Enski boltinn

Klökkur Jóhann Berg beygði af í við­tali

Aron Guðmundsson skrifar
Jóhann Berg hefur gefið mikið fyrir Burnley. Hann leikur sinn síðasta leik fyrir félagið á morgun og skiljanlega eru miklar tilfinningar sem fylgja því. Frábær þjónn fyrir félagið.
Jóhann Berg hefur gefið mikið fyrir Burnley. Hann leikur sinn síðasta leik fyrir félagið á morgun og skiljanlega eru miklar tilfinningar sem fylgja því. Frábær þjónn fyrir félagið. Vísir/Samsett mynd

Eins og við sögðum frá fyrr í dag mun íslenski landsliðsmaðurinn í fótbolta. Jóhann Berg Guðmundsson leika sinn síðasta leik fyrir Burnley á morgun. Jóhann Berg er á förum frá félaginu sem hann hefur varið tíma sínum hjá undanfarin átta ár og auðsjáanlegt í viðtali, sem hefur nú birst á samfélagsmiðlareikningum Burnley, hversu mikils virði þessi tími hefur verið fyrir Jóhann Berg.

Jóhann Berg leikur sinn síðasta leik fyrir Burnley þegar liðið mætir Nottingham Forest á Turf Moor í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á morgun. Jóhann Berg kom til Burnley frá Charlton Athletic árið 2016

Einlægur Jóhann Berg birtist okkur í umræddu viðtali á samfélagsmiðlareikningum Burnley en þar stiklar hann á stóru varðandi tíma sinn hjá Burnley. 

Jóhann Berg hefur verið lykilmaður yfir lengri tíma hjá félaginu. Sá leikmaður af núverandi leikmönnum liðsins sem hefur verið hve lengst á mála hjá Burnley. Yfir tvöhundruð leikir að baki. Flestir í ensku úrvalsdeildinni.

Jóhann Berg verður klökkur í viðtalinu er hann er beðin um að útskýra það hvernig það verði fyrir hann að leika sinn síðasta leik fyrir Burnley á morgun.

„Þetta verður tilfinningarík stund. Og það að fjölskylda mín verði viðstödd…“ segir Jóhann Berg og beygir af. „Þetta verður krefjandi stund en allt í góðu.“

Eitt er hins vegar víst. Það er að Jóhann Berg mun fá góða kveðjustund frá stuðningsmönnum Burnley sem munu án efa kunna að meta allt það sem hann hefur gert fyrir félagið.

Viðtalið við Jóhann Berg í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×