„Ber þess merki að eitthvað sé mjög nálægt því að bresta“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 21. maí 2024 15:30 Þrýstingsbreytingar í borholu HS Orku í Svartsengi hafa verið taldar fyrirboði eldgoss. Magnús Tumi segir atburðinn í morgun vísbendingu um að það styttist í næsta atburð. Vísir/Vilhelm/Ívar Prófessor í jarðeðlisfræði segir aukinn þrýsting í borholum HS veitna á Svartsengi í morgun bera þess merki um að jarðskorpan sé mjög nálægt því að bresta. Hann segir þá sem dvelja í Grindavík ættu að vera undir það búnir að yfirgefa bæinn á fimmtán mínútum. Grindavík sé ekki staður fyrir partýstand né börn. Í morgun mældust þrýstingsbreytingar í borholu HS Orku í Svartsengi. Starfsmenn orkuversins voru beðnir um að yfirgefa Svartsengi og snúa sér að öðrum verkefnum. Slíkar þrýstingsbreytingar hafa áður verið taldar fyrirboði eldgoss. Mælar Veðurstofunnar sýndu hinsvegar engin merki um breytingar. Í samtali við fréttastofu segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, að atburðurinn í morgun sé merki um að tíðinda gæti verið að vænta fljótlega. „Þetta ber þess merki að það sé eitthvað mjög nálægt því að bresta.“ Að hans sögn virðist sem eitthvað hafi farið af stað í morgun en dottið niður áður en kvikuhlaup hófst. Þetta er á brotmörkunum Hann vill þó fara varlega í yfirlýsingar og segir að þó langlíklegast sé að komi til kvikuhlaups og eldgoss á endanum sé ekki hægt að segja til um hvenær það verði. Ekki merki um kraftmeira gos Kvikusöfnun undir Svartsengi helst áfram stöðug og nú hafa um sautján milljón rúmmetra af kviku hafa bæst við kvikuhólfið frá 16. mars. Magnús Tumi segir þetta ekki endilega benda til þess að ef til eldgoss komi að það verði öflugra en áður. „Þetta er ekki mikið meira en hefur verið í fyrri atburðum. Þessi hegðun, að það þurfi alltaf aðeins meira milli gosa er það sem sást í Kröflueldum. Ég held að við ættum að reikna með einhverju svipuðu, kannski aðeins öflugra.“ Þá finnst honum líklegast að gos komi upp á Sundhnúksgígaröðinni og þá með skömmum fyrirvara. Hinsvegar sé ekki hægt að útiloka að kvikan brjóti sér leið annað, en ef svo færi þá yrði fyrirvarinn lengri. Grindavík ekki staður fyrir partýstand eða börn Gist er í um tuttugu húsum í Grindavík um þessar mundir. Magnús Tumi segist ekkert sjá því til fyrirstöðu að því gefnu að fólk sé tilbúið að rýma öllum stundum. Ef fólk er klárt í að yfirgefa staðinn á korteri þá er þetta ekki mjög stór áhætta. Grindavík sé hinsvegar ekki staðurinn til að halda partý eða dvelja með börn á þessa dagana. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Sjá meira
Í morgun mældust þrýstingsbreytingar í borholu HS Orku í Svartsengi. Starfsmenn orkuversins voru beðnir um að yfirgefa Svartsengi og snúa sér að öðrum verkefnum. Slíkar þrýstingsbreytingar hafa áður verið taldar fyrirboði eldgoss. Mælar Veðurstofunnar sýndu hinsvegar engin merki um breytingar. Í samtali við fréttastofu segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, að atburðurinn í morgun sé merki um að tíðinda gæti verið að vænta fljótlega. „Þetta ber þess merki að það sé eitthvað mjög nálægt því að bresta.“ Að hans sögn virðist sem eitthvað hafi farið af stað í morgun en dottið niður áður en kvikuhlaup hófst. Þetta er á brotmörkunum Hann vill þó fara varlega í yfirlýsingar og segir að þó langlíklegast sé að komi til kvikuhlaups og eldgoss á endanum sé ekki hægt að segja til um hvenær það verði. Ekki merki um kraftmeira gos Kvikusöfnun undir Svartsengi helst áfram stöðug og nú hafa um sautján milljón rúmmetra af kviku hafa bæst við kvikuhólfið frá 16. mars. Magnús Tumi segir þetta ekki endilega benda til þess að ef til eldgoss komi að það verði öflugra en áður. „Þetta er ekki mikið meira en hefur verið í fyrri atburðum. Þessi hegðun, að það þurfi alltaf aðeins meira milli gosa er það sem sást í Kröflueldum. Ég held að við ættum að reikna með einhverju svipuðu, kannski aðeins öflugra.“ Þá finnst honum líklegast að gos komi upp á Sundhnúksgígaröðinni og þá með skömmum fyrirvara. Hinsvegar sé ekki hægt að útiloka að kvikan brjóti sér leið annað, en ef svo færi þá yrði fyrirvarinn lengri. Grindavík ekki staður fyrir partýstand eða börn Gist er í um tuttugu húsum í Grindavík um þessar mundir. Magnús Tumi segist ekkert sjá því til fyrirstöðu að því gefnu að fólk sé tilbúið að rýma öllum stundum. Ef fólk er klárt í að yfirgefa staðinn á korteri þá er þetta ekki mjög stór áhætta. Grindavík sé hinsvegar ekki staðurinn til að halda partý eða dvelja með börn á þessa dagana.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Sjá meira