„Þetta einvígi er rétt að byrja“ Hinrik Wöhler skrifar 19. maí 2024 22:46 Gunnar Magnússon öskrar sína menn áfram á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Anton Brink Mosfellingar sigruðu FH í fyrsta leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Afturelding hefur ekki unnið titilinn síðan 1999 en Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var þó með báðar fætur á jörðinni eftir sigurinn. „Mér líður ótrúlega vel að vinna fyrsta leik. Við byrjuðum ‚soft‘ og lélegir til baka. Þeir náðu að keyra á okkur í byrjun og við vorum ekki að mæta þeim þar. Við fáum á okkur 13 mörk fyrsta korterið og vorum ekki mættir, fannst mér. Steini [Þorsteinn Leó Gunnarsson] hélt okkur á floti þá en svo small þetta eftir korter.“ „Mér fannst við ná upp það sem við stöndum fyrir, þessa baráttu og þennan neista. Við náum að koma til baka hratt og náum betri vörn, fleiri leikmenn stigu upp í kjölfarið. Tókum yfir leikinn þá en þetta var reyndar bara stál í stál allan tímann,“ sagði Gunnar eftir leikinn í kvöld. Þorsteinn Leó Gunnarsson bar uppi sóknarleik Mosfellinga og skoraði þrettán mörk í kvöld. Gunnar var vitaskuld sáttur með hans frammistöðu í leiknum. „Hann var frábær í kvöld, það segir aðeins um breiddina hjá okkur. Hann var nánast ekki með í síðasta leik en stígur upp núna. Það þurfa ekki allir að eiga stjörnuleik þegar við vinnum, við erum með mörg vopn og marga góða leikmenn. Steini var heitur í kvöld en aðrir einnig samt sem áður, sérstaklega varnarlega, náðum við að leggja gruninn á þessu.“ Mosfellingar fóru hægt af stað og voru sex mörkum undir þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Gunnar er ekki með skýringuna á því hvers vegna þeir voru svona lengi í gang. „Við tókum leikhlé í fyrri hálfleik og þá náðum við að vakna. Svipað á móti Val, ég veit ekki af hverju við vorum ekki klárir í baráttuna. Það er eitthvað sem við getum ekki boðið upp á aftur. Við töluðum um það í hálfleik að það var ekki í boði að mæta svona, þá myndum við ekki lifa þetta af. Við mættum klárir og lönduðum góðum sigri. Þetta einvígi er rétt að byrja, 1-0, það er nóg eftir af þessu og fögnum þessu í kvöld. Byrjum á morgun að undirbúa næsta stríð,“ sagði Gunnar. Mosfellingar hafa beðið í 25 ár eftir Íslandsmeistaratitli og en Gunnar einbeitir sér að næsta leik. „Auðvitað eru allir að stefna á það. Það er bara eina markmiðið en það er bara 1-0. Þurfum að taka þetta skref fyrir skref. Næsta markmið er að ná öðrum sigri en þeir mæta dýrvitlausir í Mosó og við þurfum að mæta þeim þar,“ sagði Gunnar að lokum. Olís-deild karla Afturelding FH Tengdar fréttir Uppgjör: FH - Afturelding 29-32 | Mosfellingar taka forystuna FH tók á móti Aftureldingu í fyrsta leik úrslitaeinvígisins í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Leikurinn endaði með þriggja marka sigri Aftureldingar og leiða Mosfellingar einvígið 1-0. 19. maí 2024 19:00 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Sjá meira
„Mér líður ótrúlega vel að vinna fyrsta leik. Við byrjuðum ‚soft‘ og lélegir til baka. Þeir náðu að keyra á okkur í byrjun og við vorum ekki að mæta þeim þar. Við fáum á okkur 13 mörk fyrsta korterið og vorum ekki mættir, fannst mér. Steini [Þorsteinn Leó Gunnarsson] hélt okkur á floti þá en svo small þetta eftir korter.“ „Mér fannst við ná upp það sem við stöndum fyrir, þessa baráttu og þennan neista. Við náum að koma til baka hratt og náum betri vörn, fleiri leikmenn stigu upp í kjölfarið. Tókum yfir leikinn þá en þetta var reyndar bara stál í stál allan tímann,“ sagði Gunnar eftir leikinn í kvöld. Þorsteinn Leó Gunnarsson bar uppi sóknarleik Mosfellinga og skoraði þrettán mörk í kvöld. Gunnar var vitaskuld sáttur með hans frammistöðu í leiknum. „Hann var frábær í kvöld, það segir aðeins um breiddina hjá okkur. Hann var nánast ekki með í síðasta leik en stígur upp núna. Það þurfa ekki allir að eiga stjörnuleik þegar við vinnum, við erum með mörg vopn og marga góða leikmenn. Steini var heitur í kvöld en aðrir einnig samt sem áður, sérstaklega varnarlega, náðum við að leggja gruninn á þessu.“ Mosfellingar fóru hægt af stað og voru sex mörkum undir þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Gunnar er ekki með skýringuna á því hvers vegna þeir voru svona lengi í gang. „Við tókum leikhlé í fyrri hálfleik og þá náðum við að vakna. Svipað á móti Val, ég veit ekki af hverju við vorum ekki klárir í baráttuna. Það er eitthvað sem við getum ekki boðið upp á aftur. Við töluðum um það í hálfleik að það var ekki í boði að mæta svona, þá myndum við ekki lifa þetta af. Við mættum klárir og lönduðum góðum sigri. Þetta einvígi er rétt að byrja, 1-0, það er nóg eftir af þessu og fögnum þessu í kvöld. Byrjum á morgun að undirbúa næsta stríð,“ sagði Gunnar. Mosfellingar hafa beðið í 25 ár eftir Íslandsmeistaratitli og en Gunnar einbeitir sér að næsta leik. „Auðvitað eru allir að stefna á það. Það er bara eina markmiðið en það er bara 1-0. Þurfum að taka þetta skref fyrir skref. Næsta markmið er að ná öðrum sigri en þeir mæta dýrvitlausir í Mosó og við þurfum að mæta þeim þar,“ sagði Gunnar að lokum.
Olís-deild karla Afturelding FH Tengdar fréttir Uppgjör: FH - Afturelding 29-32 | Mosfellingar taka forystuna FH tók á móti Aftureldingu í fyrsta leik úrslitaeinvígisins í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Leikurinn endaði með þriggja marka sigri Aftureldingar og leiða Mosfellingar einvígið 1-0. 19. maí 2024 19:00 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Sjá meira
Uppgjör: FH - Afturelding 29-32 | Mosfellingar taka forystuna FH tók á móti Aftureldingu í fyrsta leik úrslitaeinvígisins í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Leikurinn endaði með þriggja marka sigri Aftureldingar og leiða Mosfellingar einvígið 1-0. 19. maí 2024 19:00