Katrín tekur forystuna á ný og Halla T í sókn Heimir Már Pétursson skrifar 16. maí 2024 18:32 Katrín, Halla Hrund og Halla Tómasdóttir fara yfir málin fyrir kappræður á Stöð 2. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir tekur forystuna á ný samkvæmt nýrri könnun Maskínu en þó er ekki marktækur munur á henni og Höllu Hrund Logadóttur. Halla Tómasdóttir er síðan í mikilli sókn og tæplega þrefaldar fylgi sitt. Það er óhætt að segja að fylgi forsetaframbjóðenda sé á mikilli hreyfingu. Katrín Jakobsdóttir mælist nú með mesta fylgið eða 26,1 prósent sem er lítil breyting frá síðustu könnun Maskínu fyrir rúmri viku. Halla Hrund Logadóttir tapar hins vegar mestu fylgi milli kannana eða rétt tæplega átta prósentustigum og mælist nú með 21,8 prósent. Ekki er þó marktækur munur á fylgi hennar og Katrínar. Það er hins vegar marktækur munur á fylgi Höllu Hrundar og Baldurs Þórhallssonar. Hann missir tæp tvö prósentustig milli kannana og er nú með 16,2 prósent en Jón Gnarr er nú með 12,6 prósent bætir við sig 1,4 prósentustigum. Tólf manns bjóða sig fram til forseta Íslands.vísir Það er hins vegar Halla Tómasdóttir sem er hástökkvarinn milli kannana Maskínu. Hún mældist með 5,4 prósent hjá Maskínu hinn 8. maí en er nú með 14,9 prósent, tæplega þrefaldar fylgi sitt. Ekki er marktækur munur á fylgi Höllu Tómasdóttur, Baldurs og Jóns Gnarr. Arnar þór Jónsson bætir við sig prósentustigi milli kannana og mælist nú með 5,2 prósent. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er með 1,1 prósent en aðrir frambjóðendur eru með innan við eitt prósent og jafnvel innan við hálft prósent. Hér sést vel hvernig fylgi einstakra forsetaframbjóðenda hefur breyst í könnunum Maskínu allt frá 8. apríl til dagsins í dag.Grafík/Hjalti Á meðfylgjandi mynd sjáum við þróunina á fylgi sex efstu frambjóðenda samkvæmt könnunum Maskínu allt frá 8. apríl til dagsins í dag. Í fyrstu tveimur könnununum var Katrín með forystuna og Baldur fylgdi henni fast á eftir. Hinn 26. apríl skaust Halla Hrund hins vegar upp fyrir þau bæði og hélt forystunni allt þar til í könnun Maskínu í dag. Þótt fylgi Katrínar hafi lítið breyst frá 26. apríl þá mælst hún nú með mesta fylgið vegna fylgistaps Höllu Hrundar. Svo virðist sem fylgið hafa aðallega farið af henni til nöfnu hennar Höllu Tómasdóttur og að hluta frá Baldri,eins og sést vel á meðfylgjandi mynd. Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Miklar breytingar á fylgi fyrir kappræður Stöðvar 2 í kvöld Miklar breytingar eru á fylgi forsetaframbjóðenda samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna sem greint verður frá í kvöldfréttum Stöðvar 2. Viðbragða verður leitað hjá sex efstu forsetaframbjóðendum samkvæmt könnunum sem mæta í kappræður í beinni útsendingu opinni dagskrá strax að loknum kvöldfréttum. 15. maí 2024 08:00 Viktor hvetur forsetaframbjóðendur til að sniðganga Stöð 2 Viktor Traustason forsetaframbjóðandi er afar ósáttur við að honum, sem og helmingi þeirra sem í forsetaframboði eru, sé ekki boðið til þátttöku í kappræðum Stöðvar 2 og hvetur til sniðgöngu. 16. maí 2024 16:32 Ásdís Rán býður forsetaefnum á rauða dregilinn Ásdís Rán Gunnarsdóttir forsetaframbjóðandi og athafnakona hyggst bjóða öðrum frambjóðendum og fjölskyldum þeirra til galakvölds næstkomandi laugardagskvöld. Ásdís segir tilganginn vera að hrista saman hópinn. 16. maí 2024 11:10 Halla þótti standa sig best Flestir þeirra sem fylgdust með kappræðum á RÚV vegna forsetakosninganna föstudagskvöldið 3. maí töldu Höllu Tómasdóttur hafa staðið sig best. Skammt á hæla Höllu komu Baldur Þórhallsson og Katrín Jakobsdóttir. 