Stefni í endurtekningu á síðasta vori Sunna Sæmundsdóttir skrifar 15. maí 2024 09:41 Logi Einarsson, þingflokksformaður Samfylkingar, telur stefna í að ríkisstjórnin semji umdeild mál út af borðinu. vísir/Einar Um áttatíu stjórnarmál bíða afgreiðslu nú þegar senn líður að þinglokum og meðal þeirra eru mörg stór og umdeild. Þingflokksformaður Samfylkingar segir margt benda til þess að ríkisstjórnin muni ekki geta komið sér saman um þau. Samkvæmt starfsáætlun þingsins eru nú ellefu þingfundir eftir. Í næstu viku eru nefndardagar og í vikunni á eftir fer þingið í leyfi í aðdraganda forsetakosninga. Á sama tíma bíður fjöldi mála enn fyrstu umræðu og um eitt hundrað og þrjátíu frumvörp eru í nefnd. Flest eru þingmannamál og daga líklega uppi en um áttatíu stjórnarmál eru enn óafgreidd. Af þeim mörgu málum sem sitja eftir eru nokkur stór og umdeild. Þar má til dæmis nefna útlendingafrumvarpið, sem Vinstri græn hafa meðal annars sett fyrirvara við, lagareldisfrumvarpið, sala á eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka og lögreglulögin sem fela í sér forvirkar rannsóknarheimildir. Þá á eftir að afgreiða fjármálaáætlun, samgönguáætlun, breytingar á örorkulífeyriskerfinu, sanngirnisbætur, breytingar á ábyrgðamannakerfi námslána, breytingar á raforkulögum sem fela í sér forgang heimila komi til orkuskorts, frumvarp um innlenda greiðslumiðlun og lengi mætti telja. „Ég held að mikið af þessu sé bara fast inni hjá þeim. Ágreiningur á milli flokkana um einstök mál. Það getur líka vel verið að einhverju af þessu vilji þau ekki sleppa inn fyrir kosningar,“ segir Logi Einarsson, þingflokksformaður Samfylkingar og vísar til þess að mögulega vilji þau ekki draga athygli frá frambjóðendum sem eru á fullu í kosningabaráttu. Það brá mörgum í brún síðasta vor þegar mörgum málum var skyndilega sópað út af borðinu og þingi var slitið á settum tíma án þess að þau væru afgreidd. Logi telur líklegt að sagan endurtaki sig. „Núverandi forsætisráðherra sagði það í vetur að það hafi í rauninni verið algjörlega óboðlegt hvernig að þessu var staðið síðasta vor og að það mætti ekki endurtaka sig. En það er margt sem bendir til þess að það sé að gerast. Við í stjórnarandstöðunni erum búin að lista upp þessi mál og erum tilbúin til þess að mæta stjórnarliðum og ræða við þau um þinglok á málefnalegum grunni en við þurfum að fá eitthvað útspil frá þeim.“ Er eitthvað mál sem þið viljið alls ekki hleypa í gegn? „Við erum ekki komin á þann stað. Við viljum bara heyra hvernig þau hafa hugsað sér að spila þetta næstu daga og ætlum bara að vera málefnaleg.“ Þið eruð með einhver þingmannamál, er eitthvað sem þið ætlið að leggja sérstaka áherslu á? „Ef þau semja þetta allt sjálf út af borðinu höfum við ekkert að semja um. Við erum auðvitað með ágætis mál, allir þingflokkar stjórnarandstöðunnar, sem við myndum vilja sjá klárast.“ Alþingi Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Samkvæmt starfsáætlun þingsins eru nú ellefu þingfundir eftir. Í næstu viku eru nefndardagar og í vikunni á eftir fer þingið í leyfi í aðdraganda forsetakosninga. Á sama tíma bíður fjöldi mála enn fyrstu umræðu og um eitt hundrað og þrjátíu frumvörp eru í nefnd. Flest eru þingmannamál og daga líklega uppi en um áttatíu stjórnarmál eru enn óafgreidd. Af þeim mörgu málum sem sitja eftir eru nokkur stór og umdeild. Þar má til dæmis nefna útlendingafrumvarpið, sem Vinstri græn hafa meðal annars sett fyrirvara við, lagareldisfrumvarpið, sala á eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka og lögreglulögin sem fela í sér forvirkar rannsóknarheimildir. Þá á eftir að afgreiða fjármálaáætlun, samgönguáætlun, breytingar á örorkulífeyriskerfinu, sanngirnisbætur, breytingar á ábyrgðamannakerfi námslána, breytingar á raforkulögum sem fela í sér forgang heimila komi til orkuskorts, frumvarp um innlenda greiðslumiðlun og lengi mætti telja. „Ég held að mikið af þessu sé bara fast inni hjá þeim. Ágreiningur á milli flokkana um einstök mál. Það getur líka vel verið að einhverju af þessu vilji þau ekki sleppa inn fyrir kosningar,“ segir Logi Einarsson, þingflokksformaður Samfylkingar og vísar til þess að mögulega vilji þau ekki draga athygli frá frambjóðendum sem eru á fullu í kosningabaráttu. Það brá mörgum í brún síðasta vor þegar mörgum málum var skyndilega sópað út af borðinu og þingi var slitið á settum tíma án þess að þau væru afgreidd. Logi telur líklegt að sagan endurtaki sig. „Núverandi forsætisráðherra sagði það í vetur að það hafi í rauninni verið algjörlega óboðlegt hvernig að þessu var staðið síðasta vor og að það mætti ekki endurtaka sig. En það er margt sem bendir til þess að það sé að gerast. Við í stjórnarandstöðunni erum búin að lista upp þessi mál og erum tilbúin til þess að mæta stjórnarliðum og ræða við þau um þinglok á málefnalegum grunni en við þurfum að fá eitthvað útspil frá þeim.“ Er eitthvað mál sem þið viljið alls ekki hleypa í gegn? „Við erum ekki komin á þann stað. Við viljum bara heyra hvernig þau hafa hugsað sér að spila þetta næstu daga og ætlum bara að vera málefnaleg.“ Þið eruð með einhver þingmannamál, er eitthvað sem þið ætlið að leggja sérstaka áherslu á? „Ef þau semja þetta allt sjálf út af borðinu höfum við ekkert að semja um. Við erum auðvitað með ágætis mál, allir þingflokkar stjórnarandstöðunnar, sem við myndum vilja sjá klárast.“
Alþingi Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira