40 tungumál eru töluð í leik- og grunnskólum Árborgar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. maí 2024 20:05 Nú er hægt að fá bókina um Karíus og Baktus á hebresku lánaða á bókasafninu á Selfossi svo dæmi sé tekið. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nú er hægt að fá bókina um Karíus og Baktus á hebresku lánaða á bókasafninu á Selfossi og þar eru líka bókin um Litla prinsinn á arabísku lánuð út. Bókasafnið á nú nánast bækur á öllum þeim tungumálum, sem töluð er í grunn- og leikskólum Árborgar en þau eru fjörutíu talsins. Verkefnið kallast „Barnabókahetjur heimsins” og hófst á síðasta ári en tilgangur þess er að bókasafnið eigið bækur á öllum þeim tungumálum, sem töluð eru í leik- og grunnskólum sveitarfélagsins, eða 40 talsins og nú er það takmark að nást smátt og smátt. Af því tilefni klæddi starfsfólk sig upp í búninga nýlega og gladdist þannig með lánþegum safnsins. „Og markmiðið með þessu er náttúrulega að sýna fram á hvað Árborg er orðið fjölbreytilegt og æðislega skemmtilegt samfélag, litríkt og á bak við hvert einasta tungumál er náttúrulega heill menningarheimur, sem eru náttúrlega verðmæti , sem eru okkur öllum til góða,” segir Margrét Blöndal, deildarstjóri menningar- og upplýsingadeildar Árborgar. En hvaða bækur vekja hvað mesta athygli? „Við eigum til dæmis Karíus og Baktus á hebresku, það eru örugglega ekki margir sem hafa séð það. Við erum líka með Grískarbækur, við erum með japanskar já bara nefndu það.” 40 tungumál eru töluð í leik- og grunnskólum Árborgar og var því fagnað á bókasafninu á dögunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Margrét segir verkefnið „Barnabókahetjur heimsins” ótrúlega skemmtilegt og gefandi og að það hafi algjörlega slegið í gegn á bókasafninu. Mikil ánægja er með verkefnið „Barnabókahetjur heimsins" á bókasafninu á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, við viljum vera svona staður þar sem fólki finnst gott að koma og svona. Hér má flissa og hlægja og hoppa og skríkja, sem var nú ekki í gamla daga á bókasafninu á Akureyri get ég sagt þér,” segir Margrét skellihlæjandi. Karíus og Baktus eru alltaf í stuði en í þeirra hlutverkum eru þær Margrét Blöndal (t.h.) og Heiðrún D. Eyvindsdóttir, forstöðukona safnsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Bókaútgáfa Leikskólar Innflytjendamál Grunnskólar Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Verkefnið kallast „Barnabókahetjur heimsins” og hófst á síðasta ári en tilgangur þess er að bókasafnið eigið bækur á öllum þeim tungumálum, sem töluð eru í leik- og grunnskólum sveitarfélagsins, eða 40 talsins og nú er það takmark að nást smátt og smátt. Af því tilefni klæddi starfsfólk sig upp í búninga nýlega og gladdist þannig með lánþegum safnsins. „Og markmiðið með þessu er náttúrulega að sýna fram á hvað Árborg er orðið fjölbreytilegt og æðislega skemmtilegt samfélag, litríkt og á bak við hvert einasta tungumál er náttúrulega heill menningarheimur, sem eru náttúrlega verðmæti , sem eru okkur öllum til góða,” segir Margrét Blöndal, deildarstjóri menningar- og upplýsingadeildar Árborgar. En hvaða bækur vekja hvað mesta athygli? „Við eigum til dæmis Karíus og Baktus á hebresku, það eru örugglega ekki margir sem hafa séð það. Við erum líka með Grískarbækur, við erum með japanskar já bara nefndu það.” 40 tungumál eru töluð í leik- og grunnskólum Árborgar og var því fagnað á bókasafninu á dögunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Margrét segir verkefnið „Barnabókahetjur heimsins” ótrúlega skemmtilegt og gefandi og að það hafi algjörlega slegið í gegn á bókasafninu. Mikil ánægja er með verkefnið „Barnabókahetjur heimsins" á bókasafninu á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, við viljum vera svona staður þar sem fólki finnst gott að koma og svona. Hér má flissa og hlægja og hoppa og skríkja, sem var nú ekki í gamla daga á bókasafninu á Akureyri get ég sagt þér,” segir Margrét skellihlæjandi. Karíus og Baktus eru alltaf í stuði en í þeirra hlutverkum eru þær Margrét Blöndal (t.h.) og Heiðrún D. Eyvindsdóttir, forstöðukona safnsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Bókaútgáfa Leikskólar Innflytjendamál Grunnskólar Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira