Ætlar alla leið í baráttu fyrir nafninu sínu Jón Þór Stefánsson skrifar 17. maí 2024 15:38 Rúnar Geirmundsson vill fá að heita Rúnar Hroði Geirmundsson. Bylgjan „Þetta er bara mitt „identity“. Þetta er minn karakter. Ég hef verið kallaður þetta í sautján ár,“ segir Rúnar Hroði Geirmundsson um ákvörðun Mannanafnanefndar að úrskurða að leyfa ekki fólki að bera nafnið Hroði. Í Bítinu á Bylgjunni í morgun greindi Rúnar frá því að hann hafi verið nýbyrjaður í kraftlyftingum þegar nafnið festist við hann. „Þegar ég byrjaði að keppa var ég ekkert rosalega sterkur. Þá lyfti ég tölum sem einn vinur minn, sem er nú fallinn frá, sagði að væru alveg hroðalegar. „Þú ert bara algjör hroðinn,“ sagði hann.“ Þrátt fyrir þetta átti Rúnar eftir að verða heimsmeistari í kraftlyftingum. „Það var ég, sem hroðinn, sem kláraði það verkefni eins og öll þau verkefni sem ég tek að mér.“ Sjá einnig: Nafnið Hroði of hroðalegt Rúnar Hroði segist hafa ákveðið að láta Mannanafnanefnd taka málið fyrir, ekki síst vegna þess að vinur hans sem kallaði hann það fyrst er nú látinn. „Ég var viss um að þetta myndi fara í gegn,“ segir Rúnar og bætir við að hann hafi kynnt sér hvað þurfi til að nafn sé samþykkt, og honum hafi þótt borðliggjandi um að Hroði stæðist það allt. „En svo fæ ég þær skýringar að þetta þyki of hroðalegt. Þetta þyki hrottalegt og tengt við neikvæðar lýsingar.“ Rúnari þykir það sérstakt að huglætt mat nefndarmanns Mannanafnanefndar ráði för um hvað hann megi heita. „Hvar annars staðar má maður ekki heita það sem maður vill heita?“ Hann segist vera kominn með lögmann í málið og ætlar „alla leið“. Hann ætlar sér að geta heitið Hroði. Hroði til umfjöllunar á Alþingi Þetta mál var ekki bara rætt í Bítinu á Bylgjunni heldur líka hinu háa Alþingi. Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, hélt ræðu um ákvörðun mannanafnefndar á þingfundi í dag. Hann segir hana dæmi um forsjárhyggju. „Mig langar sérstaklega að taka fyrir úrskurð mannanafnanefndar sem hún birti fyrir tveimur dögum síðan þar sem ákveðið var að nafnið Hroði mætti ekki vera nafn. Af hverju mátti það ekki?“ spurði Gísli sem benti á að nafnið stæðist öll skilyrði nema áðurnefnt huglætt mat. Nafnið megi ekki vera til ama. Gísla þykir sérstakt að ekki megi bera nafnið Hroði.Vísir/Vilhelm „Og hver á að ákveða hvað er til ama og hvað er ekki til ama? Jú, mannanafnanefnd ákveður að vegna þess að þetta getur þýtt það sama og uppgangur og slím í lungum, rusl, úrgangur og óþverri hljóti þetta að vera slæmt nafn.“ Hann benti þá á að á sama fundi Mannanafnanefndar hafi eiginnafnið Klaki verið samþykkt. „Þegar orðabók Árnastofnunar er skoðuð og orðinu Hroði flett upp þá kemur fram að ein af skilgreiningunum á því er krapakenndur ís á sjó eða vatni. Og hver er munurinn á því og klaka?“ Mannanöfn Bítið Alþingi Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Í Bítinu á Bylgjunni í morgun greindi Rúnar frá því að hann hafi verið nýbyrjaður í kraftlyftingum þegar nafnið festist við hann. „Þegar ég byrjaði að keppa var ég ekkert rosalega sterkur. Þá lyfti ég tölum sem einn vinur minn, sem er nú fallinn frá, sagði að væru alveg hroðalegar. „Þú ert bara algjör hroðinn,“ sagði hann.“ Þrátt fyrir þetta átti Rúnar eftir að verða heimsmeistari í kraftlyftingum. „Það var ég, sem hroðinn, sem kláraði það verkefni eins og öll þau verkefni sem ég tek að mér.“ Sjá einnig: Nafnið Hroði of hroðalegt Rúnar Hroði segist hafa ákveðið að láta Mannanafnanefnd taka málið fyrir, ekki síst vegna þess að vinur hans sem kallaði hann það fyrst er nú látinn. „Ég var viss um að þetta myndi fara í gegn,“ segir Rúnar og bætir við að hann hafi kynnt sér hvað þurfi til að nafn sé samþykkt, og honum hafi þótt borðliggjandi um að Hroði stæðist það allt. „En svo fæ ég þær skýringar að þetta þyki of hroðalegt. Þetta þyki hrottalegt og tengt við neikvæðar lýsingar.“ Rúnari þykir það sérstakt að huglætt mat nefndarmanns Mannanafnanefndar ráði för um hvað hann megi heita. „Hvar annars staðar má maður ekki heita það sem maður vill heita?“ Hann segist vera kominn með lögmann í málið og ætlar „alla leið“. Hann ætlar sér að geta heitið Hroði. Hroði til umfjöllunar á Alþingi Þetta mál var ekki bara rætt í Bítinu á Bylgjunni heldur líka hinu háa Alþingi. Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, hélt ræðu um ákvörðun mannanafnefndar á þingfundi í dag. Hann segir hana dæmi um forsjárhyggju. „Mig langar sérstaklega að taka fyrir úrskurð mannanafnanefndar sem hún birti fyrir tveimur dögum síðan þar sem ákveðið var að nafnið Hroði mætti ekki vera nafn. Af hverju mátti það ekki?“ spurði Gísli sem benti á að nafnið stæðist öll skilyrði nema áðurnefnt huglætt mat. Nafnið megi ekki vera til ama. Gísla þykir sérstakt að ekki megi bera nafnið Hroði.Vísir/Vilhelm „Og hver á að ákveða hvað er til ama og hvað er ekki til ama? Jú, mannanafnanefnd ákveður að vegna þess að þetta getur þýtt það sama og uppgangur og slím í lungum, rusl, úrgangur og óþverri hljóti þetta að vera slæmt nafn.“ Hann benti þá á að á sama fundi Mannanafnanefndar hafi eiginnafnið Klaki verið samþykkt. „Þegar orðabók Árnastofnunar er skoðuð og orðinu Hroði flett upp þá kemur fram að ein af skilgreiningunum á því er krapakenndur ís á sjó eða vatni. Og hver er munurinn á því og klaka?“
Mannanöfn Bítið Alþingi Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira