Leikmenn kvennaliðs United færðu félaginu fyrsta titilinn sinn á þessu tímabili þegar þær urðu bikarmeistarar um síðustu helgi.
Konurnar fengu aftur á móti ekki að vita af því, áður en það varð opinbert, að félagið hafi ákveðið að aflýsa verðlaunakvöldverð leikmanna liðsins í ár.
Sources: Utd women not told of cancelled awards
— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) May 15, 2024
Manchester United's women's team found out the club's end of season party had been cancelled via social media and news reports, rather than being informed by officials, sources have told ESPN.https://t.co/sxKxEgvxLX
Leikmenn kvennaliðsins fréttu nefnilega af þessu í gegnum net- og samfélagsmiðla. ESPN segir frá.
Ástæðan fyrir því að verðlaunahátíðin fer ekki fram að þessu sinni er þó ekki slakt gengi karlaliðsins heldur vandamál með tímasetningu vegna bikarúrslitaleiks karlaliðsins 25. maí.
United menn mæta þar Manchester City á Wembley og geta þar með leikið eftir afrek kvennaliðsins sem vann Tottenham í bikarúrslitaleik sínum.
Nokkrir leikmenn kvennaliðsins höfðu fært til sumarfríin sín til að komast á verðlaunahátíðina og voru því enn svekktari fyrir vikið þegar fréttirnar bárust loksins til þeirra.
Lokaleikur kvennaliðsins er á laugardaginn á móti Chelsea og verðlaunakvöldverðurinn átti að vera í vikunni á eftir. Nú verður ekkert að því.