Innlent

Með vopn og fíkni­efni í úti­stöðum við dyra­vörð

Jón Þór Stefánsson skrifar
Lögreglan þurfti að fara í nokkur útköll að skemmtistöðum.
Lögreglan þurfti að fara í nokkur útköll að skemmtistöðum. Vísir/Vilhelm

Einstaklingur, sem er sagður hafa verið talsvert ölvaður, var handtekin um hálfeitt leitið í nótt í miðbæ Reykjavíkur eftir að hafa haft í hótunum við dyravörð.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en þar segir að lögreglan hafi fundið fíkniefni og vopn í fórum mannsins við leit á lögreglustöð. Hann haf síðan verið vistaður í fangaklefa.

Um hálffimmleytið í nótt handtók lögreglan einstakling fyrir utan skemmtistað þar sem hann hafði verið í slagsmálum. Dyraverðir þurftu að fjarlægja hann af staðnum, en þegar lögreglu bar að garði veittist einstaklingurinn að lögregluþjónum. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Lögreglan fór í annað útkall vegna slagsmála á skemmtistað um klukkan hálftvö. Lögreglan kom á vettvang og var bent á þá sem áttu hlut í máli og málið var leyst á vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×