BBC hefur eftir borgarstjóranum Nicolas Mayer-Rossignaol að árásin á bænahúsið hafi ekki aðeins áhrif á gyðinga í borginni heldur hafi borgarbúar almennt fengið áfall.
Samkvæmt staðarmiðlum var lögregla kölluð á staðinn eftir að reykur sást stíga frá bænahúsinu snemma í morgun. Þegar komið var á staðinn var þar maður með hníf og járnrör og var hann, eins og fyrr segir, skotinn til bana af lögreglu.