Jafnaði met mömmu sinnar 29 árum síðar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2024 12:30 Thelma Dís Ágústsdóttir og móðir hennar, Björg Hafsteinsdóttir, þegar keflavík varð síðast Íslandsmeistari vorið 2017. vísir/óskarój Björg Hafsteinsdóttir varð fyrsta íslenska konan til að skora bæði fimm og sex þrista í einum leik í lokaúrslitum kvenna í körfubolta. Hún hefur átt metið hjá íslenskum leikmanni frá árinu 1993 en í gær bættist fjölskyldumeðlimur í hópinn. Thelma Dís Ágústsdóttir, 25 ára dóttir Bjargar, skoraði sex þriggja stiga körfur fyrir Keflavík í 94-91 sigri á Njarðvík í fyrsta leik lokaúrslita Subway deildar kvenna. Thelma Dís þurfti líka aðeins átta þriggja stiga skot til að skora þessa sex þrista sína og var því með 71 prósent nýtingu fyrir utan þriggja stiga línuna. Thelma endaði með 29 stig í leiknum og var stigahæsti leikmaður Keflavíkurliðsins. Með þessu jafnaði Thelma eins og áður sagði met móður sinnar frá því í leik á móti Breiðabliki í mars 1995. Björg þurfti tólf skot til að setja niður þessa sex þrista sínum í leiknum á Sunnubrautinni fyrir næstum því þremur áratugum. Björg endaði leikinn með 27 stig. Ein önnur íslensk kona hefur náð því að skora sex þrista í einum leik í úrslitaeinvígi því Sigrún Sjöfn Ámundadóttir afrekaði það með Haukaliðinu á móti Keflavík í apríl 2007. Hún þurfti þrettán skot til að ná því. Ólíkt Björgu og Sigrúnu þá fagnaði Thelma Dís sigri í sínum leik. Thelma fór þó ekki í gang fyrr en í fjórða leikhlutanum. Eftir þrjá fyrstu leikhlutana var Thelma aðeins með 6 stig og enga þriggja stiga körfu. Hún skoraði aftur á móti tólf stig og þrjá þrista í fjórða leikhlutanum þar sem Keflavíkurliðið tryggði sér framlengingu. Í framlengingunum tveimur bætti Thelma við ellefu stigum og þremur þriggja stiga körfum. Þar með var hún búin að jafna metið sem móðir hennar setti fyrri 29 árum síðan. Metið af meðtöldum erlendum leikmönnum á Brittanny Dinkins sem skoraði átta þriggja stiga körfur fyrir Keflavík á móti Val í lokaúrslitunum 2019. Dinkins bætti þá met hinnar ísraelsku Limor Mizrachi frá 1999 sem skoraði sjö þrista fyrir KR á móti Keflavík. Flestar þriggja stiga körfur Íslendings í úrsliteinvígi kvenna: 6 - Björg Hafsteinsdóttir, Keflavík 1995 6 - Thelma Dís Ágústsdóttir, Keflavík 2024 6 - Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, Haukum 2007 5 - Björg Hafsteinsdóttir, Keflavík 1993 5 - Guðbjörg Norðfjörð, KR 1996 5 - Birna Valgarðsdóttir Keflavík 2006 5 - Helena Sverrisdóttir, Haukum 2007 5 - Helena Sverrisdóttir, Haukum 2007 5 - Birna Valgarðsdóttir Keflavík 2008 Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Fleiri fréttir Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Sjá meira
Thelma Dís Ágústsdóttir, 25 ára dóttir Bjargar, skoraði sex þriggja stiga körfur fyrir Keflavík í 94-91 sigri á Njarðvík í fyrsta leik lokaúrslita Subway deildar kvenna. Thelma Dís þurfti líka aðeins átta þriggja stiga skot til að skora þessa sex þrista sína og var því með 71 prósent nýtingu fyrir utan þriggja stiga línuna. Thelma endaði með 29 stig í leiknum og var stigahæsti leikmaður Keflavíkurliðsins. Með þessu jafnaði Thelma eins og áður sagði met móður sinnar frá því í leik á móti Breiðabliki í mars 1995. Björg þurfti tólf skot til að setja niður þessa sex þrista sínum í leiknum á Sunnubrautinni fyrir næstum því þremur áratugum. Björg endaði leikinn með 27 stig. Ein önnur íslensk kona hefur náð því að skora sex þrista í einum leik í úrslitaeinvígi því Sigrún Sjöfn Ámundadóttir afrekaði það með Haukaliðinu á móti Keflavík í apríl 2007. Hún þurfti þrettán skot til að ná því. Ólíkt Björgu og Sigrúnu þá fagnaði Thelma Dís sigri í sínum leik. Thelma fór þó ekki í gang fyrr en í fjórða leikhlutanum. Eftir þrjá fyrstu leikhlutana var Thelma aðeins með 6 stig og enga þriggja stiga körfu. Hún skoraði aftur á móti tólf stig og þrjá þrista í fjórða leikhlutanum þar sem Keflavíkurliðið tryggði sér framlengingu. Í framlengingunum tveimur bætti Thelma við ellefu stigum og þremur þriggja stiga körfum. Þar með var hún búin að jafna metið sem móðir hennar setti fyrri 29 árum síðan. Metið af meðtöldum erlendum leikmönnum á Brittanny Dinkins sem skoraði átta þriggja stiga körfur fyrir Keflavík á móti Val í lokaúrslitunum 2019. Dinkins bætti þá met hinnar ísraelsku Limor Mizrachi frá 1999 sem skoraði sjö þrista fyrir KR á móti Keflavík. Flestar þriggja stiga körfur Íslendings í úrsliteinvígi kvenna: 6 - Björg Hafsteinsdóttir, Keflavík 1995 6 - Thelma Dís Ágústsdóttir, Keflavík 2024 6 - Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, Haukum 2007 5 - Björg Hafsteinsdóttir, Keflavík 1993 5 - Guðbjörg Norðfjörð, KR 1996 5 - Birna Valgarðsdóttir Keflavík 2006 5 - Helena Sverrisdóttir, Haukum 2007 5 - Helena Sverrisdóttir, Haukum 2007 5 - Birna Valgarðsdóttir Keflavík 2008
Flestar þriggja stiga körfur Íslendings í úrsliteinvígi kvenna: 6 - Björg Hafsteinsdóttir, Keflavík 1995 6 - Thelma Dís Ágústsdóttir, Keflavík 2024 6 - Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, Haukum 2007 5 - Björg Hafsteinsdóttir, Keflavík 1993 5 - Guðbjörg Norðfjörð, KR 1996 5 - Birna Valgarðsdóttir Keflavík 2006 5 - Helena Sverrisdóttir, Haukum 2007 5 - Helena Sverrisdóttir, Haukum 2007 5 - Birna Valgarðsdóttir Keflavík 2008
Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Fleiri fréttir Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Sjá meira