Forseti Íslands veifaði mér Fjóla Einarsdóttir skrifar 19. maí 2024 08:00 Nú þegar styttist í kosningar til forseta Íslands eru frambjóðendur að sannfæra kjósendur um þeirra eigið ágæti og hví þeir ættu að verða kosnir. Þvílík keyrsla. Ég fyllist aðdáunar á úthaldi hvers og eins, gott fólk upp til hópa og frambærilegt. Vildi að ég hefði fleiri atkvæði til að útdeila. Ég aftur á móti á bara eitt atkvæði og ætla að nýta það vel. Minn forseti er Baldur Þórhallsson. Ég var nemandi hjá honum í stjórnmálafræðinni rétt eftir aldamótin og þvílík áhrif sem hann hafði á mig. Hann vekur upp áhuga og virkilega hlustar á það sem er sagt og á hann er hlustað því hann sjálfur er fordómalaus og opinn fyrir þekkingu. Fyrir mig persónulega var hann mikill áhrifavaldur í mínu lífi og valdi ég mína leið í lífinu eftir lítið en mikilvægt verkefni hjá honum um alþjóðavæðingu í Afríku. Magnað að hugsa til baka og sjá hversu Baldur var mér góður kennari. Ég á honum mikið að þakka. Hann brennur fyrir mannréttindum og er einn helsti fræðimaður heimsins um smáríki. Við erum auðvitað stórasta land í heimi þó smáríki séum og mikilvægt að forsetinn okkar þyki vænt um sögu lands og þjóðar. Það hefur Baldur svo sannarlega og hefur sýnt það í verki með varðveislu sögu okkar á Suðurlandi með uppbyggingu hellana í Rangárvallasýslu með sinni fjölskyldu og fleiri verkum sem of langt er að telja upp í þessari grein. Sveitastrákur sem varð einn fremsti sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum og vonandi næstkomandi forseti Íslands. Hversu magnað. Ég vissi ekkert um hans persónulegu hagi þegar ég var nemandi hans enda var aldrei spurt að því eða hann að tjá sig um sín mál að fyrra bragði. Ef ég hefði vitað á þessum tíma að Felix væri hans maki hefði ég sennilega lýst yfir aðdáun minni á góðu vali þar sem Felix ásamt Gunnari Helga svæfðu ungan son minn öll kvöld þessi ár með Traust og Trygg (á snældum). Sem var dásamlegt fyrir einstæða móður í námi. Ég sá Felix í viðtali um daginn sem maki verðandi forseta og þvílíkt glæsimenni sem hann er. Vel að máli farinn, skemmtilegur, vitur og sanngjarn. Ég skrifa þessi orð því makinn skiptir auðvitað máli í stóra samhenginu og makinn hans Baldurs er einhver sem ég myndi vilja sjá á Bessastöðum. Að lokum langar mig til að segja litla sögu frá sveitinni minni, Hjaltadal í Skagafirði. Forsetinn hefur í gegnum tíðina verið þar tíður gestur enda Hólar í Hjaltadal með mikla og langa sögu. Árið var 1990, ég var 12 ára og í ein í reiðtúr sem og oft á Heimi mínum, skírður auðvitað í höfuðið á karlakórnum hans pabba, þegar forsetabíllinn keyrir framhjá. Bíllinn hægir á sér og Vigdís skrúfar niður aftur rúðuna og veifar mér. Ég veifaði henni á móti og fannst ég vera fræg fyrir að forseti Íslands hefði veifað mér. Allir sem vildu heyra og hinir líka fengu að heyra söguna þegar Vigdís veifaði mér. Þið sjáið að ég lifi enn á þessu. Ég veit að Baldur mun hlusta, sýna fólki áhuga og tala við alla sem á hans vegi verða. Hann er fordómalaus maður sem hefur áhuga á hvað fólk hefur að segja og fram að færa. Ég hlakka til að kjósa Baldur 1. júní næstkomandi og veit að hann mun skrúfa niður rúðuna. Eitt lítið augnablik sem forsetinn veitir einhverjum athygli getur varað í lífstíð hjá viðkomandi. Embættið hefur þau áhrif. Munum það. Höfundur er þróunar- og stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Fjóla Einarsdóttir Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Sjá meira
