Tilkynning um eldinn barst slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu um klukkan níu í kvöld. Einn dælubíll var sendur á vettvangi og var hann á leið aftur á stöð um tuttugu og fimm mínútum síðar. Engin tilkynning barst um meiðsl á fólki.
Samkvæmt upplýsingum slökkviliðsins var bíllinn bensínknúinn fólksbíll. Nokkrar tilkynningar berist á hverju ári vegna bíla sem kviknar í við akstur.