Innlent

Mikill við­búnaður vegna bráðra veikinda

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Langar bílaraðir mynduðust á Vesturlandsvegi.
Langar bílaraðir mynduðust á Vesturlandsvegi. Vísir/Ríkharður

Mikill viðbúnaður var við Vesturlandsveg skammt frá Kjalarnesi fyrir stundu. Veginum var lokað í báðar áttir og langar bílaraðir mynduðust. Sjúkrabílar og lögreglulið voru á staðnum auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til.

Samkvæmt Ásgeiri Erlendssyni, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar var þyrlan kölluð til vegna alvarlegra og bráðra veikinda en ekki slyss, en hafði ekki frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Ekki var búið að skrá málið í kerfi lögreglunnar þegar fréttastofa leitaði upplýsinga þar. Búið er að opna fyrir umferð að nýju. 

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til, hún lenti á Landspítalanum fyrir stundu. Vísir/Ríkharður



Fleiri fréttir

Sjá meira


×