer þingið í leyfi í aðdraganda forsetakosninga. Á sama tíma bíður fjöldi mála enn fyrstu umræðu og um eitt hundrað og þrjátíu frumvörp eru í nefnd. Flest eru þingmannamál og daga líklega uppi en um áttatíu stjórnarmál eru enn óafgreidd. Af þeim mörgu málum sem sitja eftir eru nokkur stór og umdeild. Þar má til dæmis nefna útlendingafrumvarpið, sem Vinstri græn hafa meðal annars sett fyrirvara við, lagareldisfrumvarpið, sala á eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka og lögreglulögin sem fela í sér forvirkar rannsóknarheimildir. Þá á eftir að afgreiða fjármálaáætlun, samgönguáætlun, breytingar á örorkulífeyriskerfinu, sanngirnisbætur, breytingar á ábyrgðamannakerfi námslána, breytingar á raforkulögum sem fela í sér forgang heimila komi til orkuskorts, frumvarp um innlenda greiðslumiðlun og lengi mætti telja. „Ég held að mikið af þessu sé bara fast inni hjá þeim. Ágreiningur á milli flokkana um einstök mál. Það getur líka vel verið að einhverju af þessu vilji þau ekki sleppa inn fyrir kosningar,“ segir Logi Einarsson, þingflokksformaður Samfylkingar og vísar til þess að mögulega vilji þau ekki draga athygli frá frambjóðendum sem eru á fullu í kosningabaráttu. Það brá mörgum í brún síðasta vor þegar mörgum málum var skyndilega sópað út af borðinu og þingi var slitið á settum tíma án þess að þau væru afgreidd. Logi telur líklegt að sagan endurtaki sig. „Núverandi forsætisráðherra sagði það í vetur að það hafi í rauninni verið algjörlega óboðlegt hvernig að þessu var staðið síðasta vor og að það mætti ekki endurtaka sig. En það er margt sem bendir til þess að það sé að gerast. Við í stjórnarandstöðunni erum búin að lista upp þessi mál og erum tilbúin til þess að mæta stjórnarliðum og ræða við þau um þinglok á málefnalegum grunni en við þurfum að fá eitthvað útspil frá þeim.“ Er eitthvað mál sem þið viljið alls ekki hleypa í gegn? „Við erum ekki komin á þann stað. Við viljum bara heyra hvernig þau hafa hugsað sér að spila þetta næstu daga og ætlum bara að vera málefnaleg.“ Þið eruð með einhver þingmannamál, er eitthvað sem þið ætlið að leggja sérstaka áherslu á? „Ef þau semja þetta allt sjálf út af borðinu höfum við ekkert að semja um. Við erum auðvitað með ágætis mál, allir þingflokkar stjórnarandstöðunnar, sem við myndum vilja sjá klárast.“
Alþingi Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent Fleiri fréttir Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Þörf á ítarlegri rannsóknum vegna Vestmannaeyjaganga Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Þessi eru í forystusætunum Fella nokkur rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi úr gildi Jakob Frímann til liðs við Miðflokkinn Fréttamannafundur utanríkisráðherra Norðurlandaráðs Kennaraverkföll og göng til Eyja Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Ofsaakstur um Höfðana endaði með umferðaróhappi Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Úkraínski fáninn verði við ráðhúsið þar til fullnaðarsigur hefur unnist Rithöfundar sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli og nú Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Vinnuvél valt í Gilinu á Akureyri „Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur „Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Bein útsending: Kynna skýrslu um fýsileika jarðgangna til Vestmannaeyja Koma saman til að minnast Geirs Þrír á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Sæbraut Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Norðurlandaráðsþing, Selenskí og kennarar leggja niður störf Sjá meira