Nú þegar styttist í kosningar til forseta Íslands eru frambjóðendur að sannfæra kjósendur um þeirra eigið ágæti og hví þeir ættu að verða kosnir. Þvílík keyrsla. Ég fyllist aðdáunar á úthaldi hvers og eins, gott fólk upp til hópa og frambærilegt. Vildi að ég hefði fleiri atkvæði til að útdeila. Ég aftur á móti á bara eitt atkvæði og ætla að nýta það vel. Minn forseti er Baldur Þórhallsson. Ég var nemandi hjá honum í stjórnmálafræðinni rétt eftir aldamótin og þvílík áhrif sem hann hafði á mig. Hann vekur upp áhuga og virkilega hlustar á það sem er sagt og á hann er hlustað því hann sjálfur er fordómalaus og opinn fyrir þekkingu. Fyrir mig persónulega var hann mikill áhrifavaldur í mínu lífi og valdi ég mína leið í lífinu eftir lítið en mikilvægt verkefni hjá honum um alþjóðavæðingu í Afríku. Magnað að hugsa til baka og sjá hversu Baldur var mér góður kennari. Ég á honum mikið að þakka. Hann brennur fyrir mannréttindum og er einn helsti fræðimaður heimsins um smáríki. Við erum auðvitað stórasta land í heimi þó smáríki séum og mikilvægt að forsetinn okkar þyki vænt um sögu lands og þjóðar. Það hefur Baldur svo sannarlega og hefur sýnt það í verki með varðveislu sögu okkar á Suðurlandi með uppbyggingu hellana í Rangárvallasýslu með sinni fjölskyldu og fleiri verkum sem of langt er að telja upp í þessari grein. Sveitastrákur sem varð einn fremsti sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum og vonandi næstkomandi forseti Íslands. Hversu magnað. Ég vissi ekkert um hans persónulegu hagi þegar ég var nemandi hans enda var aldrei spurt að því eða hann að tjá sig um sín mál að fyrra bragði. Ef ég hefði vitað á þessum tíma að Felix væri hans maki hefði ég sennilega lýst yfir aðdáun minni á góðu vali þar sem Felix ásamt Gunnari Helga svæfðu ungan son minn öll kvöld þessi ár með Traust og Trygg (á snældum). Sem var dásamlegt fyrir einstæða móður í námi. Ég sá Felix í viðtali um daginn sem maki verðandi forseta og þvílíkt glæsimenni sem hann er. Vel að máli farinn, skemmtilegur, vitur og sanngjarn. Ég skrifa þessi orð því makinn skiptir auðvitað máli í stóra samhenginu og makinn hans Baldurs er einhver sem ég myndi vilja sjá á Bessastöðum. Að lokum langar mig til að segja litla sögu frá sveitinni minni, Hjaltadal í Skagafirði. Forsetinn hefur í gegnum tíðina verið þar tíður gestur enda Hólar í Hjaltadal með mikla og langa sögu. Árið var 1990, ég var 12 ára og í ein í reiðtúr sem og oft á Heimi mínum, skírður auðvitað í höfuðið á karlakórnum hans pabba, þegar forsetabíllinn keyrir framhjá. Bíllinn hægir á sér og Vigdís skrúfar niður aftur rúðuna og veifar mér. Ég veifaði henni á móti og fannst ég vera fræg fyrir að forseti Íslands hefði veifað mér. Allir sem vildu heyra og hinir líka fengu að heyra söguna þegar Vigdís veifaði mér. Þið sjáið að ég lifi enn á þessu. Ég veit að Baldur mun hlusta, sýna fólki áhuga og tala við alla sem á hans vegi verða. Hann er fordómalaus maður sem hefur áhuga á hvað fólk hefur að segja og fram að færa. Ég hlakka til að kjósa Baldur 1. júní næstkomandi og veit að hann mun skrúfa niður rúðuna. Eitt lítið augnablik sem forsetinn veitir einhverjum athygli getur varað í lífstíð hjá viðkomandi. Embættið hefur þau áhrif. Munum það. Höfundur er þróunar- og stjórnmálafræðingur.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar