Schauffele hélt út og tryggði sér sigur með fugli á átjándu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. maí 2024 22:55 Xander Schauffele vann sitt fyrsta risamót í kvöld. Christian Petersen/Getty Images Xander Schauffele tryggði sér sigur á PGA-meistaramótinu í golfi í kvöld er hann lék síðasta hring mótsins á sex höggum undir pari. Schauffele háði harða baráttu við Norðmanninn Viktor Hovland og Bandaríkjamanninn Bryson DeChambeau lengst framan af degi. Hovland stimplaði sig þó út úr baráttunni með skolla á átjándu braut. DeChambeau bjargaði fugli á átjándu holu og lék því hringinn samtals á sjö höggum undir pari. Með fuglinum jafnaði hann Schauffele á toppnum á samtals 20 höggum undir pari, en þá var Schauffele enn á sextándu holu. Schauffele þurfti því að næla sér í einn fugl á seinustu þremur holunum til að tryggja sér sigurinn og sleppa við bráðabana. Hann nældi í par á sextándu og sautjándu, en góð vippa á átjándu setti hann í kjörstöðu til að setja niður fugl og klára dæmið. Schauffele brást ekki bogalistinn af stuttu færi og hann tryggði sér sigurinn með fugli á seinustu holu mótsins. Bandaríkjamaðurinn tryggði sér þar með rúmar 460 milljónir króna í verðlaunafé. Þetta var hans fyrsti sigur á risamóti. Bryson DeChambeau hafnaði í öðru sæti á 20 höggum undir pari, einu höggi meira en Schauffele. Viktor Hovland varð þriðji á 18 höggum undir pari. PGA-meistaramótið Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Schauffele háði harða baráttu við Norðmanninn Viktor Hovland og Bandaríkjamanninn Bryson DeChambeau lengst framan af degi. Hovland stimplaði sig þó út úr baráttunni með skolla á átjándu braut. DeChambeau bjargaði fugli á átjándu holu og lék því hringinn samtals á sjö höggum undir pari. Með fuglinum jafnaði hann Schauffele á toppnum á samtals 20 höggum undir pari, en þá var Schauffele enn á sextándu holu. Schauffele þurfti því að næla sér í einn fugl á seinustu þremur holunum til að tryggja sér sigurinn og sleppa við bráðabana. Hann nældi í par á sextándu og sautjándu, en góð vippa á átjándu setti hann í kjörstöðu til að setja niður fugl og klára dæmið. Schauffele brást ekki bogalistinn af stuttu færi og hann tryggði sér sigurinn með fugli á seinustu holu mótsins. Bandaríkjamaðurinn tryggði sér þar með rúmar 460 milljónir króna í verðlaunafé. Þetta var hans fyrsti sigur á risamóti. Bryson DeChambeau hafnaði í öðru sæti á 20 höggum undir pari, einu höggi meira en Schauffele. Viktor Hovland varð þriðji á 18 höggum undir pari.
PGA-meistaramótið Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira