Innlent

Vara­samt að ferðast á sumar­dekkjum í kvöld

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm

Vonskuveður gengur nú yfir landið og gular viðvaranir eru í gildi í flestum landshlutum. Veðurfræðingur mælir með að fólk á farandsfæti ferðist frekar á morgun en í kvöld. 

Samkvæmt spám á veðrið að ganga niður sunnantil í kvöld. Fréttamaður ræddi stöðuna nánar við Marcel de Vries veðurfræðing í Kvöldfréttum. 

Hann segir varasamt fyrir ökumenn á sumardekkjum að aka á fjallvegum fyrir norðan í kvöld vegna hálkubletta. Ástand gæti frekar versnað en batnað þegar líður á kvöldið. 

„En á morgun lítur þetta mun betur út. Það hlýnar líka síðdegis, verða sex til tólf stig. Lítilsháttar væta og minni vindar,“ segir Marcel.

Aðspurður segir hann þægilegra ferðaveður á morgun en í kvöld. Í borginni spáir hann „allt í lagi“ veðri á morgun. „Það verður skýjað, samt lengst af þurrt. Kannski smá skúrir eftir hádegi, en ekki mikill vindur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×