15. maí 2024 10:05 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Það er óhætt að segja að fylgi forsetaframbjóðenda sé á mikilli hreyfingu. Katrín Jakobsdóttir mælist nú með mesta fylgið eða 26,1 prósent sem er lítil breyting frá síðustu könnun Maskínu fyrir rúmri viku. Halla Hrund Logadóttir tapar hins vegar mestu fylgi milli kannana eða rétt tæplega átta prósentustigum og mælist nú með 21,8 prósent. Ekki er þó marktækur munur á fylgi hennar og Katrínar. Það er hins vegar marktækur munur á fylgi Höllu Hrundar og Baldurs Þórhallssonar. Hann missir tæp tvö prósentustig milli kannana og er nú með 16,2 prósent en Jón Gnarr er nú með 12,6 prósent bætir við sig 1,4 prósentustigum. Tólf manns bjóða sig fram til forseta Íslands.vísir Það er hins vegar Halla Tómasdóttir sem er hástökkvarinn milli kannana Maskínu. Hún mældist með 5,4 prósent hjá Maskínu hinn 8. maí en er nú með 14,9 prósent, tæplega þrefaldar fylgi sitt. Ekki er marktækur munur á fylgi Höllu Tómasdóttur, Baldurs og Jóns Gnarr. Arnar þór Jónsson bætir við sig prósentustigi milli kannana og mælist nú með 5,2 prósent. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er með 1,1 prósent en aðrir frambjóðendur eru með innan við eitt prósent og jafnvel innan við hálft prósent. Hér sést vel hvernig fylgi einstakra forsetaframbjóðenda hefur breyst í könnunum Maskínu allt frá 8. apríl til dagsins í dag.Grafík/Hjalti Á meðfylgjandi mynd sjáum við þróunina á fylgi sex efstu frambjóðenda samkvæmt könnunum Maskínu allt frá 8. apríl til dagsins í dag. Í fyrstu tveimur könnununum var Katrín með forystuna og Baldur fylgdi henni fast á eftir. Hinn 26. apríl skaust Halla Hrund hins vegar upp fyrir þau bæði og hélt forystunni allt þar til í könnun Maskínu í dag. Þótt fylgi Katrínar hafi lítið breyst frá 26. apríl þá mælst hún nú með mesta fylgið vegna fylgistaps Höllu Hrundar. Svo virðist sem fylgið hafa aðallega farið af henni til nöfnu hennar Höllu Tómasdóttur og að hluta frá Baldri,eins og sést vel á meðfylgjandi mynd.
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Miklar breytingar á fylgi fyrir kappræður Stöðvar 2 í kvöld Miklar breytingar eru á fylgi forsetaframbjóðenda samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna sem greint verður frá í kvöldfréttum Stöðvar 2. Viðbragða verður leitað hjá sex efstu forsetaframbjóðendum samkvæmt könnunum sem mæta í kappræður í beinni útsendingu opinni dagskrá strax að loknum kvöldfréttum. 15. maí 2024 08:00 Viktor hvetur forsetaframbjóðendur til að sniðganga Stöð 2 Viktor Traustason forsetaframbjóðandi er afar ósáttur við að honum, sem og helmingi þeirra sem í forsetaframboði eru, sé ekki boðið til þátttöku í kappræðum Stöðvar 2 og hvetur til sniðgöngu. 16. maí 2024 16:32 Ásdís Rán býður forsetaefnum á rauða dregilinn Ásdís Rán Gunnarsdóttir forsetaframbjóðandi og athafnakona hyggst bjóða öðrum frambjóðendum og fjölskyldum þeirra til galakvölds næstkomandi laugardagskvöld. Ásdís segir tilganginn vera að hrista saman hópinn. 16. maí 2024 11:10 Halla þótti standa sig best Flestir þeirra sem fylgdust með kappræðum á RÚV vegna forsetakosninganna föstudagskvöldið 3. maí töldu Höllu Tómasdóttur hafa staðið sig best. Skammt á hæla Höllu komu Baldur Þórhallsson og Katrín Jakobsdóttir. 15. maí 2024 10:05 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Miklar breytingar á fylgi fyrir kappræður Stöðvar 2 í kvöld Miklar breytingar eru á fylgi forsetaframbjóðenda samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna sem greint verður frá í kvöldfréttum Stöðvar 2. Viðbragða verður leitað hjá sex efstu forsetaframbjóðendum samkvæmt könnunum sem mæta í kappræður í beinni útsendingu opinni dagskrá strax að loknum kvöldfréttum. 15. maí 2024 08:00
Viktor hvetur forsetaframbjóðendur til að sniðganga Stöð 2 Viktor Traustason forsetaframbjóðandi er afar ósáttur við að honum, sem og helmingi þeirra sem í forsetaframboði eru, sé ekki boðið til þátttöku í kappræðum Stöðvar 2 og hvetur til sniðgöngu. 16. maí 2024 16:32
Ásdís Rán býður forsetaefnum á rauða dregilinn Ásdís Rán Gunnarsdóttir forsetaframbjóðandi og athafnakona hyggst bjóða öðrum frambjóðendum og fjölskyldum þeirra til galakvölds næstkomandi laugardagskvöld. Ásdís segir tilganginn vera að hrista saman hópinn. 16. maí 2024 11:10
Halla þótti standa sig best Flestir þeirra sem fylgdust með kappræðum á RÚV vegna forsetakosninganna föstudagskvöldið 3. maí töldu Höllu Tómasdóttur hafa staðið sig best. Skammt á hæla Höllu komu Baldur Þórhallsson og Katrín Jakobsdóttir. 15. maí 2024 10:05